Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1949, Page 50

Símablaðið - 01.01.1949, Page 50
18 SlMABLAÐlÐ ^i^arfar ^Áfaffclc oróóon, t/eri l/, : UM FJOLSIMA Strax og síminn haftSi náð nokkurri út- breiðslu í heiminum, varð það hið mesta vandamál, hvernig fá mætti nægjanlega mörg og ódvr langlínusambönd. Loftlínur voru auðvitað fyrstar, en þegar t. d. io eða 12 línur eru komnar á eina stauraröð, þá eru staurarnir orðnir rétt eins og jólatré að sjá, og átök veðursins og þar af leiðandi bilana- hætta orðin mikil. Ennfremur er að sjálf- sögðu dýrt að leggja langar línur með sverum vírum. Deyfing á jarðstrengjum er mikið meiri en á loftlínum, en með mögnurum má bæta úr þvi, og tala eins langar vegalengdir og vera skal. I jarðstrengjunum má hafa gevpilegan línufjölda, en ef um langar vegalengdir er að ræða, þá þarf vírinn að vera mjög gildur, og strengurinn dýr. Af þessum orðum má sjá, að það er ekki nema von, að menn hafi snemma farið að reyna að hafa fleira en eitt samband á hverri línu, og það eru tæki og búnaður til þess, sem kallað hefur verið fjölsími. Fjölsímar geta verið með ýmsu móti, en mörg atriðin eru þó alltaf eins. Undirstöðu- hugmynd fjölsimanna er, að breyta tíðni talsins, hækka hana, og má svo senda þetta

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.