Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDACUR 30. DESEMBER 2005 Fréttir DV Myrtur fyrir aö ávarpa ekki morðingja rétt Lögreglan í Kópavogi handtók Víetnamann Phu Tién Nguyen sunnudagskvöldið 15. maí eftir að hann stakk mann til bana og særði annan í matarboði sem endaði með skelfingu. Phu var úr- skurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Hann var talinn hættulegur samfélaginu enda var morðið hrottafengið. Deilur kviknuðu á milli Phu og Vu Van Phong sem var drepinn vegna þess að hann ávarpaði hann ekki rétt. Mun það vera hluti af ævafornri hefð í Víetnam þar sem menn eru tilbúnir að drepa ef heið- ur þeirra er í veði. „Hurðin inn á klósett- ið var lokuð en ég heyrði að það var eitt- hvað á seyði." Blæddi út á ganginum Vu var stunginn af Phu inni á kló- setti í veislu í Kópavogi. Þeir rifust við matarborðið og á einum tíma- punkti fékk Vu nóg og strunsaði inn á klósett. Phu fylgdi þá fast á eftir og urðu gestir ekki varir við nein átök fyrr en of seint. „Hurðin inn á kló- settið var lokuð en ég heyrði að það var eitthvað á seyði,“ sagði vinur þeirra sem kom inn á klósett og sá Phu stinga Vu. Fleiri komu inn á kló- sett og reyndu að stöðva Phu sem var trylltur, að lokum tókst þeim að koma honum frá og bera særðan Vu fram á gang. Honum blæddi út á miðjum ganginum á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Söfnuðu fyrir ekkju Vu lét eftir sig konu og tvö börn. DV fór í söfnun fyrir hana svo hún gæti grafið mann sinn úti íVíetnam. DV tókst að safna ríflega tveimur milljónum fyrir ekkjuna og gerði það henni kleift að fara með mann sinn og borga kostnað sem þurfti að leggja út vegna sviplegs fráfalls Vu. Phu var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 16 ára fangelsi. Vu Van Phong Lét eftir sig eiginkonu og tvö börn. lyptupfypirað [ Phu Tién Nguyen Myrti Vu á hrottafenqinn hátt. Frægasti glæpamaður ísiands, Lalli Johns, ihugaði að höfða mál gegn leik- stjóranum Þorfinni Guðnasyni en hann var sagður hafa féflett ■ Lalla. Mál- DV greindi frá því að Atli Helgason, Pdæmdur morðingi og fangi á Litla-Hrauni, hefði sést á bensinstöð þarsem hann dældi bensini á bílinn og keypti Bragðaref. Atli útskýrði fjarveruna frá fangelsinu þannig að hann hefði fengið bæjarleyfi til að fara i jarðarfjör ömmu sinnar. ið var heimildarmynd Þor- finns um lifLalla. Þorfinnur átti að hafa gert munnlegan samn- ing við Lalla um hlutdeild i hagnaði myndarinnar og síðar skriflegan samning. Hvorugt var staðið við og barðist lögfræðingurinn Páll Arnór Pálsson fyrirþví að Lalli fengi borgað. Jón Ásgeir Jóhannesson ætlaði sér að keppa við Islandsvininn Quentin Tarantino og fleiri stjörnur i hinum fræga Gumball 3000 kappakstri. Kappinn hafði greitt nokkrar milljónir króna iþátttökugjald en hætti við á siðustu stundu og sendi frænd- ur sina i staðinn. Þeir Vilhjálmur og Jón Þór Einarssynir fengu lánaða Aston Mart- in-bifreið Jóns Ásgeirs og brunuðu um heiminn. DV greindi frá þvi að Davið Garðarsson, gömul fótboltakempa og margdæmdur fikniefnasali, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavikur fyrir að nauðga hrottalega konu á þritugsaldri. Davíð fékk óvenju þungan dóm en hann var dæmdur i tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Ástþór Magnússon trylltist í Héraðsdómi Reykjavíkur og veittist að Ijósmyndara með Hunts-tómatsósubrúsa og sprautaði á bæði Ijósmyndara sem og húsakynni. Ástþór sem virðist kunna þvi illa að tekin sé mynd af honum hafði áður veist að Ijósmyndara og var fyrir héraðsdómara vegna skemmda sem hann olli á digital-myndavél Snæfríðar Ingadóttur. Þrettán ára tviburar hrelldu sex ára dreng jfjj allhressilega þegar þeir læstu hann ofan i ruslatunnu og létu hann dúsa þar í klukku- stund. Drengurinn fannst fyrir einskæra \ heppni þegar tvær konur á kvöldgöngu urðu hans varar. Móðir drengsins sakaði tví- : burana um morðtilraun á meðan móðir þeirra sagði að þeir væru eins og englar en ffji þeir eru alræmdir i hverfinu samkvæmt heimildum Jón Óskar Isleifsson, ein- lægur aðdáandi Eiðs Smára, bauð 800 þúsund krónur i íþróttatreyju Eiðs Smára á netuppboði til styrktar Hjartaheill, kom svo i Ijós að Jón er mis- þroska og hafði alls ekki efni á treyjunni. Uppboð eru bindandi en Eggert Skúlason varaformaður Hjartaheillar lét málið niður falla þegar kom í Ijós hvernig ipottinn var búið. Selma Björnsdóttir tapaði eftir- minnilega í Eurovision en búningur- fk inn sem hún klæddist vakti þó enn meiri athygli. Hann minnti óþyrmi- lega mikið á búninga indverskra magadansmeyja en sumir sögðu hann líkjast slökkviliðsbúningi. App- elsinugul hetta sem fylgdi búningn- um átti að fjúka afi atriðinu en það reyndist ganga erfiðlega, það gekk þó upp á lokakvöldinu en hún féll samt i undankeppninni. Ekki nol.. hettuna'j Unnur Birna komst í fréttir og ekki að ástæðu- S lausu. Hún var að fara á fyrstu næturvaktina sina \ sem landamæravörður i Leifsstöð þann 4. júni. Unni fannst búningurinn flottur en hafði engan / handtekið enn sem komið var. Hún var í sumar- T starfí og sagðist vonast eftir að handtaka einhvern sem gerst hefði brotlegur. Hvort handtaka hafi átt sérstað er rikis- leyndarmál. Unnur upplýsti þó að sætir strákar væru í lögg- unni og að hún hefði meðferðis handjárn, táragas og kylfu. Einar Ágúst Víðisson hefur verið töluvert i umræðunni. Ekki afgóðu. Hann var dæmd- ur í héraðsdómi 7. júní fyrir aðild að Detti- fossmálinu. Eftir handtökuskipun vegna skróps í vitnaleiðslum fannst hann. Með DV fyrir andlitinu við dómsuppkvaðningu fékk hann þriggja mánaða dóm. Kristinn Óskarsson nauðgaði fyrrverandi kærustu sinni á hrottalegan hátt. Glæpur Kristins vakti mikinn óhug i samfélaginu. Hjúkrunarfræðingurinn sem tók á móti fórnarlambi Kristins sagði áverkana hafa verið svo mikla að þetta hefði verið eitt það hrikalegasta tilvik semhún hefði séð á neyðarmóttöku. Kristinn fékk fjögurra og hálfs árs dóm iHæstarétti. Hann slapp út i byrjun júni og flúði til útlanda. Þjóðin ætlaði að verða vitlaus. Fótbolta- stúlkur fjölmenntu fyrir utan 101 hóteii Reykjavik, stóð á forsiðu DV þann dag. Fleiri biðu eftir Beckham. Fjölmiðlar lands- ins fjölmenntu á 101. Beckham kom þó aidrei, eða lét i það minnsta ekki sjá sig. Undir hamingjusömu yfírborði í Smáíbúða- hverfinu ríkti ótti og reiði meðal íbúa. Ástæðan varsú að i hverfinu bjó giftur þriggja barna faðir sem hefur hrellt ibúa i hverfinu um árabil. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum í hverfinu, meðal annars gegn sinni eigin dóttur. Blaðamaður DV sótti barnaniðing- inn heim og var hann þá atvinnulaus og sat heima iþunglyndi. Hann viðurkenndi að hafa misnotað stúíkurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.