Freyr - 01.12.1954, Page 18
366
FREYR
GUNNLAUGUR BJÖRNSSON:
<g)£tma d 5)óíttm
Kristján Karlsson og frú hans buðu
Skagfirðingum og ýmsum utanhéraðsmönn-
um heim að Hólum laugardaginn 16. októ-
ber s.l. Útvarpið hafði áður birt þá fregn,
að skólinn yrði settur þennan dag. En það
hafði einnig heyrzt, að þá ætti fleira að
gerast á staðnum. Sagt var, að afhjúpuð
yrði mynd af Hermanni Jónassyni, fyrrver-
andi skólastjóra, og af því tilefni kæmu þeir
Steingrimur Steinþórsson landbúnaðarráð-
herra og Páll Zóphóníasson búnaðarmála-
stjóri, en þeir hafa, sem kunnugt er, báð-
ir verið skólastjórar á Hólum. Sagt var, að
von væri á fleiri kunnum forráðamönnum
landbúnaðarmála.
Þeir, sem Kristján skólastjóri vissi um,
að höfðu verið persónulega kunnugir Her-
manni, fengu ákveðin tilmæli um að koma.
Einkum hafði þess verið óskað, og lögð drög
fyrir það fyrir löngu, að nemendur Her-
manns mættu til mótsins. Nemendur þess-
ir eru nú orðnir fáir oíar moldu. Þó munu
þeir vera 6 eða 7.
Skagfirðingum, og mörgum öðrum, hefur
eflaust verið það mikið ánægjuefni að koma
heim að Hólum þennan dag og heiðra minn-
ingu hins merka landbúnaðarfrömuðar,
með því að vera viðstaddir þegar málverk
af honum yrði afhjúpað. Þeir hafa og vit-
að, að nú yrði þeim óskað árs og friðar,
heima á hinu fornhelga höfuðbóli þeirra og
menntasetri bænda. Var það nauðsynlegt og
gott til þess að hyggja, er vetur gekk í garð.
Skagfirðingar vita, „að heima er gott að
vera,“ og heima rætast flestar vonir bezt.
Þeir fóru því glaðir að heiman, öruggir í
þeirri trú, að góðar vættir mundu enn, sem
fyrr, hylla Hólastað.
Haustið hafði oftast verið hráslagalegt og
kalt að þessu sinni, en nú var veður gott og
fagurt. Bifreiðirnar liðu heim dalinn, í
haustsins friði og haustsins ró. Helgi stað-
arins laðaði að sér hugi manna. Oft er fjöl-
breytt fegurð dalanna og verður stundum
vart á milli séð, hvort vorið eða haustið nýt-
ur sín betur. En mjög nær þessi fegurð
sjón“, að einnig á Vesturlandi og Suður-
landi er öruggt, að barrtré geta vaxið og
þrifist prýðilega.
Skjól er frumskilyrði til góðs árangurs
við skógrækt, og er vel, að sandgræðslu-
stjórinn viðurkennir — vafalaust að feng-
inni reynslu — gildi skógræktarinnar til
skj ólbeltamyndunar.
Broslegur er samanburður sandgræðslu-
stjórans á vaxtarhraða sandgresis og skóg-
argróðurs. íslenzkum skógræktarmönnum
mun það yfirleitt ljóst, að það eru komandi
kynslóðir, frekar en núlifandi kynslóð, sem
munu njóta góðs af viðleitni þeirra, — og
sætta sig við það.
Sandgræðsla og skógrækt eru tvímæla-
laust einhver mestu þjóðþrifamál, sem
þessi kynslóð hefur með höndum. Um nyt-
semi sandgræðslunnar munu nú orðið
næstum allir sammála, en um skógræktina
gegnir öðru máli, enn sem komið er.
Ennþá eru ýmsir menn sannfærðir um
tilgangsleysi þeirrar viðleitni, og sumir láta
það óspart í ljós. Hætt er við, að neikvæð
viðhorf þeirra, básúnuð og birt alþjóð, eink-
um ef um er að ræða þekkta menn á sviði
ræktunarmála, veiki trú fólks á íslenzkri
skógrækt, en séu ályktanir þeirra rangar,
skaða þeir þannig gott málefni.
Hinsvegar er það svo um grein Páls
Sveinssonar, að hún hefur orðið þess vald-
andi, að birtar eru staðreyndir, sem hnekkja
fullyrðingum hans. Jákvæðar staðreyndir
gegn neikvæðum ályktunum. Það þokast í
rétta átt. — Kærar þakkir, Páll.
SJcógarmaður.