Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 23

Símablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 23
Á þessu fyrsta starfsári hefur Stjórnunarfélag ís- lands unnið að ýmsum verkefnum og skal drepið á þau helztu: Á síðastliðnu vori gekkst félagið fyrir stuttu nám- skeiði, er f jallaði um vinnueinföldun og lækkun fram- leiðslukostnaðar. Fyrirlesari á því námskeiði var þekktur bandarískur hagsýsluráðunautur, Donald F. Lane að nafni. Dagana 31. ágúst til 2. september hélt félagið ráð- stefnu um stjórnunarmál að Bifröst i Borgarfirði. Sóttu liana um sjötíu manns. Voru þar rædd ýmis vandamál á sviði framkvæmdastjórnar og hagræð- ingar. Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, flutti erindi um menntun almennt í sambandi við stjórnun og hugsanlegt fyrirkomulag slíkrar menntunar hér á landi. Erlendur fyrirlesari, dr. Harold Wliitehead frá Eng- landi, flutti erindi er fjallaði um ýmis framkvæmda- og skipulagsvandamál í rekstri fyrirtækja. Mörg fleiri erindi voru flutt á ráðstefnunni. Sex umræðuhópar störfuðu á ráðstefnunni og tóku þeir til umræðu ýmis sérmál. Þá voru og samþykktar ýmsar ályktanir, þar sem vakin var athygli á nokkr- um verkefnum, sem nauðsynlegt var talið að unnið yrði að á næstunni. Seint á árinu hófst svo námskeið, sem helgað er vinnurannsóknum. Námslteiðið, sem er í þrem áföng- um, er haldið á vegum Iðnaðarmálastofnunar Islands í samráði við SFÍ. Ég vil skjóta því hér inn, að Iðn- aðarmálastofnunin hefur haft náið samstarf við Stjórnunarfélagið, enda hefur hún unnið að því um nokkurra ára skeið, að efla áhuga manna hér á landi fyrir stjórnunarmálum og hagræðingu almennt með margháttaðri fræðslu- og leiðbeiningarstarfsemi. Að- alleiðbeinandi á þessu námskeiði var Arthur Eide verkfræðingur Iijá norska hagræðingarfirmanu In- dustrikonsulent A/S, sem margir munu kannast við. Hafa margir aðilar hér á landi, einkum opinberar stofnanir, notið aðstoðar þess, þeirra á meðal Póst- ur og sími. Auk þess, sem þegar liefur verið nefnt, hefur SFl Skipað í stöður Ársæll Magnússcn og Bjarni Ólafsson skipaðir fulltrúar í símtæknideild. Ársœll Magnússon, f. 13. 10. 1928. Byrjar hjá Landssíman- um í júní 1947 og vann á vikukaupi þar til 1. október 1953, að hann hætti störfum. Kom aftur 1. október 1954 og var þá skipaður línumaður. Frá 1. janúar 1958 var hann skipaður línuverkstjóri og frá 1. júní 1961 er hann skipaður fulltrúi 1. stigs hjá símtækni- deild. Bjarni Ólafsson hóf starf sem tengingamaður hjá Land- símanum í júni 1946. Hann SÍ M AB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.