Freyr - 01.12.1954, Page 8
356
FREYR
Hins vegar eigum við auðvelt með að skilja, hversu jólahátíðin var
kœrkomin tilbreyting í fásinninu. Hvílík uppspretta Ijóss og yls hún
hefur verið því í einangrun og myrkri skammdegisins. Hvílík hátíða-
stund það hefur verið því, er þau gengu í garð. Hvernig Ijósið hefur þá
lýst því í myrkrinu og kallað fram allt það göfugasta, sem í mannssál-
inni býr. Sést þetta hvað bezt á því, að sjálfsagt þótti að gera allt til
þess, að bœrinn gœti verið baðaður birtu á jólunum, þótt Ijósmetið vœri
annars af svo skornum skammti, að ekki þœtti unnt þar fyrir utan að
bera Ijós í hús, nema á blá-vökunni, og þá oft svo ófullnœgjandi, að
sjálfsagt myndi okkur finnast við geta unnið fátt við þá birtu. En svo
heilög og björt var birtan, sem jólin kölluðu fram í hjörtum fólksins,
að hún varð að fá endurskin í hinu ytra umhverfi, hvað svo sem það
kostaði. Þannig hafa jólin verið þjóðinni um aldaraðir það Ijósið, sem
skín i myrkrinu.
Miklar hafa breytingarnar orðið með þjóð okkar núna á skömmum
tíma, og ólík þau kjör, sem við eigum við að búa þeim kjörum, sem
jafnvel feður okkar og mœður ólust upp við. Vissulega er náttúrufari
landsins svipað farið og áður. Skammdegið er hið sama, en það má nú
svo heita, að myrkrið og kuldinn sé horfið á burt úr bcenum, hvað sem
öllu skammdegi líður og það jafnvel .þótt hann standi einn og afskekkt-
ur upp til heiða.
Nú eru því jólin, sem áður máttu heita eina tilbreytingin og eini Ijós-
gjafinn í svartasta skammdeginu, hœtt að fœra okkur eins kœrkomna
og ég vil segja lífsnauðsynlega tilbreytingu í fásinninu og forfeðrum
okkar. — En þrátt fyrir það hafa þau okkur sama háleita boðskapinn
að flytja — eru okkur sama Ijósið í myrkrinu. Enn þá megna þau að
kalla fram sömu Ijósþrána í brjósti hins óspillta manns. Enn þá gera
þau þá kröfu til okkar, að við höfum allt baðað birtu í kringum okkur
frekar en endranœr. Enn þá kalla þau fram göfugustu hugsanirnar og
tilfinningarnar í sálum okkar, þegar við sjáum það fegursta í fari með-
systkina okkar, og við skiljum, að það er kærleikurinn, sem á að ríkja
í allri sambúð okkar mannanna. — Ætti þetta ekki að kenna okkur, að
áhrif jólanna þurfi að vara lengur í lífi okkar en þessa fáu daga, sem
við höldum jól?
Með þeirri ósk, að hið heilaga jólaljós, sem megnað hefur svo blessun-
arlega að lýsa þjóð okkar í gegnum myrkur liðinna alda, megi halda
áfram að bera birtu friðar og kœrleika inn í líf og störf hennar í fram-
tíðinni, bið ég algóðan Guð að gefa okkur öllum Gl e ðil e g j ól.
KRISTJÁN BJARNASON Reynivöllum.