Freyr - 01.12.1954, Side 43
FREYR
391
Óhæf húsmóðir er hvorki meira né minna en ó-
gæfa hverjn heimili. I hennar höndum evðist allt,
sem maðurinn vinnur fyrir og oft mikiu meira, án
þess að henni sé nokkurn tíma ljóst, að það sé henn-
ar sök, af því undirbúningsmenntun hennar og upp-
eldi á sviði hagsýni hefur verið gjörsamlega vanrækt.
Éf til vill var hún uppalin á heimili þar sem aðeins
drengjunum var veitt teljandi menntun.
Stúlkur geta alltaf unnið fyrir sér — —, já, en
hvernig? Við megum ekki gleyma hagnýtri menntun
þeirra. Séu þær hálft eða heilt ár í vist, einn vetur í
húsmæðraskóla, læri þær ögn að sauma og að hafa
glöggt yfirlit yfir hagnýtingu auranna sinna, þá ferst
þeim aldrei illa.
í húsmæðrafélögunum höfðum við síðastliðinn vetur
nokkrar ungar stúlkur, sem færðu reikninga yfir heim-
ilishaldið. Þátttakan var frjáls. Til þess að fá ofurlitla
yfirsýn um hugmyndir gagnvart framtíðarheimilum
þeirra sjálfra, voru þeim gefin nokkur verkefni til úr-
lausnar. Einu átti að gera grein fyrir hvers hún óskaði
af vefnaðarvörum til að stofna heimili. Önnur hvaða
húsgögn hún vildi kaupa, ásamt eldhúsáhöldum og
húsbúnaði; verðið skyldi tilgreint og svo að lokum til-
greint hvað hægt væri að láta sér nægja. Svörin voru
eins og hér segir:
Get látið
Óskir mér nægja
Vefnaðarvörur .............. 12-278 kr. 2.412 kr.
Húsgögn, eldhúsáhöld, húsbún-
aður..................... 16.992 — 4.536 —
Það skal tekið fram, að jafnvel við hærri upphæðirnar
voru engar ósanngjarnar óskir festar á blöðin.
Hvaðan eiga þessir peningar að koma, — jafnvel
lægri upphæðirnar, ef aldrei er sparað? En það eru
ekki margir sem spara nú, því að allur þorri fólks segir,
að það borgi sig ekki að spara. Það er ef til vill rétt,
að þeir þurfi ekki að spara í þessu skyni, sem fá upp
í hendurnar hús og heimili, en sparnaður er eina
úrra'ðið hjá því fólki, sem er eignalaust.
Auk þeirra talna, sem þegar eru greindar, getði 17
ára stúlka grein fyrir árlegri þörf til fatnaðar. Upp-
hæðin nam 643 krónum. Hún var skynsamleg og með
öllu án íburðar, en hve margar húsmæður hafa svona
háa upphæð til umráða árlega til eigin klæðnaðar
fyrstu hjúskaparárin? Húsmóðir nokkur sagði við mig
nýlega: Vitið þér eiginlega hve lítið það er, sem
húsmóðirin verður að láta sér nægja til eigin fatnaðar
fyrstu árin eftir stofnun heimilisins?
Ég hef reiknað út, að af umræddum ungum stúlkum
höfðu 3 sparað kr. 800.00 samtals á einu ári við að
sauma öll fötin sín sjálfar.
Einni af stúlkunum reiknaðist, að barnafatnaður á-
samt útbúnaði og vagni, kosti kr. 600.00 kr. Þelta er
ekki há upphæð, en þó allstór póstur fvrir efnalitla.
Og svo ber að minnast þess, að enginn getur lifað af
að fá óskir uppfylltar. Það þarf efni í (laglegt fæði og
það kostaði í dönskum sveitum kr. 2.65 daglega á mann
síðastliðið ár, breytilega frá 1.82 til 4.10 kr. eftir kröf-
um fólksins.
Allt þetta fjármagn hafa húsmæðurnar til ráðstöf-
unar. Það eru þó ekki ákveðnar upphæðir. Hagsýn
húsmóðir eyðir litlum fjárhæðum, en hjá þeirri óhag-
sýnu getur eyðslan orðið óstjórnleg, ef hana skortir
skilning á hlutverki sínu og hún sökum ófullnægjandi
undirbúningsmenntunar ræður ekki við þau hlutverk,
sem hún hefur tekið að sér.
Bóndinn, sem sér fyrir peningunum, reynir stundum
að takmarka eyðsluna með því blátt áfram að skammta
henni peningana og telur jafnvel tvíeyringana í hend-
ur lienni, án þess að þau ræðist við um hvernig fjár-
munununt gæti verið skynsamlegast varið, en gagnvart
heimilishaldinu stcndur bóndinn venjulega ráðþrota,
fólkið verður að fá mat, mat þarf í búrið og þá ekki
síður þegar það er fljótt að tæmast.
* * *
Ekki skal staðhæft, að konur séu að samanlögðu óhag-
sýnni en karlmenn, og árangur af starfi manns og konu
verður auðvitað þeitn mun betri, sem bæði eru meiri
hagsýni gædd og hagnýta hana i félagi. Eðlilegt er að
allir þeir, sem vinna að framkvcemdum i félagi, fái hlut
sinn af ágóða starfsins, ef einhver er, þegar útgjöldin
hafa verið greidd. Þegar þannig er að farið, hafa allir
aðilar áhuga fyrir þvi, að af hagsýni sé unnið, svo að
ágóðinn verði sem mestur. Foreldrarnir eiga að hafa
börnin með i umrœðum og undirbúningi að störfum,
og ketina þeim starfsaðferðir jafnskjótt og þau hafa
þroska til — ekki til þess að hlaða um þau áhyggjum
i þeningamálum, heldur til þess að auka þeim á unga
aldri skilning á þvi, að maðurinn eigi að vera umráða-
tnaður fjármuna, en ekki þræll þeirra, og samkvæmt
þvi hljóti hann að skapa þá og hagnýta með fyrir-
hyggju.