Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1949, Side 56

Símablaðið - 01.01.1949, Side 56
24 Fluttist Kristinn með þeim, þá 14 ára gam- all. Ári siðar byrjaði hin fyrri heimsstyrjöld, Mun það rót sem þá varð á efnalegum og andlegum högum fólks hafa markað mörg- um unglingi framtíðarspor, einkum í Rvík. Hreyfing kom á fjármagnið, atvinna óx og afkoma fólks varð betri. Kristinn varð snemma liðtækur og dró sig hvergi í hlé. Hann stundaði ýmsa vinnu á sjó og landi, fram til ársins 1918, þá réði hann sig hjá C. Björnæs simaverkstjóra i línuviðgerð uppi í Borgarfirði. Eftir það vann hann hjá Björnæs á sumrum, en við Bæjarsím- ann á vetrum þar til að hann veiktist á miðju sumri árið 1927, norður í Strandasýslu. Varð hann þá að halda heim, og fór ekki út á land eftir það. Mun Björnæs hafa saknað hans, og látið þau orð falla, að þar hefði hann misst einn af sinum beztu mönnum. Kristinn gerðist þá starfsmaður bæjar- síma Rvikur og jafnframt liðsmaður í slökkviliði Rvíkurbæjar. 1 slökkviliðinu starfaði hann, þar til hann slasaðist við brunann i Hafnarstræti 11 fyrir nokkurum árum, en það varð með þeim hætti, að múr- húðun sprakk, og féll í andlit honum, skarst hann mjög í andliti, og bar þess menjar síðan. Fastráðinn línumaður bæjarsímans varð Kristinn árið 1939 og hélt því starfi þar til að hann lézt 20. okt. síðastliðinn. Ég, sem þessar línur rita, og var sam- starfsmaður Kristins um 30 ára skeið, þakka honum margar ánægju- og- gleðistundir og góð og árangursrík handtök í þágu þeirrar stofnunar, sem við helguðum ungir starfs- krafta okkar. Að svo mæltu óska ég þér, Kristinn, góðs gengis á fyrirheitna landinu. Línmnaður. SlMABLAÐIÐ Inntjanfjsorð að « rn ra»ð u ni - Á það hefur lítillega verið drepið, hér í blaðinu, hver nauðsyn væri á því, að opin- ber rekstur væri gagnrýndur, — að borgar- arnir hefði opin augu fyrir því, hvað þar færi aflaga, og léti sig það máli skipta. Þó er það svo, að í raun og veru ríkir fullkomið afskiptaleysi almennings um það, hvernig hinum opinberu fyrirtækjum er stjórnað, og hvernig þar er starfað. Enn eimir eftir af þeirri gömlu villu, -— í of ríkum mæli, — að opinberar stofnanir og stjórnendur þeirra séu hafnar yfir gagn- rýni. Enda hafa forráðamenn opinberra fyrirtækja lengi verið samtaka um það, að snúast af engri blíðu við afskiptasemi og aðfinnslum. Nú er það svo, hér á landi, að með hverju nýju tungli, — og oftar þó — bætist við hinn opinbera rekstur, og ríkisbáknið stækkar. Með hverju árinu sem líður, hafa rikis- stofnanir og íhlutun ríkisvaldsins meiri og meiri áhrif á alla fjárhagsafkomu lands- manna, og af þeim ástæðum er þess meiri og meiri nauðsyn, að almenningur hafi opin augu fyrir því, sem fram fer á þessu sviði og að gagnrýni sé betur vakandi, en verið hefur til þessa. Þetta mál skiptir okkur opinbera starfs- menn alveg sérstaklega. Og veit ég þó, að margur „ábyrgur" mað- ur muni telja, að þá fari skörin að færast upp í bekkinn, ef starfsmennirnir ætla að fara að sýna afskiptasemi, og láta ljós sitt skína. Það skiptir okkur máli. sem þjóðfélags- borgara og launþega. — Að það skipti okk- önnumst kaup og sölu verðbréfa og fasteigna. Garðar Þor§teins§on — Vagn E. Jónsson málflutningsskrifstofa. Vonarstræti 10. — Sími 4400.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.