Freyr - 01.12.1954, Side 19
FREYR
367
auknum áhrifum og valdi, þegar viS nýtur
merkra höfuðbóla, þó að minni séu en Hól-
ar.
Nú voru Hólar sveipaðir blæju fallinna
laufa og hér mátti sjá „bleika akra og sleg-
in tún,“ engu síður en að Hlíðarenda forð-
um. Hlíðar fjallanna voru enn sveipaðar síð-
sumarskrúði, en brúnir mjalldrifnar. Þær
höfðu þegar heilsað vetri. Allt var þetta
markað mildu skini hnignandi haustsólar.
Margs fleira þurftu einkum þeir að minn-
ast og sjá, sem dvalið höfðu á Hólum við
nám, eða önnur störf, endur fyrir löngu, en
höfðu ekki komið þar um langt skeið. Eitt
var fornt, en annað nýtt, sem fyrir augun
bar og allt minnti það á eitthvað, sem um
var vert að hugsa. Móar og mýrar voru orðn-
ar að sáðsléttum, sem voru miklu víðlend-
ari en gamla túnið hafði verið, sem þó var
margfalt stærra en flest önnur tún, og sagt
var, að líkt væri farið um aðra þróun, er
að búinu laut.
Mest kvað þó að byggingunum, er risið
höfðu af grunni, bæði margar og veglegar,
á síðari árum. Hæst bar kirkjuturninn, sem
reistur var til minningar um eitt af mestu
ofurmennum, sem ísland hefur alið. Sjón
og skynjun eru fljótar í förum. Óðar en
varir er litið af turninum upp til Gvend-
arskálar. Öll er skálin skriðum og klungri
klædd. Allt minnir þetta á ævi Guðmund-
ar góða, biskupsins, sem frægastur hefur
orðið allra biskupa fyrir máttugar bænir og
líknarstörf, en hefur einnig orðið frægur
fyrir stjórnleysi og óhlýðni við lög þjóðfé-
lags síns, og þó einn allra íslenzkra bisk-
upa hlotið auknefnið „góði“. Heim var lit-
ið úr Gvendarskál til kirkjunnar og horfið
að skríninu góða, sem geymir Guðbrandar-
biblíu. Frá henni og öðrum bókum þessa
mikla athafnabiskups hefur brunnið mesta
glóð Hólastaðar, er svo var máttug, að hún
yljaði og lýsti alþjóð um aldir og gerir raun-
ar enn.
*
Horfið var nú frá hyggju um liðna daga,
enda voru kennslustofur skólans orðnar
þéttskipaðar fólki. Söngurinn var að hefj-
ast, undir stjórn hins góðkunna söngkenn-
ara, Friðbjarnar Traustasonar. Að því loknu
hóf skólastjóri ræðu sína, setti skólann og
stýrði síðan mótinu. Skólastjóri kvað sér
það mikla ánægju nú, eins og oft áður, að
bjóða gesti sína velkomna heim að Hólum.
Þá kvað skólastjóri Skagfirðingum og öll-
um Hólamönnum það sérstakt fagnaðar-
efni að bjóða þá Steingrím landbúnaðarráð-
herra og Pál búnaðarmálastjóra velkomna
til þessa móts. Lét skólastjóri þess getið,
að það mundi í fyrsta sinn, sem landbún-
aðarráðherra væri viðstaddur skólasetningu
á Hólum. Þá fór skólastjóri nokkrum orð-
um um gildi listaverka í skólum og minnti
á málverkin af skólastjórum Hóla, er þar
voru í salnum. Þakkaði hann mynd Her-
manns skólastjóra og sagði, að búnaðar-
málastjóri mundi afhjúpa hana og .minn-
ast Hermanns, að ræðu sinni lokinni. Skóia-
stjóri kvað sér þykja vænt um að geta sagt
frá því, að frú Sigurlaug Jónasdóttir af
Sauðárkróki og Stefán Stefánsson bóndi á
Svalbarði væru hér viðstödd. Þau væru hin
einu af öllum þeim, er þarna væru, sem
hefðu dvalið hjá Hermanni Jónassyni
heima á Hólum. Hún var þjónustustúlka við
skólann, en hann nemandi. Stefán var sá
eini af nemendum Hermanns, sem átti þess
kost að sækja þetta mót. Stefán er þjóð-
kunnur maður. Hann hefur verið meðal
fremstu bænda og athafnamanna við Eyja-
fjörð. —
Skólastjóri vék nú að þróun búnaðarmála
og bændaskóla, bæði hér og annarsstaðar
á Norðurlöndum. Gat hann um nauðsyn
þess, að nýjungar allar, er til umbóta horfðu,
væru sem bezt nýttar og væri því bændum
orðin þörf á mikilli og fjölbreyttri mennt-
un. Taldi hann, að tvö væru þau meginat-
riði, sem bæði nemendur og kennarar yrðu
mjög að meta. Það fyrst, að rækja sem bezt
hinar faglegu kennslugreinar og hitt ann-
að, sem mörgum þætti ekki síður mikilsvert:
að afla sér sem beztrar fræðslu og þjálf-
unar um skyldur og rétt almennra borgara.
Óskaði hann nemendum sínum til ham-
ingju við námið og minnti á það, að í skól-
um, eins og annarsstaðar, væri það iðju-
semi, skyldurækni og háttprýði, sem þrosk-
aði manngildið mest. Mjög taldi skólastjóri