Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1949, Page 57

Símablaðið - 01.01.1949, Page 57
SlMABLAÐIÐ 25 ur máli sem launþega, höfum vi'ð veriÖ minntir oft á, undanfarna mánuÖi. Sem launþega skiptir það okkur máli, hvort opinber rekstur er þaninn út að nauð- synjalausu, -— jafnvel í þeim eina tilgangi, að veita persónuleg fríðindi, laun og völd, — eða bitling, — eins og við nefnum það. Það skiptir okkur máli, hvort ríkisstofnanir eru reknar af forsjálni eða ekki, — með tapi eða ágóða. Það skiptir okkur máli, —• hvort hlaðið er á þær starfsfólki, án þess fyllsta þörf sé fyrir það, — og hvort hæfni ræður um val þess, eða siðleysi kunningsskaparins. Það hefur sýnt sig, að mest áherzla hefur jafnan verið á það lögð í umræðum á Al- þingi um launabætur til opinberra starfs- manna, hve úá launafúlga hins opinbera væri orðin. Að svo og svo margar miljónir þurfi til að bæta launin, — án alls tillits til þess, hvort hver einstaklingur fær dregið fram lífið á launum sínum. — Þetta sýnir, að okkur opinbera starfsmenn varðar það, , hve víðtækur opinber rekstur er, — og hvernig honum er stjórnað. B. S. R. B. gefur öðru hverju út blað. Það ætti að koma oftar út en það gerir, •—• því fæstar stéttir opinberra starfsmanna eiga málgagn. Og það ætti að vera lífrænna, en það er nú. Það mætti gjarnan eyða minna rúmi und- ir skýrsfur og þingtíðindi, en leggja sig fram um það að stuðla að sparnaði, hagsýni og umbótum í opinberum rekstri, með gagn- rýni og umræðum. Með því mundu þessi félagssamtök skapa nauðsynlegt aðhald og stuðla að betri af- komu hins opinbera, og um leið stuðla að sínum eigin kjarabótum. Símablaðið mun öðru hverju birta í fram- tiðinni greinar, útfrá þessu sjónarmiði. Sextugs- aímæli átti Soffía Thordarson bókari 5. des. s.l. Hún kom í þjónustu Landssimans árið 1908; varð þá talsímakona á ísafirði. Er hún því i hópi elzta starfsfólks stofnunar- innar. Reyndar var hún ekki í þjónustu sím- ans 1912—17 og 1922—1924. Símritari á ísafirði varð hún 1919, og gengdi því starfi þar til hún fluttist til Reykjavíkur 1. marz 1927, og varð símritari við ritsímann þar. Ritsímastjórastarfinu á Isafirði gengdi hún um skeið, árið 1926, og varðstjórastöðu við rítsímann í Reykjavik um margra ára skeið. Árið 1934 fluttist hún á skrifstofu rit- símastjórans i Reykjavík, og hefur unnið þar siðan; fyrst sem skrifari 1. fl. frá I. marz 1935 og bókari frá 1. jan. 1947. Soffía hefur alltaf verið mjög áhugasöm í félagsmálum F. 1. S. og var í fleiri ár gjaldkeri þess. Símablaðið óskar henni til hamingju við þessi tímamót, og þakkar henni ágætt starf í þágu stofnunarinnar og simamannastétt- arinnar. • • 011 alls konar prentmyndagerð fljótt og vel. -— ##./. Æjeiftur Tryggvagötu 28. Sími 5379.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.