Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1954, Page 20

Freyr - 01.12.1954, Page 20
368 FREYR það æskilegt, að allir nemendur tækju þátt í félagslífi og fundarhöldum skólans. Páll búnaðarmálastjóri afhjúpaði mynd Hermanns og flutti um hann ræðu ítarlega og ágæta. Hann gat þess, að Hermann hefði verið fæddur að Víðikeri í Bárðardal 1858. Faðir hans fluttist vestur um haf og lézt þar, skömmu síðar, meðan Hermann var enn barn að aldri. Hermann ólst upp á Mýri i Bárðardal, hjá Aðalheiði móðursystur sinni og Jóni bónda Ingjaldssyni, manni hennar. Hermann hefur þvi verið fóstur- barn á afskekktum bæ innst til fjalla, en þar um slóðir er náttúrufegurð mikil, víð- lendið ótakmarkað og kjarnalönd. Fóstri Hermanns var merkur bóndi og mikilhæfur. Hann var orðlagður fj árræktarmaður og mun Hermann hafa lært mikið af honum um þau efni, sem síðar kom á daginn. Eftir að Hermann fór frá Mýri, dvaldi hann um skeið á ýmsum stöðum, bæði norð- anlands og vestan. Vann hann þá algeng störf og margbreytt, bæði á sjó og landi. Hann hefur verið þroskaður maður og kunnað skil á mörgu, er hann kom í Hóla- skóla 23 ára gamall, fyrsta árið, sem skól- inn starfaði. Að loknu námi á Hólum fór Hermann utan til búnaðarnáms. Hann dvaldi einn vetur við landbúnaðarháskól- ann í Höfn. Eftir það var hann um skeið við verklegt nám í Danmörku, mest við vatnsveitingar hjá Heiðafélaginu. Þegar Hermann var erlendis við nám, eða skömmu eftir heimkomu sína, virðist hann hafa lagt mikinn hug á stofnun búnaðar- rits. Hóf hann útgáfu Búnaðarritsins 1887 og var ritstjóri þess. Hann gaf ritið út í 13 ár og ritaði í það margar ágætar greinar. Verkstjóri var Hermann tvö sumur að stór- búi á Víðimýri í Skagafirði. Hlaut hann þá mikið orð fyrir verkstjórn og hagsýni við hverskonar störf. Hermann var skólastjóri á Hólum frá 1888—1896. Þá keypti hann Þingeyrar og fluttist þangað vestur. Bjó hann þar í 9 ár. Þingmaður Húnvetninga var hann frá 1901 —1907. Eftir að Hermann hvarf frá Þingeyrum, varð hann ráðsmaður við holdsveikraspítal- ann að Laugarnesi. Ekki var hann þó lengi við það starf, enda mun það vart hafa ver- ið við hans hæfi. Hermann dvaldi ýmist

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.