Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1954, Page 24

Freyr - 01.12.1954, Page 24
372 FREYR Bændaför Búnaðarsambands Austurlands Hópför Búnaðarsambands Austurlands 1954. Ljósm. G. K. 1954. Bændafarir, á vegum Búnaðarfélags ís- lands, hafa verið margar síðastliðinn ára- tug og hafa menn tekið sig upp úr öllum fjórðungum landsins nema Austfirðinga- fjórðungi. Þó hafa bændur úr þeim lands- hluta oftar en einu sinni haft slíka för í huga, en af framkvæmdunum gat þó ekki orðið og lágu til þess gildar ástæður. í fyrsta lagi voru það hinir miklu harðinda- og snjóavetur, sem gengu yfir Austurland og gengu nærri efnahag bændanna og höfðu lamandi áhrif að ýmsu öðru leyti, svo að ekki þótti viðeigandi að efna til skemmti- ferða eftir slík áföll. En nú eru harðindin liðin hjá, og á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofnun Búnaðarsam- bands Austurlands og var ákveðið að minn- ast þess með ýmsu móti, m. a. með því að efna til bændafarar til Suðurlands og Borg- arfjarðar. Var áætlun fyrir ferðina undir- búin af okkur Páli Zóphóníassyni búnaðar- málastjóra, í samráði við Pál Hermanns- son formann Búnaðarsambands Austur- lands. Skyldi þetta vera 8 daga ferðalag og þegar leitað var eftir um þátttöku, létu 56 skrá sig, þar af 14 húsmæður. Skyldi förin hefjast á þriðja dag hvítasunnu, 8. júní og þá fljúga frá Egilsstöðum til Kirkjubæjar-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.