Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 22
að greiða iðgjöld 20 ára verður þannig við
65 ára aldur 75% af launum (60% -j- 1%
í 15 ár) og þegar hann verður 75 ára 85%
af launum (2% í 5 ár).
Þeir starfsmenn, sem voru orðnir sjóð-
félagar 11. maí 1955 geta valið á milli
þessa og 95 ára reglunnar eins og áður
segir. Með henni kaupa starfsmenn sér rétt
til að láta af störfum með árlegum ellilíf-
eyri úr sjóðnum innan við 65 ára aldur,
eða þegar aldur þeirra og iðgjaldagreiðslu-
tíma nemur 95 árum. Ég held að allir síma-
menn, sem átt hafa þess kost, hafi fram að
þessu valið 95 ára regluna og sýnir það
algjört þekkingarleysi á lögunum. Það er
hægt að telja þá starfsmenn okkar á fingr-
um annarrar handar, sem hafa notfært sér
réttinn, sem þeir hafa keypt, og hætt
störfum á aldrinum 57 til 64 ára. Allir hin-
ir hafa eytt fé algjörlega að þarflausu,
misjafnlega miklu þó. Maður sem greiðir
í 37% ár og má þá 'hætta með árlegum
ellilífeyri 5714 árs gamall (3714+5714 =
95) greiðir fyrir það rúmar 50 þúsund kr.
auk vaxta, miðað við 14 þúsund króna
mánaðarlaun. Maður, sem greiðir í 33 ár
og má þannig hætta 62 ára, greiðir fyrir
það, af sömu launum, rúmar 20 þúsund
krónur auk vaxta. Þetta er gott og blessað
fyrir þá, sem hafa hætt störfum og þegið
ellilífeyri allt eftir áunnum réttindum.
Hinir, sem haldið hafa áfram störfum
fram yfir 65 ára aldur og hafa greitt sam-
kvæmt 95 ára reglunni, hafa tapað á því
fé að þarflausu. Hversu margir s'kyldu þeir
vera starfandi hjá stofnun okkar en:n í
dag?
Það er hins vegar ekki of seint fyrir 64
ára gamlan sjóðfélaga, sem greitt hefur
iðgjöld lengur en í 30 ár að tilkynna líf-
eyrissjóðnum að hann ætli ekki að greiðá
samkvæmt 95 ára reglunni og að hann óski
að fá endurgreidd iðgjöld, sem hann hefur
greitt umfram í 30 ár. Þannig getur 60 ára
gamall sjóðfélagi, sem hefir greitt iðgjöld
í 35 ár, beðið enn í 3 til 4 ár með að taka
ákvörðun um hvort hann ætli að gheiða
eftir 95 ára reglunni eða ekki. Það er hugs-
anlegt að einhverjir haldi að þeir ávinni
sér hærri ellilífeyrir með 95 ára reglunni,
en það er hreinn misskilningur, hann verð-
ur hinn sami, hvora leiðina sem þeir velja.
Tökum tvö dæmi til samanburðar:
1. Starfsmaður hefur gerzt sjóðfélagi 20
ára gamall. Almenna reglan: Eins og
sýnt var hér að framan nemur ellilíf-
eyrir hans 75% af launum, þegar hann
verður 65 ára og 85% af launum, þegar
hann verður 70 ára að aldri.
95 ára reglan: Hann greiðir í 3714 ár
eða þar til aldur hans er 5714 ár (3714
-|- 5714 = 95). Þá hefur hann öðlazt
rétt til að láta af störfum með 60%
ellilífeyri.
Eftir það bætist við 2% fyrir hvert
starfsár og nemur ellilífeyririnn því
75% af launum, þegar hann verður 65
ára og 85% af launum, þegar hann
verður 70 ára.
2. Starfsmaður hefur gerzt sjóðfélagi 30
ára gamall. Almenna reglan: Hann
greiðir í 30 ár og hættir þá greiðslu,
60 ára gamall. Hann bætir við sig 1%
á ári til 65 ára aldurs. Þá öðlast hann
rétt til að láta af störfum og fá elli-
lífeyri er nemur 65% af launum. Eftir
það bætir hann við sig 2% á ári og nem-
uh ellilífeyririnn þá 75% af launum,
þegar hann verður 70 ára.
95 ára reglan: Hann greiðir í 3214 ár
eða þar til aldur hans er 6214 ár (3214
+ 6214 = 95). Þá hefur hann öðlazt
rétt til að láta af störfum með 60% elli-
lífeyri.
Eftir það bætast 2% við fyrir hvert
starfsár og nemur hann því 65.% af
launum þegar hann verður 65 ára og
75% af launum, þegar hann verður 70
ára.
Að lokum skal athygli vakin á því að
upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af
þeim launum, sem á hverjum tíma fylgja
starfi því, sem sjóðfélaginn gegndi síðast.
SIMABLAÐIÐ