Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005
Helgarblaö 1>V
Halla Margrét Árnadóttir sópansöngkona er á landinu yfir jól og áramót. Hún er búsett ásamt eigin-
manni og dóttur í Parma á Ítalíu, en dóttirin Guðfinna mun fermast hér heima í byrjun janúar. Halla
Margrét ætlar líka að nota tækifærið og leyfa íslendingum að heyra hvað hún syngur undravel og koma
fram á tónleikum í Skálholtskirkju á gamlársdag. Þá kemur hún fram í athöfn í Filadelfíukirkjunni á
nýársdag. Að syngja fyrir íslendinga er Höllu Margréti hjartans mál.
WBUfÆ
wwf'áW ' 'M
§pj
§§#
M M". yl
I Halla Margrét Árnadóttir
j Er í stuttu stoppi á fslandi og
I vill leyfa Islendingum að
njóta þess sem hún hefur að
I bjóða I söngnum.
Halla Margrét hefur verið
búsett á Italíu í átta ár, en
firam að því var hún þar
með annan fótinn í nokkur
ár í námi. Nú em tæp þrjú ár síðan
hún var hér síðast og hún ætlar aldrei
að láta líða svona langan tfma aftur að
hún komi ekki heim.
„Ég er í hálfgerðu sjokki því ég rata
ekki lengur um Reykjavík," segir hún.
„Mér finnst þó bara yndislegt að
koma heim og ég nýt þess að hitta
fjölskyldu og vini og borða íslenskan
mat. Ég finn betur eftir því sem ég er
lengur úti hvað ég er mikiU íslending-
ur. Smndum tek ég dæmi af boxertík-
inni minni, en þegar við bjuggum
inni í Parma fór ég og viðraði hana í
garðinum eins og aðrir hundaeigend-
ur. Hún var alltaf jafn glöð og lék sér
við hina hundana en þegar annar
boxer mætti á svæðið varð hún ennþá
glaðari. Það var svo greinilegt að hún
náði annars konar tengslum við sína
tegund. Þetta finnst mér stundum
eiga við um mig og íslendinga. Það er
einhvem veginn eins og að vera í
sama lit,“ segir Halla hlæjandi.
Lundakaffi í miðborg Parma
Það væsir þó ekki um Höllu Mar-
gréti á Ítalíu. Hún gifti sig þar í sólinni
í fyrrasumar, eiginmanni sínum Pa-
olo Di Vita, sem er veitingamaður og
rekur kaffihús í miðborginni. Veit-
ingahúsið heitir Lu Pulcinella sem út-
ísland og (talfa I eina sæng. Boðið var
upp á harðfisk og pastasalöt I brúðkaupinu.
leggst Lundakaffi á íslensku. „Þetta er
dæmigert ítalskt kaffihús," segir Halla
Margrét. „Ég efast um að svona kaffi-
hús séu til á íslandi, það er kannski
helst hægt að líkja þessu við heita
pottinn í Vesturbæjarlauginni þar
sem fólk hittist daglega og kynnist vel.
Á barnum emm við með upp-
stoppaðan lunda ffá frændfólki í
Vestmannaeyjum og myndir af lund-
um um allt. Það er vegna þess að Pa-
olo varð ástfanginn af lundanum þeg-
ar hann kom til íslands. Að öðm leyti
er þetta afar ítalskt. Við emm með
fastakúnna sem em eins og fjölskyld-
an okkar og við vitum allt um. Ég
hjálpa til á kaffihúsinu þegar ég er
ekki að syngja einhvers staðar og mér
finnst ég oft stödd í leikhúsi þar sem
ég stend bak við barborðið. Ég verð
aðallega hissa að fá ekkert klapp. Og
Paolo, hann er í rauninni sálfræðing-
ur, prestur og skemmtikraftur, og frá-
bær í því sem hann er að gera.
Kúnnahópurinn fylgist líka vel
með mér þegar ég er að syngja og
stendur þétt við bakið á mér. íbúar
Parma em auðvitað miklir ópemunn-
endur þar sem til dæmis Verdi er frá
Busseto í Parma og um daginn þegar
ég var að syngja í Róm fékk ég stóran
blómvönd frá viðskiptavinunum á
Lundakaffi. Mér þykir óskaplega vænt
um þennan stuðning."
Jólaglögg og vöfflur fyrir við-
skiptavini
Fastakúnnamir á Lu Pulcinella fá
lfka að finna fyrir íslenskum áhrifum í
viðbót við lundana því þegar Halla
Margrét er þar bakar hún alíslenskar
vöfilur sem falla vel í kramið og á jól-
um bjóða þau hjón upp á jólaglögg
sem ítalir kunnar vel að meta.
„Það er synd að þessi hefð festi
ekki rætur hér heima," segir Halla
Margrét hugsandi.
„Þetta snerist alltaf upp í húrrandi
fyllirí," segir blaðamaður.
„Já, er vínmenningin ekkert að
skána?" spyr söngkonan, en við
komumst að þeirri niðurstöðu að trú-
lega hafi hún breyst eitthvað til batn-
aðar hjá landanum þrátt fyrir allt.
Halla Margrét hefur einskorðað
vinnu sína við wítaliu en þar er sam-
keppnin geysihörð og oft stutt í spill-
ingu. „Framinn tengist oft óheiðar-
legum vinnubrögðum," segir Halla
Margrét. „Ég er þess vegna mjög stolt
að geta sagt með hreinni samvisku að
ég hef alltaf komist áfram á eigin
verðleikum. Það er ekki algengt í
þessu landi. í mínu fagi er mjög erfitt
að halda hreinum skildi og ég hef
horft upp á kollega mína hreinlega
selja sig fyrir framann. En fyrir mig er
fjölskyldan það mikilvægasta sem ég
á."
„Ég var auðvitað ekki
að syngja mitt rétta
fag, ég er dramatískur
sópran og hlutverkin
sem ég syng eru af-
skaplega dramatísk."
íslendingar dramatískari en
ítalir
Halla Margrét var í þrjú ár fastráð-
in við stærsta óperuhús á Ítalíu sem
sérhæfir sig í óperettum. „Það var
ómetanleg reynsla og ofsalega
skemmtileg. Ég var auðvitað ekki að
syngja mitt rétta fag, ég er dramatísk-
ur sópran og hlutverkin sem ég syng
em afskaplega dramatísk," segir hún
og skellihlær. „Persónumar mínar
enda yfirleitt í dauðanum, stundum
fell ég fyrir eigin hendi, eða bara dey
úr sorg og stundum myrði ég föður
minn eða einhverja aðra í kringum
mig. f óperettunum gekk hins vegar
allt út á gleðina. Leikstjóramir vom
oft í vandræðum með mig því mér
tókst alltaf að fanga einhverja drama-
tík í leiknum, en þetta var mjög góð
reynsla og þama var ég komin í hóp
atvinnusöngvara. Svo á ég mér
draum," segir Haila Margrét kankvís.
„Þegar ég verð gömul langar mig að
leikstýra óperettum. Tilhneigingin
hjá óperuhúsunum hefur nefnilega
verið sú að gera óperettur að lélegum
ópemm, sem er algjör dauðasynd.
Óperettur em sérfag og þar á að vera
gaman."
En ertu þd dramatísk sjálí?
„Já, það er nefnilega málið, ég er
alveg hádramatísk. Það er íslending-
urinn í mér. íslendingar em miklu
dramatískari en ítalir. Þetta er miklu
meira I nösunum á þeim. Ég segi oft
um Paolo að hann segi voff, voff með-
an ég bít. Það lýsir muninum vel."
Hefur lært að skilja dramatík-
ina eftir í leikhúsinu
Ástarævintýri Paolos og Höllu
Margrétar var dramatískt á köflum
eins og gengur í samböndum en nú
lifa þau harmónísku lífi sem hentar
dramastelpunni vel þrátt fyrir allt.
„Okkar saga er mjög falleg," segir
Halla. „Allur regnboginn. Þegar við
kynntumst átti ég ekki bót fyrir rass-
inn á mér, var búin að eyða öllum
mínum sjóðum í námið og var í tómu
basli. Við höfum unnið okkur í gegn-
um þetta og lifum mjög ljúfu og góðu
lífi í dag. Ástin fyrir mér felst í að geta
unnið og þroskast saman í þeim verk-
efnum sem lífið býður upp á. Vinnan
við ástina hefst oftast þar sem tjaldið
fellur í ævintýrunum. í dag er ég búin
að læra að dramatíkina skilur maður
eftir uppi á sviðinu og tekur ekki með
heirn."
Halla Margrét og Paolo eiga eftir
að gifta sig í kirkju og Halla hefur ver-
ið að lofa vinum og vandamönnum
að gera það á íslandi, hugsanlega
næsta sumar.
„Það kemur ekki til greina annað
en að við giftum okkur í kirkju hér
heima. Við áttum samt yndislegt
brúðkaup á Ítalíu og buðum meira að
segja upp á íslenskan harðfisk. Paolo
var afar skeptískur, fannst hann lykta
svo illa, en fiskurinn hvarf á tíu mín-
útum. Nei, hann var ekki með ís-
lensku smjöri, þá hefðu flugumar
gengið af göflunum. En það var fynd-
ið að ítölsku flugurnar lim ekki við ís-
lenska harðfiskinum en sóttu þess
meira í pastasalatið."
Tónleikar í Skálholti á gaml-
ársdag
Þó að Halla Margrét hafi haft nóg
að gera kom stóra „breikið" ekki fyrr
en sumarið 2004, þegar hún tók þátt í
tveimur ópemuppfærslum f Róm.
„Þetta em fyrstu óperumar sem
Puccini skrifaði, Le Villi og Edgar. Ég
er í aðalhlutverki í báðum óperunum
og nú hafa þær verið gefnar út á DVD-
diskum. Hvomg þessara ópera hefur
verið mikið sett upp í gegnum tíðina
en em að komast í tísku núna. Það má
eiginlega segja að útgáfa þessara
diska sé alheimsfrumsýning. Diskana
er hægt að panta á netinu hjá Pan-
dreams-útgáfunni eða í plömverslun-
um.“
Á gamlársdag ætlar Halla Margrét
að syngja á tónleikum í Skálholts-
Gllatt á hjalla í Parmo. Halla og Paolo
giftu sig borgarlega á Italiu siðastliði ð
sumar.
kirkju þar sem koma fram fleiri lista-
menn, meðal annars Egill Ámi Páls-
son tenór, Hulda Sif Ólafsdóttir sópr-
an og þeir Jóhann I. Stefánsson
trompetleikari og Hilmar Öm Agnars-
son organistí. „Við ætlum fyrst og
fremst að kveðja árið í gleði, þetta
verður sannkölluð gleðistund. Það er
líka svo mikilvægt fyrir mig að syngja
á íslandi," segir Halla Margrét. „öll
mín orka hefur farið í að vinna úti og
komast áfram þar, hægt og hljótt, en
mér finnst að íslendingar eigi að fá að
heyra í mér og fylgjast með því sem ég
er að gera. Ég lít ekki á það sem vinnu
að syngja hér heima heldur er það fyr-
ir hjartað mitt að fá að syngja í eigin
landi. Ég er svo mikill fslendingur og
finn svo sterk tengsl við fólkið mitt
hér. Það er mjög mikilvægt að skilja
aldreivið það."
Verður þd engin dramatík í Skál-
holtl?
„Ég fer nú ekki í gegnum heila tón-
leika alveg dramalaust," segir Halla
Margrét lúæjandi. „En fyrst og fremst
ætlum við að skemmta okkur."
Halla Margrét kemur einnig fram í
athöfn hjá Hvítasunnusöfnuðinum á
nýársdag. edda&dv.is