Freyr - 01.12.1954, Síða 27
FREYR
375
Hver þekkir sjálfan sig
hér viÖ Gullfoss?
sízt furðu 8—9 vetra bolar, sem aldrei
höfðu komið í hús.
Frá Gunnarsholti var svo ekið um víð-
áttur Suðurlands og ekki stanzað fyrr en á
hæðinni við heimavistarbarnaskólann á
Skeiðum. Voru þar fyrir bændur af Skeið-
um og úr Hreppum, er tóku Austanfólkið
með sér heim á bæina til gistingar, en Ei-
ríkur bóndi Jónsson í Vorsabæ hafði lýst
fyrir þeim landslaginu í kring. En mér
fannst ég sjá á ferðafólkinu, að því hefði
þótt þetta all viðburðaríkur dagur.
Föstudagsmorguninn skiluðu Hreppa- og
Skeiðabændur næturgestum sínum aftur
að Laxárbrú. Töldu þeir sig allir áreiðan-
lega hafa gist á bezta bænum. Margt og
merkilegt var á áætluninni þennan dag.
Það var gaman að aka um uppsveitir Ár-
nessýslu þennan sólbjarta sumardag. Nátt-
úran hrífandi. Búsældin auðsæ. Yfir Hvítá
var farið hjá Brúarhlöðum og ekið að Gull-
fossi. Þaðan að Geysi og matazt þar í boði
Búnaðarfélags íslands. Geysir var trakter-
aður á einhverjum ósköpum af sápu, í von
um, að hann yrði rausnarlegur í sínum út-
látum, því gosið úr honum átti að vera við-
burður dagsins. Undir borðum voru ræðu-
höld og auk þess söng Karlakór Biskups-
tungna undir stjórn Þorsteins Sigurðsson-
ar á Vatnsleysu. Margir bændur úr Tung-
unum voru mættir ásamt frúm sínum og
öll var dvölin hin ánægjulegasta að öðru
leyti en því, að Geysir brást algjörlega og
var álitið, að full hvasst hefði verið. Var þó
beðið á barmi skálarinnar til kl. 6, en eng-
in hreyfing sást á þeim gamla.
Nú stóð þannig á áætlun, að ráðgert hafði
verið að koma í Hlégarð í Mosfellssveit kl.
7.30 og var vitað, að þar beið matur og auk
þess mikið fjölmenni. Mátti því með engu
móti draga burtförina lengur, þar sem
minnst þriggja stunda akstur var að Hlé-
garði. En Geysir er ekki hafandi með á
áætlun sem er ströng.
Var nú farið frá Geysi kl. 6 og ekki stöðv-
ast fyrr en á Kambabrún, en það er fögur
útsýn yfir Suðurlandsundirlendið. Var svo
haldið rakleitt í Hlégarð, sem er stærsta og
fullkomnasta félagsheimili bænda hér á
landi. Var þar!'múgur og margmenni sam-
ankomið úr öllu Kj alarnesþingi með for-
mann Búnaðarsambandsins, Kristin Guð-
mundsson á Mosfelli, í broddi fylkingar.
Bændur úr Kjalarnesþingi höfðu fyrir
nokkrum árum farið hópferð til Austur-
lands og fengið þar hlýj ar viðtökur, sem þeir