Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 6
ÞORSTEINN OSKARSSON:
5TÖRFIN AÐ BAKI
AÐALKJARASAMNINGS
Sunnudaginn 13. nóvember voru birt
úrslit í kosningum ríkisstarfsmannafélaga
um aðalkjarasamning.
Atkvæði greiddu
Já sögðu
Nei sögðu
Auðir seðlar
Ógildir seðlar
6095 eða 67,7%
4601 eða 75,5%
1155 eða 19,0%
330 eða 5,4%
9 eða 0,1%
Þar með var aðalkjarasamningur endan-
lega staðfestur. Áður hafði samninganefnd
B.S.R.B. samþykkt að aflýsa verkfalli 25.
október.
Sunnudagurinn 13. nóvember voru liðn-
ir tæplega sjö og hálfur mánuður frá því að
kröfugerðin var afhent fjármálaráðherra
en það var 31. mars.
ANNÁLL
Hér á eftir fer annáll helstu viðburða frá
því kröfugerð var lögð fram og þar til hún
var samþykkt:
22. apríl: Fyrsti viðræðufundur var hald-
inn við samninganefnd ríkisins.
30. apríl: Lögð fram krafa um sérkjara-
samning F.Í.S.
5. til 16. maí: Kynningarfundir á kröfugerð
B.S.R.B. voru haldnir á yfir 30 stöðum
á landinu.
31. mai: Sáttasemjari boðaði til sáttafund-
ar. Fundi frestað um 2 daga sennilega
vegna þess að gagntilboð lá ekki fyrir
frá ríkinu.
2. júní: Samkomulag varð um frest á við-
ræðum þar til um miðjan ágúst og að
tíminn yrði notaður til upplýsingaöflun-
ar um raunverulegar launatekjur í ýms-
um starfsgreinum hjá ríkinu, bönkunum
og á almennum vinnumarkaði. Einnig
var samkomulag um að samningur gilti
frá 1 júlí 1977.
32
21. ágúst: Samningaviðræður B.S.R.B. og
ríkisins hófust á ný.
23. ágúst: Á sáttafundi kom fram gagntil-
tilboð ríkisins er gerði ráð fyrir 7 Vi %
launahækkun 1. júlí, 2 Vz % til sérkjara-
samninga félaga og 4 sinnum 3% áfanga-
hækkanir til 1. júlí 1979.
24. ágúst: Samninganefnd B.S.R.B. fundaði
og taldi gagntilboð ríkisins ófullnægj-
andi og gerði þá tillögu að nú þegar hæf-
ust undir stjórn sáttanefndar viðræður
um kröfugerð B.S.R.B. Eftir þetta hófst
hálfsmánaðar viðræðulota í Lögbergi
(lagadeild Háskólans).
5. sept.: Samþykkt einróma á sameigin-
legum fundi stjórnar og samninganefnd-
ar B.S.R.B. að boða til verkfalls frá og
með 26. september (með fresti þýðir það
11. október).
9. sept.: Samkomulag undirritað hjá 5
sveitarfélögum á Reykjarnesi um aðra
liði kröfugerðar en launastiga.
21. sept.: Sáttatillaga lögð fram af sátta-
nefnd.
SIMABLAÐIÐ