Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1949, Page 58

Símablaðið - 01.01.1949, Page 58
26 SlMABLAÐlÐ • r STAÐA RAKVORÐ fVI R TÆKI Ritstjóri SimablaÖsins mæltist til þess vi8 mig, aÖ ég skrifaÖi nokkur or8 um hin ýmsu radió-staðarákvöröunar- og siglinga- tæki, sem nú eru í notkun bæ'ði hér á landi og erlendis. 1 þessu greinarkorni vildi ég rétt nefna og lýsa mjög lauslega sumum þessara tækja, en rétt er að benda á, að ýms kerfi eru tii, og í notkun að einhverju leyti, sem ekki verða nefnd hér. Miðunarstöðvar eru elztar þessara á- halda, og munu flestir lesendur minir kann- ast við þær. Miðunarstöðin er i aðalatriðum viðtæki með sérstöku loftneti, oftast nær rammaloftneti, en aðrar gerðir eru þó til, t. d. svonefnd ADCOCK loftnet. Fyrirkomu/ lag á notkun miðunarstöðva til staðará- kvörðunar getur verið tvenns konar. 1 fyrsta lagi getur stöðin verið í skipi eða flugvél, sem svo ákveður stefnu sína til ýmsra út- varpsstöðva á landi og reiknar svo sjálft út stað sinn. f öðru lagi er miðunarstöðin á landi, og þá biður farstöðin miðunar- stöðina að ákveða stefnu sína frá landstöð- inni, og reiknar svo stað sinn eins og áður. Að sjálfsögðu verður að fá miðun frá fleiri en einni stöð. Hver einstök miðun gefur aðeins eina stefnulinu. Þá er komið að hinum nýrri tækjum. Þar má t. d. byrja í CONCOL-kerfinu. Hér er ekki hægt að fara út í ýtarlega lýs- ingu á þssari þýzk-ensku uppgötvun, en segja eingöngu frá útkomunni: Sérstakar sendistöðvar á landi senda út merki, sem má heyra á vanaleg viðtæki, merki þessi eru punktar, svo samfelld strik, og loks einkennisstafir stöðvarinnar. Með þvi einu að telja punktana, má nú ákveða i hvaða stefnu frá sendistöðinni viðtækið er. Tvær eða fleiri slíkar sendistöðvar þarf til að gera staðarákvörðun, því hver ein stöð gef- ur aðeins eina stefnulínu. Næst mætti þá taka DECCA-kerfið. Til þess að ákveða eina stefnulínu með þeim tækjum, þarf tvær fastar sendistöðvar, senda þær stöðugt, sin á hvorri öldulengd. Viðtæki af sérstakri gerð tekur svo á móti þessutn tveim merkjum samtímis, og mælir fasvik þeirra. Á viðtækinu eru mælar, sem sýna ákveðna tölu eftir þvi hvert þetta fasvik er. Svo eru notuð sérstök landakort, sem á eru prentaðar línur, og eru þær merktar þannig, að saman heyra númerin á línun- um á kortinu, og tölurnar á mælunum. Er þá viðtækið statt einhvers staðar á þeirri línu. Tvennar stöðvar, og tvær slíkar línur þarf auðsjáanlega til að gera staðarákvörð- un. Við LORAN-kerfið eru lika notuð sér- stök kort, með númeruðum linum, en þar senda stöövarnar ekki stöðugt, heldur stutt merki, púlsa, og viðtækið mælir ekki fasa- mun, heldur tímamun milli slíkra púlsa frá tveim stöðvum. Þetta kerfi var notaÖ mik- ið á stríðsárunum, og má sigla eftir því um flest höf heimsins. M. a. er ein stöð úr LORAN-kerfinu hér á landi. Öll þessi kerfi hafa það sameiginlegt, að þau þurfa tvenn tæki: Sendistöðvar sér í lagi, og viðtæki sér í lagi. RADAR-tækin eru aftur á móti alveg sjálfstæð, þar er bæði sendir og viðtæki á sama stað. Allmikið hefur verið skrifað um radar- tæki, og ætla ég því að vera stuttorður um þau, aðeins nefna höfuðatriðin: Sendirinn sendir út stuttan púls, ef nú t. d. land eða skip er framundan loftneti tækisins, þá end- urkastast eitthvað af orkunni, og viðtækið TrúltÞÍunurhringar í miklu úrvali ávallt fyrirliggjandi. KJARTAN ÁSMUNDSSON gullsmiður, Aðalstræti 8.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.