Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1954, Page 26

Freyr - 01.12.1954, Page 26
374 F R E Y R firðingunum boð um að koma og þiggja kaffi í leiðinni og var það með þökkum þeg- ið. Var haldið að Þykkvabæjarklaustri til Brynjólfs Oddssonar og Norðurhjáleigu til Jóns Gíslasonar fyrrv. alþingismanns og kaffið drukkið á bæjum þeirra. Álftaver er lítil og láglend byggð og aðeins lágir hólar virðast hlífa henni fyrir ógnum Kötlugos- anna. Þótti Austanmönnum stundin góð í Álftaverinu. Þaðan var svo haldið sem leið liggur vest- ur yfir sandinn með Hafursey á vinstri, en Hjörleifshöfða á hægri hönd, um þær slóð- ir, sem Kötluhlaupin flæða yfir, þegar Katla gýs og þótti öllum stórkostlegt að sjá verks- ummerkin. Á miðri Höfðabrekkuheiði biðu nokkrir jeppabílar og voru þar mættir Mýr- dælingar til að bjóða Austfirðingana vel- komna í sína sveit og fylgdust þeir með til Víkur. Var þar glatt um hjalla og fjörug ræðuhöld, þar til staðið var upp frá borðum um tíuleytið. Menn skoðuðu hið stórhrika- lega umhverfi Víkurinnar, nokkrir fóru út í Urð, aðrir upp á Reynisfjall, en sumir skoðuðu kirkjuna áður en gengið var til hvíldar á gistihúsinu hjá Brandi og frú hans eða á einstökum heimilum í þorpinu. Fimmtudagsmorgun á tíunda tímanum Smiður gýs fyrir Austurlandsfólk. var svo farið frá Vík. Hafði komið boð frá Eyfellingum um að þeim þætti vænt um að Austanmenn vildu koma við og fá sér hressingu, sem framreidd yrði í Skógaskóla. Voru þar fyrir allmargir Eyfellingar og var setið þar í góðum fagnaði alllanga stund, en síðan skoðað hið merka byggðasafn Suð- urlands, sem er að langmestu leyti verk eins manns, Þórðar Tómassonar í Vallnatúni undir Eyjafjöllum. Hefði margur óskað að standa þar lengur við, en áætlunin var ströng þennan dag og skyldi haldin. Var nú ekið að Skógafossi, sem prúðastur er af öllum fossum landsins, og að Drangshlíð og skoðaður drangurinn þar, sem vel mætti teljast til merkra þjóðminja komið við á Þorvaldseyri hjá Eggerti Ólafssyni, en þar er búskapur með miklum myndarbrag, gengið var á bak við Seljalandsfoss. Hvar þótti ykkur fegurst? spurði ég marga af ferðamönnunum í ferðalok. Margir svör- uðu: Undir Eyjafjöllum, og ekki furðaði mig á því svari frá þeim, sem fara þar um í góðu veðri. Var síðan ekið hjá Dímon, um Gunnarshólma, yfir Aurana að Eyvindar- múla í Fljótshlíð og að Múlakoti. Var þar matur á borðum í boði Búnaðarsambands Suðurlands. í Múlakoti var skógræktarstöð á vegum Skógræktar ríkisins um nokkurra ára bil, en nú er sú starfsemi flutt að Tuma- stöðum í sömu sveit. En margt fagurra trjáa stendur eftir í trj áræktarstöðinni í Múlakoti, auk hinna þjóðfrægu garða þeirra Guðbjargar í vesturbænum og Árna í aust- urbænum. Guðbjörg, sem nú er háöldruð, var rúmliggjandi þennan dag, en Árni, sem er ekki nema áttræður, var hinn sprækasti og sýndi Astfirðingunum hina niðurlögðu trjáræktarstöð. Ekki var unnt að koma við á Tumastöðum, en á Sámsstöðum var stað- ið við svo sem eina klukkustund og sagði Klemenz Kristjánsson ferðafólkinu frá starfi tilraunastöðvarinnar. Þaðan var ekið að Gunnarsholti á Rangárvöllum, en þar hafa eins og kunnugt er verið unnin stór- virki við uppgræðslu örfoka lands á síðari árum. Og eitt var þar, sem ekki þótti lítið varið í að sjá, nautahjörð af skozku holda- kyni blandað hinu íslenzka. Vöktu þar ekki

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.