Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1954, Page 23

Freyr - 01.12.1954, Page 23
FREY R 371 sem hann hefði eignazt. Þakkaði skólastjóri öllum þeim, er þar hefðu átt hlut að máli. Þá las skólastjóri taréf frá Brynjólfi Ei- ríkssyni, er verið hafði einn af nemendum Hermanns skólastjóra. Bréfið var ágætt, bæði að fróðleik og formi, enda er Brynjólf- ur kunnur gáfumaður heima þar. Að loknum ræðuhöldum buðu skóla- stjórahjónin gestum sínum til veizlu. Var þar gestum veittur beini af alkunnri rausn þeirra hjóna. Undir borðum var enn talað um málverkið af Hermanni og urðu menn sammála um, að listamanninum, sem mynd- ina gerði, hefði vel tekizt. Þá var og minnzt á það, að menntamálaráð hefði haft for- göngu um, að máluð var mynd af Sigurði Slgurðssyni skólastjóra og gefin skólanum. Freymóður Jóhannsson listmálari málaði þá mynd, og þykir hún hin glæsilegasta. Ágæta mynd á skólinn einnig af Páli Zóphóníassyni. Hana gáfu nemendur Páls skólanum, þeir er héldu 25 ára nemenda- mót á Hólum árið 1950. Mynd þessa hefur Freymóður málað. ★ Dagur þessi hafði verið hinn ánægjuleg- asti og margt mátti af honum læra. Marg- ir hafa eflaust fundið, enn sem fyrr, að óvíða eða hvergi sjá menn straum timans né heyra nið aldanna betur en á Hólastað. Margir hafa eflaust óskað þess, að lista- verk, bæði mörg og góð, mættu sjást sem víðast i salarkynnum skólans, og einnig í afrekum þeim, sem unnin verða á menn- ingarsetrinu. Þá mun hamingja Hólastaðar halda áfram að þróast í góðu samræmi við hugsjón Illuga prests, sem forðum gaf stað- inn og gerði það „fyrir guðs sakir og nauð- syn heilagrar kirkju.“ Gunnlaugur Björnsson.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.