Símablaðið - 01.01.1962, Page 12
Bandalag starfsmanns
ríkis og bæja 20 ára
14. febrúar 1942, fyrir að-
eins 20 árum, komst loks við-
unandi skipulag á samtök op-
inberra starfsmanna með
stofnun B.S.R.B. Að vísu hafði
Samband starfsmanna ríkis-
ins verið stofnað 1919, aðal-
lega af félögum embættis-
manna, en fjöldi sýslana
manna var ófélagsbundinn
allt þar til B.S.R.B. var stofn-
að.
Þessum fyrstu félagssam-
tökum opinberra starfsmanna
varð lítið ágengt I baráttunni
við launalögin, og mátti þar
ekki sízt um kenna þeirri
deyfð, er ríkti hjá flestum
stéttum þeirra. Þó má þakka
þeim, að félagshyggja smá
breiddist út meðal þeirra, og
ýmsum kjarabótum var náð.
Félag ísl. símamanna var
eina félagið í þessum samtök-
um, sem fékk brotið skarð í
múrvegg launalaganna áþessu
tímabili og bætt launakjör til
handa félögum sínum á ýms-
an hátt. Enda hafði það sér-
stöðu um öflugt félagsstarf
og vel skipulagt og átti sitt
eigið málgagn. Enda var það
eitt þeirra félaga, sem átti
þátt í því að efla samtök op-
inberra starfsmanna með
stofnun B.S.R.B. 14. febrúar
1942, en að þvi stóðu þá 14
félög með samtals 1545 fé-
lagsmönnum. Nú eru banda-
lagsfélögin 27 með 4700 íé-
lagsmönnum.
Höfuðviðfangsefni samtak-
anna hafa verið launa- og
Söngæfing
Félagsstarf ið
FJÖLBREYTTARA FÉLAGSLÍF.
Tvö undanfarin ár hefur Símablaðið efnt til eins
konar könnunar um bókmenntaáhuga og þekkingu
lesenda sinna og' veitt rífleg verðlaun i sambandi við
það. Hefur þessi viðleitni gefizt mjög vel og gefið
vísbendingu um það, að stór hópur símafólksins læt-
ur sig fleira skipta en brauðstritið eitt.
I viðræðum um þessa bókmenntakönnun befur
ritstjórnin orðið þess vör, að margir sakna þess og
minnast þeirra tíma, þegar innan okkar félagssam-
taka voru starfaudi söngflokkar og hljómsveitir,
sem skemmtu á samkomum og félagsfundum; þegar
starfandi voru námsflokkar, og tómstundir voru
notaðar til bópferða á skíðum eða til jarðyrkju og
byggingavinnu uppi við Vatnsenda.
Þessar viðræður bafa leitt til þess, að bópur áhuga-
manna á ýunsum þessum sviðum hefur bundizt sam-
tökum um það, að gera félagsstarfsemina fjölbreytt-
ari með því að beina benni að nokkru inn á þessi
S ÍM AB LAÐ IÐ