Símablaðið - 01.01.1949, Qupperneq 38
6
SIMABLAÐIÐ
ÁRAMÓTAH UG L£ IÐIiVG AR
Þegar líÖur að áramótum, þá högum vi'Ö
okkur líkt og ferðalangurinn, sem stendur á
sjónarhólnum og horfir yfir farinn veg, viÖ
rifjum upp viÖburðarríkustu atburði ársins,
og höfum þá tækifæri til að dæma hvort
gerðið okkar á árinu hafa verið giftusam-
legar, og færum okkur reynsluna í nyt siðar
meir.
Það er vissulega ekki ofmælt, þegar við
segjum að líðandi ár hafi verið viðburða-
ríkt fyrir félag okkar. Enn einu sinni höfum
við með samtakamætti, rist minningarverð-
an kafla í félagssöguna. Við sýndum áþreif-
anlega að við erum fær um að standa vörð
um hagsmunamál okkar, og sýna félags- og
stéttarlegan styrkleika.
Þegar launalögin öðluðust gildi árið 1945.
var mjög gengið á hluta símamannastéttar-
innar, laun hennar lækkuðu yfirleitt, og sið-
an hefur verið beðið í þeirri veiku von að
lögin yrðu samræmd og endurskoðuð, en
þær vonir hafa algjörlega brugðist. Við
setningu dýrtíðarlaganna í lok ársins 1947.
var öllum ljóst að erfiðir tímar væru fram-
undan fyrir þjóðina, þess vegna var af rík-
isstjórn og Alþingi óskað að allir sýndu nú
þegnskap, svo mögulegt væri að koma xjár-
hag þjóðarinnar á heilbrigðan grundvöll, og
þá mikið rætt og ritað um hinar raunhæfu
aðgerðir, sem nú skyldu koma. Símamanna-
stéttin eins og ýmsar aðrar stéttir taldi þetta
viðhorf eðlilegt, þó að þvi tilskyldu að
tryggt væri að allir þegnar þjóðfélagsins
liæru byrðar af þessum dýrtíðarráðstöíun-
um, og þá fyrst og fremst þeir, sem gjald-
þolið hefðu mest. Við fengum fljótt að
finna fyrir hinum raunhæfu aðgerðum, vísi-
talan var lögbundin við 300 stig. Nú fór
að reyna á þolrifin, því dýrtíðin óx jafnt og
þétt, og erfiðara var að láta launin hrökkva,
og það er kunnara en frá þurfi að segja, og
þeirri staðreynd verður ekki hnekkt að
skipting byrðanna vegna dýrtíðarinnar á
þegnunum var alls ekki sanngjörn, þvert á
móti er nú vitað að opinberir starfsmerm
voru sá hópur sem kjaraskerðing laganna
bitnaði þyngst á, og þessar fyrirhuguðu
raunhæfu aðgerðir ríkisstjórnarinnar urðu
því ekki annað en blekking, en ástæðan fyr-
ir þvi að kjaraskerðingin var meiri hjá okk-
ur en öðrum launþegum, var sú að aðrar
stéttir, gátu vegna vaxandi dýrtíðar í land-
inu hækkað grunnkaup sitt, af þvi að þær
höfðu verkfallsréttinn og beittu honum,
þannig að þær launastéttir sem við vorutn
miðaðir við árið 1943 höfðu hækkað grunn-
laun sín árið 1948 um 36%, en okkar grunn-
laun höfðu haldist óbreytt.
Þá hefst sókn opinberra starfsmanna.
Þeir boða til almenns fundar í Listamanna-
skálanum og buðu á þann fund ríkisstjórn
og borgarstjórn og öðrum til að kynna þeim
málið, en þetta boð var ekki þegið. Skömmu
síðar var boðað til aukaþings B.S.R.B., og
mikil ólga ríkti þar vegna framkomu ríkis-
stjórnar og Alþingis, sem daufheyrðust við
sanngjörnum kröfum okkar. A þessu banda-
lagsþingi komu frarn háværar raddir að
ástæða væri til að mótmæla kröftuglega
þessu ábyrgðarleysi stjórnarvaldanna i
þessu máli, með því að efna til almennra
uppsagna eða vinnustöðvunar, en þá virtist
Alþingi vakna og á skyndifundi um hánótt,
er samþykkt að heimilia ríkisstjórninnni. að
veita 4 milljónir kr. á árinu 1949 til launa-
uppbóta, sem samsvaraði ca. 8% launaupp-
bót á mánuði, en krafa okkar var 36%, svo
ekki var réttlætið í hávegum haft í það
skiptið, og þar við bættust orð fjármálaráð-
herra að þessi heimild yrði ekki notuð fyr
en seint á árinu, ef hún yrði þá notuð.
Þegar símamannastéttin frétti um þessa
lausn málsins, þá taldi hún hana algjörlega
óviðunandi, með tillliti til þess að launin
hrukku ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum
og dýrtíðin fór ört vaxandi, sparifé var
þrotið og skuldasöfnun hafin. Á félags-
fundi var samþykkt að efna til allsherjar-
atkvæðagreiðslu um málið, hún sýndi ná-
kvæman vilja félagsmanna, en hann var að
efnt yrði til vinnustöðvunar 1. júlí ef ckki
fengist viðunandi lausn fyrir þann tima,
þetta var tilkynnt póst- og símamálastjórn
26. júní, ennfremur að skipuð hefði verið
sérstök samninganefnd, en i henni áttu sæti:
Jörundur Oddsson, Steingrímur Pálsson,
Helga Finnbogadóttir, Valdimar Einarsson
og Jónas R. Jónasson, ennfremur að nefnd-