Símablaðið - 01.01.1949, Síða 51
SlMABLAÐIÐ
19
: ■
13"
I 1 -'
1 j Ifi'
I:
Mynd V.
breytta tal eftir ýmis konar línum, eÖa þráÖ-
laust. Á áfangastaÖnum er svo talinu aftur
brevtt, og lækkað í tíðni niður i sína upp-
haflegu mynd. Til þess að hið breytta tal
trufli ekki óbreytta talið, sem fyrir er á lín-
unni, þarf svonefndar siur, sem skilja þá
tóna, sem á línunni eru, að, eftir tíðni þeirra,
þannig, að vanalega talið heyrist á einum
stað á siunni, og hið breytta á öðrum. Þess-
ar breytingar á tíðni talsins gerast í svo-
nefndum mótara. Þar er blandað saman
föstum tón, burðarbylgju, og talinu, og
koma þá fram í þessum mótara, nýir tónar,
og þar á meðal eru tónar, sem eru summan
af fasta tóninum og talinu, og má skilja þá
frá upphaflegu tónunum með sérstökum sí-
um. Burðarbylgjan getur verið af mismun-
anid tíðni, og færist þá talið mis mikið til.
Ef vill, má hafa marga mótara, hvern með
sinni burðarbylgju og hvern fyrir sitt tal-
samband. Þá breytast þessi talsambönd mis
mikið í móturunum. Svo má taka þessi
breyttu sambönd, og magna þau og senda
langar leiðir eftir ýmis konar línum. Á við-
tökustöðinni eru svo afmótarar, þar koma
saman breyttu taltíðnirnar, og burðarbylgjur
af sömu tíðni og burðarbylgjurnar í mótur-
unum, og koma nú enn fram nýir tónar, þar
á meðal mismunurinn á breyttu tónunum og
burðartóninum, en þessir nýju tónar eru ein-
mitt talið, sem byrjað var á. Til þess nú, að
talsamböndin ekki ruglist, er nóg að hafa
síur á eftir móturunum og undan afmótur-
unum, og svo er auðvitað afar áríðandi, að
burðarbylgjur i mótara og samsvarandi
afmótara hafi nákvæmlega sömu tíðni.
Með þessu móti er þá hægt að flytja mörg
talsambönd eftir hverri línu. Hér á landi eru