Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1954, Blaðsíða 12

Freyr - 01.12.1954, Blaðsíða 12
360 FR áYR Séð úr buri þvert yfir bœjardyr og inn i skála. Hvorar tveggju dyrnar eru bogadregnar að ofan, og á það sinn þátt i að bregða miðaldalegum svip yfir hitsið. Ljósmynd: Gisli Gestsson. svo sem til samfylgdar hinum góðu mynd- um, sem hér eru birtar. Kjarninn í gamla Keldnabænum er hinn svonefndi skáli, sem er langhús og snýr frá austri til vesturs með dyr móti suðri, bæj- ardyraþil fyrir miðjum vegg. Fyrir austan hann og sambyggð honum eru svo fjögur lítil hús, sem snúa öfugt við hann með stafna fram á hlað að seinni tíma hætti. Þau eru litlaskemma, stóraskemma, smiöja og hjallur. Þessi fjögur hús eru afar ramm- byggileg eins og allt á Keldum, en annars eru þau ekki mikið frábrugðin fjölda því- líkra húsa frá seinni tímum, gera þó sitt til að setja svip á staðinn. í bók sinni um Keldur hefur Vigfús Guðmundsson gert ít- arlega grein fyrir notkun allra þessara húsa í tíð föður hans, gamla Guðmundar Brynj- ólfssonar, er lengst bjó á Keldum. Var allt slíkt og lengi síðan í ákaflega föstum skorð- um. Sunnan við skálann er nú baðstofubygg- ing vönduð og snýr þvert á hann eins og skemmurnar. Hana lét Skúli Guðmundsson eða móðir hans smíða 1891, en áður höfðu þar á sama stað verið baðstofuhús síðan á fyrstu áratugum 19. aldar. Fyrir þann tíma hafði baðstofa verið fyrir aftan skálann og snúið eins og hann, göng í hana frá bæj- ardyrum. Þeirri baðstofu var breytt í eld- hús, þegar baðstofan var byggð sunnan við skálann, en fyrir þann tíma hafði verið úti- eldhús sunnan við bæ. Eldhúsið að baki skálans, sem eitt sinn var baðstofa, stend- ur enn sem partur af gamla bænum, og eru þar hlóðir miklar og frá þeim undirblást- ur, sem liggur fram eftir göngum undir gólfi og opnast fram í bæjardyr. Skálabyggingin á Keldum, langhúsið sjálft, er með öllu og öllu 13,6 m að lengd, en skiptist með tveimur þverþiljum í þrennt, bæjardyr í miðju, búr austast (til hægri) og skála vestast (til vinstri). Breidd- in er um 3,5 m. í skálanum er moldargólf, en viðir ákaflega sterklegir og fornlegir, stafir feiknagildir og syllur breiðar með fornlegu striki og grópum, sem þiljur hafa verið felldar í, en vantar nú. í þaki eru viða- miklar sperrur og bitar undir lofti, lang- bönd stölluð ofan í sperrurnar og reisifjöl á. Utan yfir reisifjölinni er hella, síðan torf og snidda, og er þakið geysiþykkt frá upp- hafi, en hefur enn þykknað af áfoki. Á bit- um liggja lausleg borð og mynda loft yfir skálanum. Þar er nú til beggja hliða raðað kistum, og er björgulegt að líta inn eftir loftinu. í bæjardyrum er hellugólf svo sem oftast var, dyr bogadregnar að ofan inn í búr og skála, en yfir dyrunum er örlítið bæjar- dyraloft, með skarsúð og glugga fram á

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.