Freyr - 01.12.1954, Side 21
FREYR
369
vestur á Snæfellsnesi eða í Reykjavík um
skeið. Vann hann ýmis störf fyrir Búnað-
arfélag íslands. Loks fór hann til Vestur-
heims. Þar missti hann dóttur sína, myndar
konu og mikilhæfa. Hann undi ekki í Vest-
urheimi eftir lát dóttur sinnar, og mjög
varð honum missir hennar þungbær. Hvarf
hann nú heim, þrotinn að þreki. Hann lézt
í Reykjavík 6. desember 1923.
Sá hefur verið almannarómur um Her-
mann og allra þeirra, sem um hann hafa
ritað, að hann hafi verið vitur maður og
gjörhugull, enda má sjá það af ritverkum
hans, ekki sízt ritgerðum um búnaðarmál.
Hann virðist hafa verið gæddur flestum
kostum mikilla búhölda og svo glöggskyggn
um vinnubrögð og verkstjórn, að af bar.
Mjög þótti kveða að hæfileikum hans til
fjárræktar. Hann var jafnan ljúfur og hóf-
samur og kunni vel að miðla málum. Þó
gat svo farið, að hann yrði þungorður og
aðsópsmikill, ef hann mætti harðri mót-
stöðu. Ráðhollur var hann og kunni vel
að sjá lengra fram en aðrir menn. En svo
hefur verið sagt, að meira gagn hafi vinir
hans haft af þeirri gáfu en hann sjálfur.
*
Þegar Páll Zóphóníasson hafði rætt um
mannkosti Hermanns og rakið helztu ævi-
atriði hans, miklu betur og ítarlegar en
hér er gert, vék hann að menntagildi lista-
verka í skólum.
Honum fórust orð sem næst því á þessa
leið, meðal annars: „Við, sem höfum lagt
því lið, að Hólaskóli eignaðist myndir af
þremur látnum skólastjórum, höfum eflaust
gert það af nokkuð ólíkum hvötum. Sumir
hafa ef til vill gert það til þess að prýða
skólann, gert það til fegurðarauka. f þeirra
tölu er ég ekki. Margir hafa gert það af
ræktarsemi og í þakklætisskyni við skól-
ann, sem þeir hafa dvalið í og er þeim kær.
Þeir hafa viljað binda endurminningar um
þessa skólastjóra fastari böndum við skól-
ann með myndum, en ella. Mun sú hugsun
hafa vakað að einhverju leyti fyrir öllum.
Fyrir mér var hún þó ekki aðalatriði, held-
ur var um það að ræða, að myndirnar og
Hermann Jónasson.
saga þeirra, sem þær minna á, gætu haft
menntandi áhrif á nemendur þessa skóla
um ókomin ár.“
Að svo mæltu fór Páll mörgum velvöldum
orðum um nám búfræðinga og tilgang þess,
og mælti síðan:
„Lítið á myndina af Jósef, þessum flug-
gáfaða manni, sem allt virtist vita og alltaf
hafði eitthvað að kenna. Látið það verða
ykkur hvöt til ástundunar við námið. Þið
getið líka minnzt þess, að Jósef ritaði í
vísnabók mína: „Stefnum ótrauðir að
markinu og minnumst þess, að við verðum
oft að ná því í mörgum áföngum og smá-
um.“ Ef þið lítið á myndina af honum Her-
manni, þá minnist mannsins djúpvitra, sem
gjörhugsaði hvert mál og skipulagði fram-
kvæmd hvers verks, áður en hann hófst
handa. Það er til fyrirmyndar. Ef þið at-
hugið myndina af Sigurði, þá minnist
mannsins með stálviljann. Hann ritaði í
vísnabók mína: „Ef ég finn mér ekki veg,
þá bý ég mér hann til.“
*
Steingrímur ráðherra hóf mál sitt með
því að geta þess, að óvíða eða hvergi hefði
hann unað starfi sínu betur en heima á
Hólum, og fögnuður væri sér æ síðan að