Símablaðið - 01.01.1949, Qupperneq 40
8
SlMABLAÐlÐ
-Jeroaáöffu.
Á8ur en flugsamgöngur hófust milli Vest-
mannaeyja og lands, var það oft sannkölluö
svaðilför, að komast þar á milli. — ÞaÖ var
ekki sjaldan, að ferÖalagið til lands bar
skugga á tilhlökkun Eyjabúa, er sumarleyfi
þeirra nálguðust. — Hér fer á eftir brot
úr ferðasögu eins símamanns, frá þeim tím-
um:
marleyfi.
Irot eftlr ^Jl-S-C.
Lengi hafði ég hlakkað til þessa dags og
loks var hann upprunninn, föstudagurinn
21. júní.
Veðrið var dásamlegt, logn og bliða og
sólin gyllti allt um kring liggjandi fjöll,
sem voru íklædd sínu allra fegursta sumar-
skrúði. 1 dag átti sumarleyfi mitt að byrja.
Hvílík óumræðilega gleðileg tilhugsun að
mega, kl. 15 í dag, skila af sér í hendurnar
á staðgenglinum, öllum skyldustörfum sin-
breytast allverulega við þessi átök okkar,
því við háðum þessa baráttu í sumar þrátt
fyrir þessi lög, og við okkur var samið af
þáverandi ríkisstjórn. Þessari sókn gegn
verkfallslögunum verðum við opinberir
starfsmenn að halda áfram, þar til við höf-
um öðlast verkfallsréttinn að fullu. Við skul-
um vona að verkfallslögin frá 1015 verði
afnumin með friðsamlegum hætti og við
látnir njóta sömu réttinda og aðrar stéttir
þjóðfélagsins. Gleymum samt aldrei að sam-
tökin eru sá máttur, sem gerði okkur kleyft
að yfirvinna þá örðugleika sem mættu okk-
ur á líðandi ári, við verðum því öll að stuðla
að því af fremsta megni að halda félaginu
ávallt sterku.
Steingr. Pálsson.
um við stofnunina, fara svo heim, pakka
niður og leggja af stað kl. 21 með m.h.
Muggur til Stokkseyrar — til fastalandsins
— njóta þar hvíldar og sólaryls í 3 vikur.
laus við allar áhyggjur hins daglega lífs.
Það var nærri því of gleðilegt, til þess að
geta verið satt, en þó var þetta staðreynd.
Staðgengillinn var kominn og ég átti að
byrja sumarfríið kl. 15. ■—
Tíminn leið fljótt fyrir mér fram að
þeim tíma, því að nóg var að gera við að
ljúka öllu sem mér bar, áður en ég færi.
Stöku sinnum varð mér litið til loftsius, því
einhvern veginn fannst mér varhugavert að
trúa veðurspánni: „hægviðri, bjartviðri“
hvað umhverfi Vestmannaeyja snerti. Útsuð-
ursloftið var eitthvað svo einkennilega blik-
að og hvergi hygg ég að betur sannist hið
fornkveðna spakmæli: ,,Á skammri stundu
skipast veður í lofti,“ en hér í Eyjum. Þessi
útsuðursblika kom mér því til að treysta
ekki allt of vel á, að veður héldist óbreytt til
kvölds.
En hvað um það, ég vonaði að báturinn
færi á tilteknum tíma. Og með þá von í
brjósti, kvaddi ég samstarfsfólk mitt með
virktum og fór heim. Sumarfríið var byrjað
— Húrra —!