Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005 Fréttir DV Póstkassar sprengdir Áramótin eru að ganga í garð með til- heyrandi flugelda- sölu og sprenging- um. í gær höfðu nokkrir póstkassar og blaða- gámar verið sprengdir uppí Reykjavík með flugeld- um. Samkvæmt upplýsing- um frá Lögreglunni í Reykjavík er þetta vaninn. Sprengingarnar haldi áfram á meðan flugeldasalan stendur yfir. Lögreglan seg- ist líta þessi skemmdarverk alvarlegum augum. Krísa hjá Hjallatúni Rekstrarerfiðleikar hjá dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal hafa orðið til þess að sveitarstjórnin hef- ur þurft að ábyrgjást 10 milljóna króna endurnýj- aðan yfirdrátt fyrir dvalar- heimilið. Ennfremur hefur Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra verið sent erindi þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu úr ríkissjóði vegna erfiðleika Hjallatúns. Áramótaheit? Andrés Magnússon, blaöamaöur. „Ég hefgertþað öðru hverju en passað að hafa það tiltölu- lega auðvelt og ánægjulegt. Um þessi áramót er það að drekka meira afdýru ár- gangspúrtvlni. Það veltur á ÁTVR hvernig til tekst en það mun ekki standa á mér að strengja heitið." Hann segir / Hún segir „Eg geri það ekki. Ég man ekki eftir þvi að hafa gert það og hefþví örugglega brotið efég hefeinhvern tíma gertþað. Ég ætla ekki að gera það núna. Ég hefmín markmið og þarf ekki að setja mér neinar regl- ur.“ Álfrún örnólfsdóttir, leikkona. Verktakafyrirtækið Stafna á milli hefur gengið vasklega fram í kaupum á eignum í miðbænum undanfarið eitt og hálft ár. Athafnamaðurinn Engilbert Runólfsson, sem er forstjóri fyrirtækisins, hefur lýst yfir hugmyndum sínum um byggja versl- unarmiðstöð í miðbænum. Engilbert á einnig byggingarfélagið Frakkastíg ehf. en í gegnum þessi tvö fyrirtæki á hann Hverfisgötu 55, Hverfisgötu 58 og Hverfisgötu 61 þar sem Qórir eiturlyfjaneytendur hafa látið lífið á rúmu ári. Engill dauðans vofir yfír Hverfisgötunni þessi misserin. Fjórir einstaklingar, sem allir voru fastir í viðjum fíkniefnanna, hafa látið lífið í húsum í götunni undanfarið ár. Þrír þeirra, Stefán Heiðar Brynjólfsson, Jón Ingi Tómasson og Ólöf Linda Ólafs- dóttir, létust af of stórum skammti eiturlyfja en sá fjórði, Bragi Halldórsson, var myrtur af Sigurði Frey Kristmundssyni í ágúst- mánuði á þessu ári. Hinn umsvifamikli athafnamaður Engilbert Runólfsson er eigandi þessara þriggja húsa í gegnum tvö fyrir- tæki sín. Athafnamaðurinn og bygginga- verktakinn Engilbert Runólfsson hefur verið áberandi að undan- förnu. Miklir uppgangstímar hafa verið í byggingariðnaðinum og hefur Engilbert ekki farið varhluta af því. Hann býr í glæsilegu einbýl- ishúsi að Eikarási 7 í Garðabæ, byggði stórhýsið sem Avion Group á í Hlíðasmára og hefur verið öfl- ugur í að kaupa fasteignir á Hverf- isgötu og Frakkastíg. Auk þess á hann fjölda fasteigna í gegnum óteljandi eignarhaldsfélög vítt og breitt um landið. Dæmdur fyrir dópsmygl Engilbert hefur farið um langan veg frá því að hann var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Hæstarétti árið 1996 fyrir að reyna að smygla 313 grömm- um af amfetamíni til landsins ásamt fé- laga sínum frá Hollandi. Félagi hans reyndi að smygla dópinu en Engilbert viður- kenndi að hafa keypt efnið. Eftir að hann kom út hófst hann handa við að byggja og hefur náð að koma upp einu mesta veldi í byggingar- iðnaðinum á íslandi. Dauðahúsin þrjú Engilbert hefur eins og áður sagði verið afar duglegur við að kaupa eignir við Hverfisgötu og Frakkastíg. Hann ætlar sér að byggja verslunarhúsnæði eins og hann lýsti í viðtali við DV f haust þar sem hann sagðist ætla að byggja 3000 fermetra húsnæði Þrjú afþeim húsum sem Engilbert á eru hin svokölluðu „dauðahús" á Hverfis- götu, hús númer 55, 58 og 61. íþessum þremur húsum hafa fjórir lánlausir ein- staklingar dáið. strax og leyfi feng- ist. Þrjú af þeim húsum sem Engil- bert á eru hin svokölluðu „dauðahús" á Hverfisgötu, hús númer 55, 58 og61. í þessum þremur húsum hafa fjórir lánlausir einstak- lingar dáið. Verk- takafyrirtæki Engil- berts, Stafná á milli, á Hverfisgötu 55 og 61 en byggingarfé- lagið Frakkastígur ehf., sem Engilbert er einnig aðili að, á Hverfisgötu 58. Kannast ekki við neitt Engilbert vildi ekki kannast við að koma nálægt byggingarfélaginu Frakkastíg ehf., sem á Hverfisgötu 58, þegar DV hafði samband við hann í gær. Samkvæmt Gunnari Þórðarsyni, sem seldi Frakkastíg ehf. íbúð á Hverfisgötu 58, sáu Þor- geir Jósepsson, framkvæmdastjóri Stafna á milli, og títtnefndur Engil- bert um kaupin fyrir hönd Frakka- stígs ehf. Þegar Engilbert var Hverfisgata 55 Stefán Heiöar Brynjólfsson lést eftir aö hafa tekiö ofstóran skammt af Contalgeni. Hann fannst látinn i risi hússins. Fyrirtæki tengt Engilberti á húsiö. Hverfisgata 58 Sigurður Freyr Kristmundsson myrti Braga Halldórsson meðhnlf. Félag tengt Engilberti á húsiö. Eikarás 7 !þessu glæsilega húsi iGarðabæ býr Engilbert ásamt fjölskyldu sinni. Húsið er skráð á fyrirtæki hans, Stafna á milli. Hverfisgata 61 SambýlisfólkiðJón Ingi Tómasson og ÓlöfLinda Ólafsdóttir fundust látin afofstórum skammti afeiturlyfjum. Fyrirtæki tengt Engilberti á húsið. verktak■ Engilbert Runólf frú á góðri stund Dópsmyglarinn og inn Engilbert á öll þ „dauðahúsin" á Hvt spurður af hverju hann hefði verið að vasast í viðskiptum sem kæmu honum ekki við var fátt um svör. „Ég vil ekki tala við ykkur," sagði Engilbert áður en hann skellti á ? ”7 blaðamann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.