Símablaðið - 01.12.1977, Page 31
— Jú, sérstaklega er ritmálið erfitt. Eft-
ir um fimm mánaða nám fór ég að skilja
málið nokkuð og nú get ég haldið uppi
samræðum sæmilega.
— Hvernig var frístundunum varið?
Á sunnudögum er frí í skólanum og er
þá oft farið í skemmtigarðana, eða að
Sumarhöllin er skoðuð. Við máttum fara
um miðborgina eins og okkur lysti, en út-
lendingum var bannað að fara í úthverfin.
Þá skoðuðum við Kínamúrinn, en hann er
stórkostlegt mannvirki.
Okkur var oft boðið í leikihús borg-
arinnar og vorum við þá keyrð fram og til
baka í rútum.
Á íþróttavelli skólans var sett upp stórt
kvikmyndatjald og þar voru sýndar kín-
verskar kvikmyndir einu sinni í viku. Það
kostaði okkur ekkert að fara í þetta
útibíó, en allir þurftu að koma með stóla
með sér á sýningarnar.
í hverri heimavistarblokk var sjónvarp,
svart-hvítt, en í félagsheimilinu var lit-
sjónvarp. Aðeins einn sími var í= hverri
blokk og var hann hjá húsverði.
— Urðu ekki miklir jarðskjálftar í Pek-
ing þegar þú varst þar?
—■ Jú, miklir jarðskjálftar urðu þar í
nóvembermánuði. Ég var þá stödd í heima-
vistinni og var að koma heim af leiksýn-
ingu. Ég var einsömul í herbergi mínu á
fjórðu hæð og húsið gekk allt í bylgjum.
Ég hljóp fram á gang en þar var svo
margt fólk fyrir að ég komst ekki niður
stigann. Ég sneri því við og fór aftur inn
í herbergið mitt og lagði mig og sofnaði
en þá var versta hrinan gengin yfir. Ef til
vill gerði ég mér ekki grein fyrir hvað
þetta var alvarlegt. Kínverjar héldu sínu
jafnaðargeði í þessum hamförum, sumir
útlendingarnir urðu all-skelkaðir, en í
skólanum var fólk frá flestum löndum.
— Hvernig fannst þér maturinn og ertu
farin að borða með prjónum?
— Mér fannst maturinn afar góður og
ég komst fljótt upp á lagið með að borða
með prjónum, enda matreiða Kínverjar
mikið í smábitum. Ég kom heim með
prjóna og nota þá óspart heima, núorðið
Ásta á járnbrautarstööinni í Peking aö leggja
uvp í hina löngu ferö lieim, á hœkjum.
finnst mér þægilegra að nota þá en hnífa
pörin okkar.
— Ég hefi heyrt að þú hafir komið heim
á hækjum.
— Já, það er rétt, ég keypti mér hjól í
Kína og rétt áður en ég kom heim, var
ég að hjóla eftir einni götu Pekingborgar.
Skyndilega kom vörubíll á mikilli ferð
beiint á móti mér og til að forða árekstri
varð ég að taka krappa beygju, en þá lenti
ég í árekstri við kínverskan hjólreiða-
mann.
Ég staulaðist á fætur og eftir að þeir,
sem áttu þarna leið hjá, höfðu hjálpað mér
að rétta pedalann á hjólinu, þá hjólaði ég
heim.
Næsta morgun var hægri öklinn orðinn
mjög bólginn, Ég fór þá til læknis. Hann
taldi að ég hefði bara tognað og sendi mig
heim. En þegar líða tók á daginn, þá fór
mér að líða ver og ver í fætinum og var ég
þá send í myndatöku. Kom þá í ljós, að
ég var brotin um ristina. Ég var sett í
gips og mér fengnar hækjur til að staulast
á.
— Hvernig gekk ferðin heim til fslands?
— Vel, skólafélagar mínir hjálpuðu mér
með farangurinn þegar ég hélt frá Peking.
Ég fór með járnbrautarlest til Moskvu og
þaðan til Austur-Berlínar og Kaupmanna-
hafnar, tók sú ferð ellefu daga fyrir utan
skamma dvöl í Moskvu og Kaupmanna-
höfn.
— Hvað tekur nú við?
— Ég fer aftur til Kína nú á næstunni
og mun stunda háskólanám í sögu og fer
þá allt námið fram á Kínversku, en þetta
sögunám mun taka þrjú ár.
SÍMABLAÐIÐ