Símablaðið - 01.01.1962, Síða 13
svið. Hefur það orðið að samkomulagi milli þessara
áhugamanna, að stofna tómstundaklúbb á vegum
Símablaðsins í þessum tilgangi. Verða þar fyrst og
fremst söngmenn og hljóðfæraleikarar, sem foryst-
una hafa, á eftir kunna að koma málfundaklúbbar,
- lestrarklúbbar, sem ræða íslenzkar bókmenntir,
bókbandsklúbbar o. s. frv.
Starfsemi slíkra ldúbba eða hringa tíðkast mjög
innan félagssamtaka starfsfólks pósts og síma í
Sviþjóð, og gefst vel. Er það síður en svo, að bún
dragi á nokkurn liátt úr vöku samtakanna á sviði
hagsmunamálanna. En yfir félagsstarfinu ríkir meiri
menningarbragur, en minni lágkúruháttur.
Símablaðið væntir þess, að allir þeir, sem eitt-
hvað geta lagt af mörkum, leggi sinn skerf fram,
til að koma þeim svip á félagsstarf okkar og gera
þar með félagana samhentari í hinni óumflýjan-
legu haráttu fyrir hættum kjörum, og þá um leið
verðugri þess að fá þau.
En undir því er kominn árangur þessarar við-
leitni, að sem fæstir þeirra, sem leitað verður til,
skerist úr leik.
NÁMSKEIÐ I RÆÐUMENNSKU.
Hannes Jónsson félagsmálafræðingur hefur und-
anfarið haldið námskeið í ræðumennsku fyrir fé-
lagsdeild símvirkja. Hefur það verið allvel sótt.
Hafa farið þar fram rökræður um ýms mál, — og'
jafnframt kennd fundarstjórn. Á þessu námskeiði
liafa ýmsir ungir símamenn stigið fyrstu sporin upp
í ræðustólinn og yfirunnið feimnina við hann. Hefur
Simablaðið sannfrétt, að margir góðir ræðumenn
liafi komið þar í leitir, — eftir að hin almenna ræðu-
mennskufeimni var horfin.
Er þess að vænta, að þessum æfingum verði hald-
ið áfram innan vébanda F.I.S., og munu þátttak-
endur hafa hug á því. Símablaðið mun stvðja þessa
viðleitni eftir mætti.
☆
☆
Talæfing.
kjaramál opinberra starfs-
manna, og hafa stjórnarvöld-
in frá upphafi viðurkennt
B.S.R.B. sem viðræðuaðila um
kjaramál starfsmanna ríkis
og bæja.
Frá stofnun B.S.R.B. hefur
það verið eitt af áhugamálum
þess, að opinberir starfs-
menn öðlist samningsrétt um
kaup og kjör til jafns við
aðrar launastéttir, og að a.f-
numin verði lög frá 1915, ei
banna verkfall opinberra
starfsmanna, að viðlagðri
refsingu.
Segja má, að fyrsta við-
fangsefni bandalagsins hafi
verið að beita sér fyrir end-
urskoðun laga um lífeyris-
sjóði, og voru ný lifeyrissjóðs-
lög sett á árinu 1943. Ákvæð-
in um eftirlaun ríkisstarfs-
manna voru þá orðin mjög úr-
elt. Þágildandi lífeyrissjóðslög
voru frá 1919.
Síðan hefur af hálfu sam-
takanna verið unnið að því að
fá framgengt margvislegum
kjarabótum til handa opinber-
SÍ M AB LAÐIÐ