Freyr - 01.12.1954, Page 29
FREYR
377
firSinga, stjórn og meðlimir Austfirðinga-
félagsins og bauð Pétur Þorsteinsson lög-
fræðingur, formaður félagsins, „lands-
menn“ sína velkomna og eftir nokkra dvöl
í básnum var haldið til Valhallar, þar sem
Austfirðingafélagið bauð ferðafólkinu til
veizlu og var setið þar í góðum fagnaði.
Helztu sögustaðir Þingvalla síðan skoðaðir,
en að lokum gengið til kirkju og þar flutti
séra Jakob Jónsson bæn og sálmur var sung-
inn á undan og eftir. Var þá stigið í bílana
og ekið til Reykjavíkur, en meðlimir Aust-
firðingafélagsins höfðu séð öllum þeim fyr-
ir gistingu, sem ekki áttu vandamenn eða
vini að hverfa til.
Mánudaginn var verið um kyrrt í höfuð-
staðnum og voru þá allir frjálsir ferða sinna,
enda margt að gera, hitta vini og kunn-
ingja, reka nauðsynleg erindi o. þ. h. Síð-
degiskaffi drukku þó allir á heimili Páls
Zóphóníassonar.
í Reykjavík lauk sjálfu landferðalaginu,
en 8. daginn, þriðjudag 15. júní, flaug ferða-
fólkið til Egilsstaða og var allt komið heim
fyrir kvöldið — að undanteknum Vopnfirð-
ingum, er flugu til Akureyrar, en fóru það-
an í bíl og komust fyrr heim með því móti.
Hafði þá ferðalagið allt gengið svo vel, að
ekkert óhapp hafði komið fyrir. Er mér
sagt, að þegar austur kom, hafi Sveinn á
Egilsstöðum og frú hans haldið samferða-
fólkinu veglegt hóf áður en það dreifðist til
sinna heimila. Áreiðanlega verður mörgu
af ferðafólkinu þessi bændaför minnisstæð,
enda tel ég hana hafa heppnast bezt af
þeim ferðum, sem ég hef tekið þátt í.Ber
ýmislegt til þess. í fyrsta lagi veðrið, sem
ræður ævinlega mestu. í öðru lagi að flug-
vélar eru notaðar og með því móti hægt að
komast langar leiðir á lítilli stundu. Og í
þriðja lagi það, að flestar nætur var gist
á bóndabæjum eða einstökum heimilum, en
vegna þess varð kynning ferðafólksins við
fólkið í sveitunum, sem um var farið, miklu
meiri en venjulegt er í slíkum hópferðum.
Enda var hópurinn hæfilega fjölmennur til
þess að slíkt væri hægt.
Þessi bændaför Búnaðarsambands Aust-
urlands hafði staðið til í mörg ár áður en
hún var farin. Það var ánægjulegt, að hún
Sjálfvirk hlöðuþurrkun
Sumarið 1954 varð mörgum bændum
vestan-, norðan- og austanlands örðugt til
heyskapar, sökum stopulla þurrka. Verkuð-
ust hey sumsstaðar illa, enda urðu hey-
brunar af sjálfíkveikju óvenju tíðir.
Nýlega frétti FREYR, að Benedikt Gísla-
son frá Hofteigi hefði fundið upp aðferð,
sem væri talin vænleg til heyverkunar í
óþurrkasumrum. Leitaði blaðið frétta um
þetta hjá Benedikt, ef vera mætti, að þessi
aðferð hans gæti orðið öðrum til gagns.
— Ég keypti eyðijörðina Litla-Dal í
Tungusveit í Skagafirði haustið 1951, segir
Benedikt. Árið 1953 girti ég tún og úthaga
og byggði 200 kinda fjárhús úr holsteini.
Við þessi fjárhús byggði ég hlöðu árið 1954.
Er hún 13 y2 m á lengd, fullir 5 m á breidd
og vegghæðin er rúmlega 4 m. Hlaðan er
ekki niðurgrafin. Eftir hlöðunni endilangri
gerði ég stokk úr tré, rúman 1 m á breidd
og um 50 cm á hæð. Stokkur þessi liggur út
undir bert loft á grunni beggja hlöðustafna,
varð myndarleg og tókst vel. Og ég hef enn
einu sinni sannfærzt um nauðsyn og ágæti
slíkra ferða fyrir bændur landsins, bæði al-
mennt séð og fyrir stéttartilfinningu þeirra.
Síðan ferðinni lauk hef ég átt kost á að ferð-
ast um hið víðlenda Fljótsdalshérað og hef
hitt marga þátttakendur úr bændaförinni
að máli. Þeir höfðu spurt mig um margt í
ferðinni, en nú fór ég að spyrja þá. Hvar
þótti^ykkur fallegast? — en margir nefndu
Eyjafjallasveitina. Hvar vilduð þið helzt
búa? — og allmargir nefndu þá Borgar-
fjörð. En hvað þótti ykkur mest um vert á
ferðalaginu? „Viðmót og hlýju fólksins, sem
við kynntumst,“ sögðu þeir allir.
Enda þótt þessi frásögn sé orðin nokkuð
löng hjá mér, hef ég hlaupið yfir margt,
sem var frásagnarvert, enda mun til standa,
að nákvæmari frásögn verði birt annars-
staðar, á vegum Búnaðarsambands Austur-
lands.
Ragnar Ásgeirsson.