Símablaðið - 01.01.1962, Page 22
Árni Árnason, ritsímavarð-
stjóri í Vestmannaeyjum, lét
af starfi sinu 1. des. s.l. eftir
40 ára símritarastarf.
Snorri Lárusson, fulltrúi á
aðalskrifstofunni, sagði lausri
stöðu sinni frá 1. jan. s.l., og
vinnur nú á skrifstofu sonar
síns, Sveins lögfræðings.
Allir hafa þessir félagar
komið mikið við sögu F.Í.S.,
og oft á tíðum haft mörg trún-
aðarstörf á hendi fyrir fé-
lagið.
Fylgja þeim því þakkir og
framtíðaróskir frá starfssyst-
kinum þeirra og félögum.
hundrað, og eru þar á meðal flest hinna stærri sam-
taka launþega og atvinnurekenda, auk margra fyrir-
tækja og stofnana.
Eins og áður er sagt ætlar félagið að láta hvers
konar hagsýslu, hagræðingu og stjórnun til sín taka.
Hefur það á stefnuskrá sinni að efla áhuga manna á
þessum málum og hyggst vinna að því á sem breið-
ustum grundvelli m. a. með fundahöldum, námskeið-
um og útgáfustarfsemi.
Hér á landi sem annars staðar liafa orðið stórstig-
ar tæknilegar framfarir, sem hafa gjörbreytt atvinnu-
háttum landsmanna á fáum áratugum. Fyrirtækin
hafa stækkað, verkaskiptingin hefur aukizt og hefur
það valdið því, að mörg ný vandamál hafa skotið
upp kollinum í rekstri fyrirtækja og þörfin fyrir að
gefa þessum málum gaum orðið æ brýnni.
Þótt segja megi að hagræðingarstarfsemi sé ekki
ný af nálinni, þá er það ekki fyrr en í lok síðustu ald-
ar, sem farið er að vinna skipulega að þeim málum.
Urðu Bandaríkjam. fyrstir til þess að taka upp þessa
starfsemi, en í Evrópu byrjar liún 20—30 árum síðar.
Mætti nefna nöfn ýmsra brautryðjenda, er gert hafa
merkilegar athuganir á þessu sviði og mótað þessi
fræði. Skal hér aðeins nefndur einn, handaríski verk-
fræðingurinn F. W. Taylor (1856—1915), sem oft
hefur verið nefndur faðir vísindalegrar stjórnunar.
Á síðustu áratugum hefur þróunin orðið mjög ör
á þessu sviði, þannig að nú eru þessi fræði orðin all
umfangsmikil fræðigrein.
I mörgum löndum eru starfandi félög hliðstæð SFÍ
og hafa þau myndað með sér samtök er nefnast
Comité International de l’Organisation Scientifique
— skammstafað CIOS — (Alþjóðanefnd vísindalegra
stjónunarmála) og liafa þau aðalaðsetur í Genf í Sviss.
Tilgangur ])essara samtaka er, eins og hinna einstöku
stjórnunarfélaga, að stuðla að aukinni framleiðni og
þar með bættum lifskjörum. Samtökin halda öðru
hvoru alþjóðaþing, þar sem fjallað er um ýmis mark-
verðustu mál á sviði stjórnunar- og efnahagsmála,
sem efst eru á baugi liverju sinni.
SFl hefur þegar gerzt aðili að CIOS, en í samtökun-
um eru nú yfir 30 lönd í öllum álfum heims.
BÍ M AB LAÐ IÐ