Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1954, Qupperneq 45

Freyr - 01.12.1954, Qupperneq 45
FREYR 393 PÁLMI EINARSSON: Notkun tætara Bændur og forráðamenn ræktunarsam- banda hafa jafnan mikinn áhuga að kynna sér sem bezt ef fram koma ný jarðvinnslu- tæki, og einkum er þá um það spurt, hvort slík ný verkfæri geti ekki ein saman full- unnið undir sáningu óræktaða jörð. Þegar þúfnabanarnir voru fluttir til landsins, töldu ýmsir mætir landbúnaðar- frömuðir, að þeir myndu útrýma plógum og herfum við j arðyrkj ustörf. Það hefur þó ekki orðið, hvorki hérlendis né erlendis. Vinnslutæki þúfnabananna, svo og allra gerða þeirra tætara til jarðvinnslu, er síð- an hafa verið framleiddir, eru byggð á því, að skerar eða fjaðrandi bogtennur á hreyf- anlegum öxli skera, rífa og tæta í sundur jarðveginn til minni eða meiri dýptar og dreifa honum með sem jöfnustu yfirborði aftur undan dráttartækinu. Hinir stærri tætarar, sem ætlaðir eru til akuryrkju og til vinnslu á óbrotnu landi, eru flestir með svipuðu formi og þúfnabaninn hafði, fast- ir hnífar, sem beygðir eru í rétt horn og skera því bæði til hliðar og undir jarðveg- inn; er þessi gerð kennd við Þjóðverjann Köszegy. Hin gerðin er ýmist kennd við verksmiðju Siemens í Berlín eða uppfinn- ingamanninn von Meyenburg og byggir á s-laga fjaðrandi stáltindum. Þessi gerð er mikið notuð á tæturum, sem eru sambyggð- ir 3—8 hestafla vélum, handstýrðum á tveimur ganghjólum; hafa þeir verið not- aðir hér á ýmsum garðyrkjustöðvum. Þann fyrsta, sem fluttur var til landsins, fékk Jónatan heitinn Þorsteinsson árið 1929. Þar sem framboð hefur verið og er á tæt- urum, sem tengdir eru heimilisdráttarvél- um 23—30 hestafla, þá er ástæða til að gera örstutta grein fyrir þeirri reynslu, sem feng- in er um notkun tætara til jarðvinnslu. Allir tætarar hafa það sameiginlegt, að vinnslutæki þeirra er knúið frá aflúttaki því, er liggur aftur úr bol dráttarvélarinnar. Tætarar þeir, sem hér hafa verið notaðir til almennrar jarðvinnslu, eru allir „Howard Trailing Rotavator“ með vinnslutæki, sem mjög líkist gömlu þúfnabana-gerðinni. Á þeim eru allar legur, drif og aðal öxull um- lukt ryk- og vatnsþéttum umbúnaði, sem heldur þeim smurðum af olíubaði. Tætarinn er settur í vinnslu og tekinn úr vinnslu með lyftitækjum dráttarvélarinnar með einu handtaki hægri handar. Dýptar- vinnslan afmarkast með hækkun og lækk- un á hjóli, sem gengur á óbrotinni jörð vinstra megin við tætarann, og er hægt að breyta um dýptarstillingu þótt tætarinn sé í gangi. Öryggi er í sambandi við tengingu vinnslutækisins við aflúttakið, til að draga úr hættu á broti, ef tætarinn lendir í grjóti eða verður fyrir annari festu. Tætari, við hæfi 25—30 hestafla hjóla- dráttarvélar, er D-gerðin. Vinnslubreidd hans er 1.27 metrar og vinnsludýpt 20.3 cm. Þó ætti að vera, ef um 28—30 hestafla drátt- arvélar er að ræða, óhætt að ætla henni D-gerð með 1.52 m vinnslubreidd. Við vinnslu, hvort heldur er á óbrotnu landi eða plægðu og grófherfuðu flagi, má ekki í fyrstu umferð beita tætaranum í fulla dýpt, en það fer eftir gerð jarðvegsins og festu hve djúpt honum er beitt í fyrstu um- ferð. Á óbrotnu landi, sé það seigt, má vart stilla dýpra en að hann tæti gras af og særi rót og taki af ójöfnur á landinu. í næstu umferð má á flestu landi taka 10—15 cm og í þriðju umferð stilla til fullrar dýptar. í fyrstu umferð verður að aka á 1. „gear“, og einnig í annari umferð, ef jarðvegur er seigur eða þegar unnið er land, sem ekki hefur áður verið brotið, en í lokaumferðinni er bezt að ekið sé greitt á 2. „gear“. Haga verður ökuhraðanum þannig, að tætarinn leggi ekki hið lausa jarðlag í garða aftan við sig. Tætarar af umræddri gerð, fyrir heimil- isdráttarvélar, koma fyrst og fremst til greina við fullnaðarvinnslu á flögum, sem hafa verið plægð og grófherfuð að haust- inu, en fullunnin með tætingu næsta vor, en þó ber að varast að byrja tætingu meðan klaki er í jörð i vinnsludýpt. Fyrir beltisdráttarvélar fást nú einnig stærri tætarar, sem hafa vinnslubreidd allt

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.