Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 I>V Fréttir Lokað um jólin Skrifstofa Hundaræktarfélags fs- lands verður lokuð á milli jóla og ný- árs. Lokað er frá og með föstudegin- um 23. desember en opnað að nýju þriðjudaginn 3. janúar á nýju án. Flóamarkaður í Katthotti Á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi á milli 14 og 17 er opinn flóamarkaður í Kattholti. Þar er fatnaður og gjafavara f miklu úrvali en allur ágóði rennur til óskiiakatta sem enginn hörgull er á í Kattholti. Kattavinir ættu endilega að líta við í jólaösinni og kaupa eitthvað fallegt fyrir jólin. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sln og annarra á þriöjudögum IDV. Gæludýrabúr 50% afsláttur Öll fugla, hunda, nagdýra, katta- og fiskabúr með 50% afslætti. Allar aðrar vörur með 30% afslætti. Full búð af nýjum vörum. Tokyo gæludýravðrur opið: Hjallahrauni 4 mán. til fös. 10-18 Hafnarfirði Lau. 10-16 s. 565-8444 Sun. 12-16 Fékk bleika afmælisköku úr blómum íslendingar hafa tekið rækilegan kipp í áttina að almennilegri hundamenningu og þeim Qölgar óðfluga sem kjósa að hafa hund á heimilinu. Nú fyrir jólin fá færri en vilja vinsælustu tegundirnar en einnig er mikil eftirspum eftir blendingum. Menn skyldu samt forðast að kaupa himd eingöngu fyrir börnin sín, segja sérfræðingar. Sjaldbakan Harriet hélt upp á 175 ára fmælið sitt í dýragarð- inum í Queensland’s Sunshine Coast í Ástralíu um daginn. Harriet sem er risaskjald- baka hélt upp á daginn með þvf að háma í sig köku gerða úr bleikum blómum. Skjaldbakan sem er risastór og vegur tæp hundrað og fimm- tíu kíló, gæti allt eins hafa verið rannsökuð af Charles Darwin sjálfum en hann lést 1882. Vitað er að úr rannsóknarleiðöngrum Darwins til Galapagos, tók hann með sér til London fleiri, fleiri ungar skjaldbökur. Þar rannsakaði hann þær en sér- fræðingar hafa gengið úr skugga um, með DNA-rannókn að Harriet er líklega fædd í kringum 1830, en Darwin heim- sótti Galapagos fyrst 1835. Það varpar þó skugga á þá skemmtilegu getgátu að Harriet tilheyrir skjaldbökutegund sem aðeins finnst á eyjum í Galapa- gos-klasanum sem Darwin kom aldrei til. Ef ekið er á kisu Oftar en okkur grunar er ekið á ketti hér á höfuðborgar- svæðinu. Stundum verða bíl- stjórar þess ekki varir og aka áfram en það kemur fyrir að mönnum bregður svo mikið að þeir þora ekki einu sinni út til að athuga með dýrið. En hvort sem er, þá er það lágmarkskrafa að ökumenn eða vegfarendur sem verða þess varir, tiikynni það lögreglu. Það hafa hins veg- ar verið vanhöld á því að iög- regla geri skýrslu um málið en henni ber sannarlega að gera það. Allir sem eiga hlut að máli ættu endilega að sýna þá tillit- semi að láta vita, því flestir kettir eiga einhvem að sem saknar þeirra og leita áfram án árangurs. Betra er að vita um afdrif dýrsins síns en lifa stöðugt í voninni um að það finnist. „Ég hef heyrt að það sé skortur á hundum, einkum blendingum, um þessar mundir en veit ekki hvort það er endilega vegna þess að fólki hugsi sér að gefa hunda í jólagjafír," segir Katrín Harðar- dóttir dýralæknir á Dýraspítalnum í Víðidal. Katrín segir það rétt að til þeirra leiti fólk og biðji um að það sé látið vita ef einhver komi með hvolpa sem eigi að lóga. Sem betur fer heyri það til undantekninga nú orðið að þeir sem séu með got þurfí að fækka hvolpum þannig. „í einstaka tilfellum koma menn með fullorðna hunda og þurfa að losna við þá en í þeim tilfellum er hægur vandi að finna heimili fyrir hunda ef viðkomandi leyfir það. í þau fimmtán ár sem ég hef unnið við dýralækningar hefur þetta breyst mjög mikið, sem betur fer. Ég held barasta að íslendingar séu loksins að tileinka almennilega ' hundamenningu því breytingin hefur verið mjög hröð," segir Katrín og bætir við að þannig sé með þessa þjóð, hún sé fljót til, þegar hún fari af stað. Löng bifi eftir vinsæl- um smáhundum Vin- sæla hunda eins og Cavalier er ekki hægt aö fá nema blöa lengi og þá er alls ekki aö fá fyrir jól. „Ég held barasta að íslendingar séu loks- ins að tileinka sér almennilega hunda- menningu því breyt- ingin hefur verið mjög hröð." Vandi að velja góða eigendur Jón Magnússon hundaeftirlits- maður í Reykjavík tekur í sama streng og segir að færri fái hunda nú en áður. „Þeim hundum, sem við tökum að okkur af einhveijum ástæðum, er ég ekki í vanda með að koma út en svo virðist sem tfma- bundinn skortur sé á hundum. Um það er ekki nema gott að segja því þá er von til að hvolpar fái góð heimili ef eftirspum er mikil eftir þeim. Því miður hefur verið of mikið um að menn kanni ekki almenni- lega þá sem taka að sér hvolpa en trúi í blindni á að allir séu góðir. Þannig er það bara ekki,“ segir Jón og tekur undir með Katrínu að breytingar á umgengni við hunda séu til mikilla bóta og ánægjulegt sé að fylgjast með þró- uninni. Stærri hundar ekki eins vinsælir Svo virðist sem skottur sé á flest- um minni hundategundum. DV er kunnugt um að ræktendur vinsælla smáhunda fái fleiri beiðnir eftir hundum en þeir geti annað. Rækt- endur hafa einnig orðið þess varir að fólk vill vanda val sitt og láti sér ekki nægja tegundina heldur geri kröfur um að ræktandinn sé virtur, hund- amir ættbókarfærðir, ekki úr hvolpa- framleiðslu og hafi skapað sér gott orðspor jneð ræktun. Katrín Harðardóttir segir eftir- spum eftir álcveðnum tegundum ganga f sveiflum. „Það er staðreynd að stærri hundar em ekld eins vinsæl- ir og þeir allra stærstu ganga oft manna á milli. En ákveðnar stærri tegundir eins og Golden Retriver Labrador ganga alltaf mjög hratt út, enda yndislegir hundar," segir Katrín. Þau Katrín og Jón leggja áherslu á að fólk sé ekld að kaupa hunda fyrir bömin sín f jólagjöf. Hundur sé og verði alltaf að vera á ábyrgð foreldr- anna og þeir verða að vera sáttir við ákvörðunina um að fá hund og langa sjálfa til þess. Annars fari illa, það þekki þau af reynslu. Eftirspurnin er eftir öllum hundum Husky-hundarnir eru I stærri kantinum, heldur stærri en íslenskir, þá er ekki heldur hægt aö fá hvenær sem erenda vinsælir hundar. Hvolpar eru yndislegir en engin leikföng Þeir pósa flott þessir Chines Crested- hvolpar en þá er heldur ekki hægt aö fá enda aðeins einn ræktandi þeirra á landinu. Lítll kisa fékk góða aðhlynningu í nýju fóstri Nær dauða en lífi, en komin til heilsu „Það var hringt í mig þann 22. september 2003 og mér sagt af litl- um kettlingi sem væri að þvælast í kringum Áskirkju í Laugarásnum í Reykjavík," segir Sigrfður Heiðberg í Kattholti, sem fór á staðinn. „Þar lá hann, litla skinnið, á tau- poka og hreyfðist ekki. Ég fór með hann á Dýraspítalann í Vfðidal og lét dýralækni skoða hann og í ljós kom að hann var óbrotinn. Ég óskaði eftír fósturmóður á vef Katt- holts til að sinna honum vegna þess að hann var kvefeður. Lánið lék við litlu Jdsuna er kærleiksrík kona hringdi í mig og bauð fram aðstoð sína. Eftír að Eygló, eins og sú ágæta kona heitir, var búin að koma honum til heilsu var ekki aft- ur snúið, þráðurinn sem hafði myndast á milli þeirra skyidi ekki verða slitinn. Hann lifir góðu lífi og Sigrfður segir hann þakklátan fyrir lífgjöfina. „Það er sjálfsagt að nefna það góða sem við upplifum hér í Kattholtí, ekki síst þar sem nú em að koma jóL Það minnir okkur á að það er til mik- ið af góðu fólki sem vill allt fyrir dýr- in gera," segir Sigríður Heiðberg. Hann fékk nafnið Lenni og unir sér vel Fyrir tveimur mánuöum var hann nær dauða en llfi en starfsfólk Kattholts kom honum til bjargar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.