Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1954, Page 47

Freyr - 01.12.1954, Page 47
FREYR 395 Veðráttan. Svo sem allar fréttir hafa borið með sér af Norður- og Austurlandi norðanverðu, var septembermánuður einstakur kulda- og stirðviðrismánuður. Varð meðalhiti mán- aðarins til dæmis 2.1° lægri hér á Akur- eyri en í meðalári. — Segja má, að þurrk- dagur hafi varla komið í mánuðinum nema einir tveir um réttaleytið, og nýttust þeir þá ýmsum illa vegna réttaferða. Ekki var stórúrkomusamt, en hretviðri alltíð og í gangnabyrjun gerði allmikið snjóakast til heiða og fjalla, svo að sumir fjallvegir tepptust og alhvítt varð í byggðarlögum víða. Sérstæðast verður þó að teljast við veðráttu septembermánaðar hin miklu frost, er gerði upp á þetta snjóakast og þó einkum undir lok mánaðarins (aðfaranótt 27.). Komst frost á Akureyri t. d. upp í 10°, en í Villingadal í Eyjafirði fram mæld- ist 13° frost, og á Grímsstöðum mun frost hafa komizt í 17°. Telja eldri menn og fróðir, að slíkum gaddhörkum muni þeir varla eftir í september. Mikil hey voru úti í mánaðarlokin allvíða, en sérstaklega þó um norðausturhluta landsins, og kartöflur sátu niðri í görðum hjá mörgum. Var ótt- ast, að þær hefðu stórskemmzt eða jafnvel ónýtzt með öllu. Með októberbyrjun gekk hin langsama norðaustanátt niður og rann suður fyrir. Hefur síðan verið suðlæg átt með 4—7 stiga hita, en rysjótt norðanlands og stórviðrasöm sunnan. Snjór hefur horfið úr byggð alls staðar hér um slóðir, en fjöll eru hvít og heiðar kápóttar af snjóhrafli. Hey munu nú víðast alhirt, þakkað veri sunnanáttinni, og kartöflur hafa mjög náðst úr görðum, víðast miklu minna skemmdar en óttast var. Þrátt fyrir fremur óhagstætt sumar og mjög erfitt haust norðanlands er heyfeng- ur bænda yfirleitt talinn allgóður, sums- staðar ágætur. Kartöfluspretta er sögð í meðallagi, en dilkar leggjast illa eftir sumarið. Munar víðast um 1—2 kg á með- alvigt frá í fyrra. Með októberbyrjun snerist til sunnan- áttar og var um 10 daga skeið suðlæg átt með 4—8° hita, en rysjótt norðanlands og stórviðrasöm sunnan. Snjór hvarf alls staðar úr byggð norðanlands, en fjöll héld- ust hvít og heiðar snjókápóttar. Hey náð- ust alls staðar inn eða að minnsta kosti víðast, og kartöfluuppskeru lauk, en sums staðar þótti þó ekki svara kostnaði að taka upp sökum frostskemmda, annars staðar reyndist nær helmingur uppskeru ónýtur, en víðar voru þó skemmdir af völdum frosta minni en menn höfðu óttast. Þrátt fyrir óhagstætt sumar og mjög erfitt haust norðanlands, er heyfengur bænda yfirleitt talinn allgóður. Kartöflu- uppskera reyndist um meðallag, þar sem ekki spilltu frost til muna. Afurðir sauð- fjár reynast í rýrara lagi. Leggjast dilkar yfirleitt fremur illa, svo að víða munar um 1—2 kg á meðalvigt frá því í fyrra. í síðastliðinni viku var enn norðanáttin ríkjandi um allt land, en hæg og aðgerðar- lítil, a. m. k. inn til byggða, og um helgina birti til og er nú aftur komin suðlæg átt, hve langæ, sem hún reynist. (Alþýðumaðurinn 19. okt. 1954). L

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.