Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Qupperneq 33
Menning DV
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 33
Ragnar Arnalds
Eldhuginn Sagan um Jör-
und hundadagakonung og
byltingu hans á islandi.
JPV, Reykjavík 2005
Verð 4.680 kr.
Bókmenntir
Kom franska stjórnarbyltingin til íslands sumarið 1809 þegar Jörgen Jörgenssen
hertók landið, setti embættismenn dönsku krúnunnar af, stofnaði sér lífvörð og
veitti öllum almúganum kosningarétt? Tvær bækur eru komnar út um hunda-
dagakonunginn sem enn hefur ekki hlotið þann sóma sem honum ber í íslenskri
vitund og sögu. í öðrum frjálsum nýlendum væru honum reistar styttur og nafn
hans baðað ljóma.
Munum viö hann Jnrund?
Það er útlit fyrir að nýfæddur
Danaprins muni samtengja Dan-
mörku og Tasmamu á nýjan leik.
Annar konungur varð þó fyrri til þess
en hann köllum við Jörund. Enski
bókavörðurinn og ævisagnaritarinn
Sarah Bakewell kallar hann hins veg-
ar ævinlega Jorgen Jorgenson og
finnst mér það ekki illa til fundið. Því
að það minnir okkur á að í þessari
ævisögu nálgumst við ísland sem
fjarlægt og framandi land í norðri og
okkur er sagt að íslendingar séu seig-
ari en harðfiskurinn (bls. 81) og kunni
lítt að meta uppátektarsama menn
(bls. 14). O jæja hugsum við én það er
áhugavert að heyra þessa skoðun.
Fræði sem afþreying
Þessi ævisaga hefst í Tasmaníu en
íslandsævintýri Jörundar eru tæplega
fimmtungurbókarinnar (bls. 80-125).
Áhugavert er að lesa þau saman við
nýja skáldsögu Ragnars Amalds um
sama efni eins og margir munu ef-
laust gera (og bækumar skarta raunar
sömu mynd af Jörundi á forsíðu). Því
miður er Sarah Bakewell fremur að
Við erum öll...
íslenski dansflokkurinn verður
með þrjár sýningar hér á landi í
maíi tengslum við Listahátið á
dansverkinu Við erum öll Marlene.
Sýningarnar verða þann 75., 76.
og 7 7. mai oger miðasala hafin á
þessar sýningar i miðasölu Borg-
arleikhússins. Eins og kunnugt er
var uppselt ánær allar sýningar
þess snemnta á þessu ári og
komust færri aðen vildu. Verkið
hefur farið viða á þessu ári og
verður á ferðinni áfram á þvi
næsta.
Það verður sýnt i Frakkiandi um
miðjan mars, i Skotlandi strax eftir
sýningarnar hér og svo i ágúst i
Sviþjóð. Enn standa yfír samn-
ingaviðræður um aðra staði.
Verkið fékk Grimuna á liðnu sumri
og Erna Ómarsdóttir hefur fengið
margvislegan sáma fyrir frum-
kvæði sitt við danssmiðina. Nú er
unnið að gerð heimildamyndar
um verkið og Ernu. Þeir sem vilja
sjá þessa merkilegu sýningu ættu
að tryggja sér miða i mai sem
fyrst.
Lisa kemur
aftur
Það kom flestum áóvart þegar sænska
söngkonan og lagasmiðurinn Lisa
Ekdahlkom hingað til lands og
hélt tvenna tónleika fyrir troðfullu
húsi í Austurbæ. Miðar á þá tón-
leika seldust upp á tveimur
klukkutimum og er þvi Ijóst að
Lisa á marga aðdáendur á íslandi.
Lisa Eldahl heldur tónleika í Há-
skólabiói föstudaginn 24. mars.
Mars,já. Miðasala hefst þriðju-
daginn 27. desember kl. 10 á
midi.is og i verslunum Skifunnar
og BT um allt land.Tónleikarnir
núna eru hluti af tónleikaferð
hennar um Norðurlöndin sem
hefst í Danmörku þann 10. febrú-
ar. Tilefnið er útkoma hljómplöt-
unnar Parlor Av Glas sem kemur
út þann 18.janúar. Fyrsta smáskif-
an með laginu Vraket afþeirri
plötu er væntanleg nú fyrir jólin.
A Parlor Av Glas heldur Lisa
áfram samstarfi sinu með Lars
Winnerback en hann stjórnaði
upptokum á síðustu hljómplötu
Lisu, Olyckssyster, sem hlaut frá-
bærar viðtökur almennings og
gagnrýnenda þegar hún kom út
fyrir tæpum tveimur árum. Á
Parlor Av Glas tekur Lisa Ekdahl
að hluta til upp þráðinn þarsem
frá var horfíð á Oiyckssyster en
einnig fer hún nýjar leiðir í tónlist-
arsköpun sinni. Platan er tekin
upp i PUK-hljóðverinu á Jótlandi i
nóvember á þessu ári.
Lisa Ekdahl sló i gegn með hljóm-
plötunni Vem vet árið 1994 en það
var hennar fyrsta plata. Vem vet
er enn ein sú söluhæsta á Norður-
löndunum til þessa dags. Lisa
Ekdhal hefur siðan farið ýmsar
leiðir í tónlistarsköpun sinni - allt
frá djassi og bossanova yfír i
popp. Parlor Av Glas er áttunda
platan hennar.
Það er óraunveruleikablær yfir
sumrinu 1809. Kom virkilega
danskur úrsmiðssonur hingað á
bresku skipi, gerðist hæstráðandi
landsins og veitti alþýðunni kosn-
ingarétt? Það er stundum engu lík-
ara en þessir atburðir séu hálfgert
undur í annars rökréttri íslands-
sögu. Við munum kannski hann
Jömnd en það er líka auðvelt að
gleyma honum því að hann er hálf-
partinn úr samhengi við samfélags-
þróunina. Og þó.
Kall tímans
Ragnar Arnalds er á öðm máli.
Jömndur brást við kalli tímans og
var réttur maður á réttum stað en of
snemma. Jömndur hans er venju-
legur maður sem tilviljanir gera að
ævintýramanni og enn stórkostlegri
tilviljanakeðja að byltingarmanni.
En þegar hann er lentur í því hlut-
verki er hann ákafur og ömggur í
sinni ætlan, þó að hann nái ekki að
fylgja ætlunarverkinu til enda og
átti líklega aldrei kost á því.
Söguleg skýr sýn
Vel heppnuð heimildaskáldsaga
er knúin áfram af skýrri sýn á sög-
una og hún er fyrir hendi í Eldhug-
anum. Annar mikilvægur eiginleiki
er gott vald á frásagnartækninni og
Eldhuginn er upp og ofan hvað það
varðar. í fyrstu er sagan dálítið hæg,
það þarf að koma á framfæri
allmildu magni upplýsinga tfi að
lesendur skilji tíðarandann og sam-
hengið. Þar er gjarnan beitt alvitr-
um sögumanni sem upplýsir les-
endur eins og kennari og óhjá-
kvæmilegt að velta fyrir sér hvort
beiting sjónarhorns hefði mátt vera
aðeins markvissari og nýstárlegri.
Sagnfræðingshamur
Þegar til íslands er komið tekur
sagan aldeilis við sér, verður hröð
og spennandi og lesendur sogast
inn í frásögnina, svipað og þegar
i horft er á spennandi bíómynd.
miðum verksins. Með þessum hætti
nýtur sjálf sagan sín og það er aðal-
atriðið, ásamt hinu sögulega sam-
hengi og forsendum atburðanna.
í heildina finnst mér Eldhuginn
vel heppnuð. Ragnari tekst að koma
sögunni á framfæri þannig að
lesendur skilja atburði ársins 1809
betur en áður. Um leið fangar sagan i
lesendur sína og þegar spennan er j
hvað mest opnar hún þeim leið inn j
í fortíðina. Og það á söguleg skáld- j
saga auðvitað að gera umfram allt. \
Aimannjakobsson \
1
Lisa Ekdahl
Jorgenson kemur til íslands
Hún telur þannig að
vinsældir söngleiJqar-
ins Þið munið hann
Jörund séu til marks
um að íslendingar hafi
ekki tekið Jörund al-
varlega (bls. 121).
Sjálfum hefur mér
alltaf þótt talsverður
broddur í því leikverki
þó að það litist af
gáska. En í öHum
megindráttum er frá-
sögnin trúverðug enda þótt erfitt
sé að sannreyna það nema rannsaka
málið sjálfur. Hún er að minnsta kosti
lífleg og ijömg og þessi bók mun
höfða til þeirra sem elska spennu-
þrungnar sannar sögur.
Þýðingarlýti
Þýðingin er áferðarfalleg en
stundum fullnálæg móðurmálinu
fyrir minn smekk:-„En hvomgur þess-
ara jaðarþátta einkennir hann fremur
en þau svið í fari hans sem minna láta
yfir sér: fýsn hans til skrifta og ffábær
atorka, greind hans og einstætt minni
Ragnar Arnalds rithöfundur
Ragnar hefur sjaldan notið sín betur
en í þessum hluta sögunnar - og þá
hjálpar raunar til að í þunglamaleg-
um upphafsköflum hafa lesendur
fengið þær uppiýsingar sem þarf.
Síðan fer bylting Jörundar smám
saman að renna út í sandinn og það
dofnar líka yfir sögunni, seinustu 40
blaðsíðurnar em ekki jafn þéttar og
það sem áður fór og höfundur
kannski kominn um of í sagnfræð-
ingshaminn.
Velheppnuð
Fyrst í stað rak gagnrýnandi
hornin í að stíllinn væri blátt áfram,
vandaður fremur en leiftrandi. Eins
em lítil blæbrigði í málfari persón-
anna. Þetta reynist þó þjóna mark-
..." (bls. 249). Hér
skín ensk hugsun og
setningagerð í gegn-
um íslensk orð. En
kannski getur það líka
verið kostur, eins og
að Jörundur heiti Jorg-
enson. í öllu faili skynj-
um við gestsaugað.
Skemmtiefni
Frásagnargleði Söm
Bakewell er ótvíræð og
heldur lesendum vel
við efnið. Ekki er annað hægt en að
brosa þegar hún tilfærir lýsingar
ferðamanna á hinni almennu fitu í
Lundúnum (bls. 33), svona smáatriði
gera sagnaritin lifandi. Og það er al-
veg sama hvert Jömndur fer, alltaf
kemur Sarah í humátt á eftir og segir
kátlega frá því. Þetta er lífleg ævisaga
þó að ekki sé hún strangvísindaleg.
Óhætt er að mæla með henni sem
skemmtilestri í jólafríinu.
Ármann Jakobsson
Sarah Bakewell
Jörundur hunda-
dagakonungur
Björn Jónsson þýddi.
Skrudda 2005.
Verð 4.280 kr.
★ ★☆☆☆
Bókmenntir
semja afþreyingarbók en ffæðirit og
þó að hún geti heimiida í lokin kemur
afar sjaldan fram hvert hvaða fróð-
leikur er sóttur. Stundum er meirað-
segja skellt fram beinni tilvitnun en
óhægt um vik að finna höfund f heim-
ildaskrá (bls. 200). Lesendur lenda í
vandræðum með hverju þeir eiga að
trúa og þurfa að sækja í frumheimild-
ir eða vísindarit.
Tókum við Jörund ekki
alvarlega?
Um leið og gestsaugað er glöggt
finnst mér Sarah Bakewell stöku
sinnum misskilja íslenskar aðstæður.