Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Fréttir DV Keyrði á staur og flúði Átján ára ökumaður lenti í hálku f brattri brekku á Naustavegi á Akureyri á sunnudagskvöld, með þeim afleiðingum að hann ók á ljósastaur við veginn. Betur fór en á horfðist og endaði staurinn við hlið bflsins. ökumaðurinn hlaut ekki teljandi meiðsli en bfllinn skemmdist töluvert. Öku- maðurinn flúði af vettvangi og varð samvinna lögreglu- embættanna á Akureyri og Húsavík til þess að hann var stöðvaður af Húsavík- urlögreglunni við Tjörnes. Hann gat litlar skýringar gefið á athæfi sínu. Kviknaði í út frá rafmagni Rannsókn Lögreglunnar á Höfn í Homafirði og tæknideildar Lögreglunnar í Reykjavík, vegna bruna í hænsnahúsi bæjarins Græna- hrauns í Nesjum 14. desember síðastliðinn, er vel á veg komin. í ljós hefur komið að eldur myndaðist út frá því að spennurofi gaf sig í raf- magnstöflu og er málið í frekari rannsókn. Hátt í fjög- ur þúsund hænur drápust í brunanum og skemmdist hænsnahúsið mikið. Vindhviða velti sendibíl Um klukkan átta á laug- ardagsmorgun valt lítill sendibfll á Grindavíkurvegi, til móts við Bláa lónið. Að sögn Lögreglunnar í Kefla- vík missti ökumaður sendi- bflsins stjórn á honum vegna hálku og gríðarlegrar vindhviðu sem lenti á bfln- um, með þeim afleiðingum að hann hringsnerist og valt á hliðina. Ökumaður og farþegi kenndu sér ekki meins. Bifreiðin skemmdist töluvert við veltuna en var þó ökufær þegar henni var komið á fjögur hjól aftur. „Jonn eru eKKi Komm a ruiit hjá mér enda er ég ósköp lltill jólakarl, “ segir Gunnar Jóns- son, bóndi á Egilsstöðum. „Konan bakar og ég mæti. En dýrin fá ekki steik á jólunum. Reynd- ar hugsar maður svolítið tilþess að dýrin hafi það gott um jólin. Við hjónin borðum rjúpu um jólin sem ég veiddisjálfur." Landsíminn Harðvítugustu nágrannadeilur íslands eru senn á enda. Gunnar Tyrfingsson og kona hans Unnur Herdís Ingólfsdóttir í Melasveit ætla að selja húsið sitt og flytja. Þau segja deilur þeirra við Sverri Þór Einarsson, sem er einnig þekktur sem Sverr- ir tattú, og Ingibjörgu Ólafínu Palmer hafa tekið sinn toll af þeim og skjólstæðing- um þeirra en þau reka sambýli fyrir geðfatlaða. ihætui vegna Gunnarog Unnur Hafa gefist upp á nágrannadeit- unum og hyggjast selja húsið og fiytja á brott. awá3#,%.*g i DV hefur fjallað um harðvítugar nágrannadeilur í Melasveit. Nú er útlit fyrir að deilunum linni þar sem hjónin Gunnar Tyrfings- son og Unnur Herdís Ingólfsdóttir hyggjast selja húsið sitt og flytja starfsemi sína á brott en þau reka sambýli fyrir geðfatlaða. Kærur, klögumál og líflátshótanir eru aðeins brot af því sem hef- ur farið fram í Melasveit en hjónin segja erjurnar hafa tekið sinn toll af bæði þeim og skjólstæðingum þeirra. „Við erum búin að gefast upp,“ segir Gunnar Tyrfingsson, sem staðið hefur ásamt konu sinni Unni Herdísi Ingólfsdóttur í harðvítug- um deilum við Ingibjörgu Ólafínu Palmer og tengdason hennar Sverri Þór Einarsson, sem er betur þekkt- ur sem Sverrir tattú. Tekið sinn toll „Þetta hefur tekið sinn toll af okkur og okkar skjólstæðingum, það er óhætt að segja það," segir Gunnar. „Það er ekki hægt að reka þá starfsemi sem við rekum í þessu umhverfi hér og ekki við þessar að- stæður. Við munum skoða ein- hvern annan stað eða svæði sem hentar fyrir þessa starfsemi og við bindum vonir okkar við að finna betra umhverfi. Ég vonast til þess að yfirvöld taki betur á þessu og „Það á ekkert eftir að gerast á meðan Sverr- ir tattú er hér á sveimi." vonandi að þeir sem kaupa húsið fái frið fyrir þessum erjum," segir Gunnar. Sáttafundur Gunnar segir að það þurfi stór- kostlega breytingu á málunum í Melasveit svo að þau hætti við að flytja: „Það á ekkert eftir að gerast á meðan Sverrir tattú er hér á sveimi. Við héldum sáttafund nýlega og það verður reynt að setja niður einhverja samninga í framhaldinu en ég trúi ekki að það verði til þess að við hætt- um við að fara," segir Gunnar. Nágrannadeilurnar hafa verið í Skálda og Ijúga „Þau finna alltaf upp á einhverju nýju til þess að ríf- ast við okkur. Þau hreinlega skálda og ljúga eins og þeim sýnist til þess að halda þessu gangandi," segir Gunnar. „Okkar vinna felst í því að hjálpa öðru fólki en það getum við ekki á meðan við sitjum undir stöðugum árásum frá ná- grönnum okkar. Bflhræin sem Sverrir skildi hér eftir fyrir utan húsið okkar eru hér enn og enginn hefur gert neitt í því. Það sýnir kannski aðgerðaleysi þeirra Sverrir Þór Einarsson Hefur staðið i deilum við Gunnar og Unni en þær eru senn á enda þarsem hjónin segjast ekki geta meir. gangi um nokkurra ára skeið en Gunnar og Unnur keyptu húsið sitt í Melasveit í byrjun árs 1996. Kærurn- ar hafa gengið á víxl og enn eru kær- ur í kerfinu sem fulltrúi sýslu- mannsins í Borgarnesi og lögreglan þar eiga eftir að ganga í. sem ætti að hjálpa til við að finna lausn á þessu leiðindamáli," segir Gunnar og bætir við að húsið fari á sölu á næstu dögum. atli@dv.is Jóhannes Jónsson kveikti í húsi eiginkonu sinnar og smíðar það nú upp á nýtt „Verð í stofufangelsi næstu tvö árin" „Við flytjum ekki inn fyrir jól. Það er nóg eftir," segir Kópavogsbúinn Jóhannes Jónsson. í febrúar á þessu ári bar Jóhannes eld að húsi eigin- konu sinnar við Kársnesbraut. Hann játaði fyrir dómi að hann hefði verið ölvaður þegar hann kveikti í og fékk fyrir það hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þrátt fyrir það hefur Jóhannes unnið baki brotnu að því að endurreisa húsið sem var nær ónýtt eftir brunann. „Ég ætla að reyna að vera búinn að endurreisa allt næsta sumar en efa að það takist. Það er mikið verk eftir og ég held að ég eigi eftir að vera í stofufangelsi næstu tvö árin," segir hann og finnst sá dómur sem hann fékk fyrir íkveikjuna léttvægari en það verk sem hann vinnur að í húsinu. Jóhannes segist þó ekki vera svekktur með hlutskipti sitt, hann hafi borið ábyrgð á bruna húss eig- inkonu sinnar og ætli að bæta fyrir það. DV heimsótti Jóhannes í ágúst á þessu ári og hafði hann þá áorkað ýmsu í húsinu. Síðan heimsóknin átti sér stað hefur hann meðal ann- ars skipt um allt í lofti hússins og málað veggi. Næst er að flísaleggja og innrétta eldhúsið. „Það er erfitt að vinna þegar kuldinn og snjórinn koma aftur. Þá kólnar í húsinu og erfitt að burðast með hluti." Eiginkona Jóhannesar, Sigríður Einarsdóttir, fékk rúmlega þrjár milljónir í bætur frá tryggingunum, sem er helmingur brunabótamats hússins. Jóhannes er ekki sáttur við það en segir það eðlilegt, þar sem þau séu gift. Ofar á lóðinni er inn- réttaður bflskúr þar sem hjónin búa. Þar munu þau vera um jólin en segj- ast una því vel. Jóhannes fær stöku Jóhannes Jóns- son Smiðar húsið sem hann kveiktii upp á nýtt. sinnum hjálp frá Sigríði en vinnur annars allt einn. „Það þarf enginn að hjálpa mér," segir hann og heldur áfram að vinna. gudmundur@dv.is ^IrgjMaílStau^MranMfaQqi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.