Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 19
Ræða
Asu Tkeodórs
Flutt á Þingvöllum
Fyrsta starfsfólkiö á simstööinni á Isafirði,
Ása Theodórs, Ottó B. Arnar og Soffía Thord-
arson.
Mig langar að rifja upp mín fyrstu
kynni af Landssíma íslands. Sumarið 1908
var ég í heimsókn hér í Reykjavík hjá
elskulegu vinafólki fjölskyldu minnar, sem
bjó í Tjarnargötu 32 (Ráðherrabústaður-
inn).
Seinnipart sumars er auglýst eftir tveim-
ur stúlkum til starfa við símstöðina á ísa-
firði, en þá var verið að fullgera línuna
yfir Djúpið til ísafjarðar.
í auglýsingunni stóð, að umsækjandi
þyrfti að láta fylgja með umsókn sinni
siðferðisvottorð frá sóknarpresti.
Ég var kvött til að sækja um starfið, en
þar sem minn sálusorgari, Þorvaldur Jóns-
son prófastur, var vestur á ísafirði, var
vonlaust að bréf hans kæmi fyrir þann
tima sem skila átti inn umsóknum.
Þá segir blessaður húsbóndinn (Hannes
Hafstein ráðherra): „Ég skrifa þetta vott-
orð, ég er búinn að þekkja Ásu síðan hún
var sex ára, ég vona að mitt vottorð verði
tekið gilt.“
Svo fór ég með vottorðið upp á vasann
til dr. Björns Bjarnasonar frá Viðfirði, en
hann var kennari minn í 'þrjá vetur í
barnaskólanum á ísafirði og einn vetur við
framhaldsskóla. Hjá honum skrifaði ég
umsóknina og eftir nokkra daga kom svo
bréf, þar sem mér var tilkynnt að ég yrði
ráðin.
Þvílík gleði, að eiga von á fastri vinnu.
Þess má geta að hin stúlkan sem ráðin
var um leið og ég var Soffia T'hordarson.
Um miðjan september fór ég svo heim
til ísafjarðar. Þá var kominn þangað Magn-
ús Thorberg, sem var fyrsti stöðvarstjórinn
á símstöðinni á ísafirði. Svo leið að því að
lögð var síðasta hönd á að „monterá“ og
ákveðið var að opna stöðina 23. september
kl. 12 á hádegi og átti sýslumaðurinn,
Magnús Törfason að tala við ráðherrann,
Hannes Hafstein.
Fyrstu mánuðina, sem stöðin starfaði,
var þar norskur „telegrafist“, sem hét
Midtum og var ég á vakt með honum, en
Soffía var á vakt með Magnúsi Thorberg.
Við áttum strax að reyna að morsa og það
var settur lykill inn í telefonherbergið og
svo áttum við, þegar tími gafst til, að æfa
okkur á lykilinn og helst að koma líka á
frívöktum stundarkorn og æfa okkur. Þrjá
mánuði unnum við Soffía alveg kauplaust
og ég held að það hafi þótt sjálfsagt.
Norski telegrafistinn var aðeins nokkra
mánuði og eftir það var Magnús einn og
það var gefið að hann gat ekki verið allan
daginn án þess að taka sér frí smástund
öðru hverju. Ef kallað var á ís., þurfti sú
sem var á vakt við skrifborðið, að standa
upp, hlaupa inn í næsta herbergi þar sem
,,graffinn“ var og morsa „v.l.“, sem þýddi
„vendt lidt.“
Ég var ekki búin að vera margar vikur
þegar Magnús Thorberg kenndi mér að
taka veðrið. Fara út að staur og lesa á hita-
mælirinn, líta til hafs eftir skýjafari, at-
huga vindhraða og svo inn til að lesa á
barógrafinn. Þá var að útbúa veðurskeytið
og senda það til Reykjavíkur klukkan sex
að morgni.
Nú liðu árin hvert öðru lík, en árið 1913
vantaði símritara til Siglufjarðar og Direk-
törinn (Landssímastjórinn Olav Forberg)
SÍMABLAOIÐ 45