Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 4
DAGBLÖÐIN OG VERKFALL B.S.R.B.
Það var mjög lærdómsríkt fyrir okkur opinbera starfsmenn að fylgjast með skrifum
sumra Reykjavíkurdagblaðanna meðan á verkfalli BSRB stóð.
Þessi blöð virtust leggja á það ofurkapp, meðan á verkfallinu stóð, að sverta opin-
bera starfsmenn í augum lesenda sinna. Voru sum þessara skrifa með slíkum ólíkind
um, að ég tel að BSRB ætti að íhuga í fullri alvöru á hvern hátt draga megi úr því þekk-
ingarleysi, sem þessi blöð og þeir sem í þau skrifa, virðast hafa á störfum opinberra
starfsmanna og kjörum þeirra.
Á þessum blöðum var að skilja, að enginn teljandi munur væri á launum opinberra
starfsmanna. og annara starfshópa, sem vinna svipuð störf á hinum svokallaða frjálsa
vinnumarkaði. Þessu var haldið fram þrátt fyrir það, að Hagstofa íslands sýndi fram á
að launamismunurinn væri allt að 70% opinberum starfsmönnum í óhag.
Eitt þessara dagblaða sagði þó samt: „Á hitt er að líta, að opinberir starfsmenn
gjalda þess sennilega enn í samhandi við aðra, að forystumenn þeirra gengu að skyn-
samlegum og hófsömum samningum fyrir tæpum fjórum árum og skírskotuðu þá rétti-
lega til efnahagsástandsins.“
Þá var mikilli prentsvertu eitt í að gera úlfalda úr mýflugu varðandi nokkur
ágreiningsmál, sem upp komu á milli Kjaradeilunefndar og BSRB. Leitast var við að
kenna þeim síðarnefndu þar eingöngu um og þeir jafnvel sakaðir um lögbrot.
Það er athyglisvert, að á meðan þessi bl'ið héldu uppi áróðri sínum gegn opinberum
starfsmönnum, sendi stjóm Blaðamannafélags fslands frá sér ályktun, þar sem lýst var
yfir fyllsta stuðningi við kaupkröfur fréttamanna ríkisfjölmiðlanna. f þessari ályktun
segir: „Störf fréttamanna og blaðamanna hafa mörg undanfarin ár verið stórlega van-
metin og verði ekki veruleg hækkun á kjörum fólks, sem þessi störf vinnur, er veru-
leg ástæða til að óttast um bæði áreiðanleik og gæði íslenskrar blaðamennsku.“
Ef dæma má af skrifum sumra Reykavíkurblaðanna um opinbera starfsmenn með-
an á verkfallinu stóð, þá sýnist manni þessi ótti Blaðamannafélags íslands ekki með öllu
ástæðulaus.
Það er að sjálfsögðu erfitt um að dæma hvað’ víðtæk áhrif þessi áróður blaðanna
gegn opinberum starfsmönnum hefur haft. Þegar verkfall BSRB var til umræðu á Al-
þingi, varð sumum þingmönnum svo heitt í hamsi, að þeir vildu jafnvel láta taka verk-
fallsréttinn af opinberum starfsmönnum og höfðu þar stór orð um.
Þessir þingmenn voru þó í minnihluta. Aðrir þingmenn mæltu af hógværð og raun-
sæi um þessi mál, einn þeirra var utanríkisráðherrann, Einar Ágústsson, en hann sagði
meðal annars:
„Mig langar til að benda á, að hér er, eins og margsinnis hefur verið bent á, um
frumraun að ræða í verkfallsmálum opinberra starfsmanna og ég hygg að við þurfum
ekki að undrast það þó nokkur ágreiningsatriði hafa komið fram í framkvæmd slíks
verkfalls, sem er eins og ég áðan sagði alger frumraun hér og satt að segja kalla ég
það hreint ekki illa sloppið, að það skulu þó ekki vera nema sex atriði sem komið hafa
fram í þessari viku sem verkfallið hefur staðið, sem deilan stendur um, enda hygg ég
það hljóti að vera keppikefli forystumanna BSRB, að þetta verkfall fari vel úr hendi.“
H. H.
SÍMABLAÐIÐ