Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 54
Menning DV
Jt
54 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005
%
Gautur íæfingu
Þjóðleikhúsið ræðst í þriðja sinn í f* |öf
sviðsetningu á Pétri Gaut eftir Henrik
tbsen. Var fyrsti samlestur á nýrri þýð-
ingu Karls Agústs Úlfssonar I gær-
morgun á Ballettsal Þjóðleikhússins
en sviðsetning Baltasars á verkinu
verður á nýju sviði Þjóðleikhússins í
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. ^511
Þar var áður æfingasalur hússins og
fyrir þann tíma íþróttasalur þar sem endurþjáli
fór fram og glímuæfingar. í eina tið hýsti saiurí
vinnustofu Kjarvals á sumrum og var notaður t..
myndlistarsýninga. Nú mun hann hýsa leikmynd
eftir Grétar Reynisson. Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Péturs Gauts
en fjölda annarra hiutverka mun leikhópurinn skipta á milli sín.
Frá samlestri IngvarE.Sig-
urðsson annar frá vinstri en
Eiann lék Gautinn siðast við
Hverfisgötuna.
DV-mynd GVA I
Skattfé borgarbúa var veitt til þekktra og óþekktra aöila í menningarstarfsemi í
Reykjavík fyrir hátíðir. Listi yfir styrkþega ber meö sér að meirihluti Menning-
armálanefndar geri ekki greinarmun á atvinnustarfsemi og áhugamennsku.
Lengri samningar um stuðning eru á næsta ári að renna út og verður fróðlegt að
sjá úthlutun að ári - eftir kosningar.
J Kringlunni rústað f flutn-
J ingi Vesturports Hópurinn
| erstærsti styrkþegi Menning-
J armáianefndar og með
| samning til loka næsta árs.
DV Mynd Vilhelm I
Sigurður Gfsli Pálmason
kaupsýslumaður
Sigurður
Gísli í borg-
arkerfið
Menningarmálanefnd hefur
* skipað í nýstofnað safnráð
Listasafns Reykjavíkur en ráðið
var sett á í sumar og sætti sú
ráðstöfun nokkurri gagnrýni
fráfarandi safnstjóra, Eiríks
Þorlákssonar. Ráðið skal vera
safnstjóra til ráðgjafar og var
einkum hugsað til að styrkja .
vildarnet safnsins heima og er-
lendis.
Gagnrýni Eiríks beindist
einkum að því að með stofnun
ráðsins væru stjórnmálamenn
farnir að seilast eftir áhrifum á
starfsemina, en í eldri reglum
>var safnstjóra heimilt að hafa
ráð sér til ráðgjafar, en það
nýtti Eiríkur sér ekki. Af skipan
ráðsins nú má ráða að til
grundvallar hafi verið lögð
tvenns konar sjónarmið: leitað
eftir fjármálamönnum úr at-
vinnulífinu með áralangan
áhuga á myndlist og fólki með
akademíska
fagþekkingu á
myndlist og
reynslu af sýningahaldi.
f ráðið voru skipuð í fyrsta
sinn þau dr. Christian Schoen
« sem stýrir CIA - kynningar-
miðstöð íslenskrar myndlistar
- og aukast þar enn völd hans í
ísiensku myndlistarlífi; Hrafn-
hildur Schram listfræðingur er
þar einnig en ný nöfn á þess-
um vettvangi eru þeir Gunnar
Dungal, fyrrverandi Pennafor-
stjóri og Sigurður Gísli Pálma-
son kaupsýslumaður, en þeir
•'íélagar hafa lengi unnið saman
í styrktarsjóði Pennans sem
Gunnar setti á stofn íyrir
nokkrum árum til styrktar
myndlistarmönnum. Sigurður
hefur búið vestur í Los Angeles
en haft mikil umsvif hér á
landi í fasteignarekstri.
Þau systkin, Pálmabörn, eru
víðar farin að koma að
stoðstarfi við íslenska mynd-
list: Ingibjörg situr í stjórn CIA
og rekur galleríið 101 við
Hverfisgötu. Systir þeirra Lilja
er menntaður myndlistarmað-
ur en hefur einkum einbeitt
sér að starfi á vettvangi kvik-
myndaframleiðslu. öll hafa
»þau verið virkir kaupendur um
árabil á íslenskum myndlistar-
markaði
Flugur
Skömmu fyrir jól var birtur listi
yfir styrki menningar- og ferðamál-
ráðs Reykjavíkur til listahópa og
verkefna. Tuttugu og einni miljón
var úthlutað, en það segir ekki alla
söguna: Fimmtíu og sjö milljónir
voru fyrir bundnar í samningum við
ríflega þijátíu aðila með lengri
samningum.
Minnihluti situr hjá
Styrkir borgarinnar til menning-
arstarfsemi hafa verið að hækka á
undanfömum árum. Á þessu ári var
tekið til í regluverki tengdu úthlut-
unum á skattfé til listrænnar starf-
semi: fagráð vom lögð af en eitt
skipað sem fer yfir allar umsóknir
en auglýst er eftir umsóknum. Er
unnið eftir nýju fyrirkomulagi öðru
sinni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
ráðinu sátu hjá við afgreiðslu máls-
ins og gerðu í bókun athugasemdir
við að tillögum fagráðs skyldi ekki
hlýtt í hvívetna.
Aðstaða og lengri samningar
Þá er ótalinn en bókfærður styrk-
ur til starfsemi í formi húsnæðis
sem lagt er ýmsum til: þannig em
sjálfstæðir leikhópar með aðstöðu í
Tjarnarbíói og myndlistarmenn og
kynningastöð þeirra er með að-
stöðu í gömlu Hótel Alexandríu svo
dæmi séu nefnd. Að ógleymdum
sýningarsölum Listasafns og að-
stöðu í Borgarleikhúsi.
Fastir samningar em við aðila
sem hafa um árabil staðið fyrir
starfsemi í borginni. Allir em þeir
tímabundnir og renna flestir þeirra
út í lok næsta árs: Bókmenntahátíð,
Caput, Gallerí i8, íslensk tónverka-
miðstöð, Jazzhátíðin og Iceland
Airwaves, Myrkir músíkdagar og
Kirkjulistahátíð em í þessum hópi.
Þar undir em einnig verðlaun og
viðurkenningar á borð við bók-
menntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar, laun Borgarlista-
manns og jafnvel styrkur til Food
and fun.
Stærstu liðimir á samningslist-
anum em hópar á borð við A sen-
unni og Möguleikhúsið sem fá 4
millur hvort, Nýlistasafnið sem fær
fimm millur, Sumaróperan sem fær
þrjár komma sex og Vesturport sem
fær fimm komma sex.
Starfsemi í Kópavogi
Á báðum listum, stakra veitinga
og samninga, koma saman áhuga-
menn og atvinnumenn: þrjár lúðra-
sveitir, áhugamannaleikfélög og
kórar em þama í bland við aldna
starfsemi eins og Kammerklúbbinn
og Kammersveitina. Er það álitamál
hvort það sé skynsamlegt að leggja
að jöfnu styrki við atvinnustarfsemi
og áhugamennsku.
Á árslegu tilleggi 2006 fá KASA-
hópurinn, sem kenndur er við Sal-
inn í Kópavogi og starfar þar, og
kammerkórinn Schola Cantomm
hvor um sig tvær millur og em það
stærstu styrkimir. Myndhöggvara-
félagið í Reykjavík fær eina og hálfa
miljón vegna samvinnuverkefnis
sex Evrópuþjóða, Site Ations-Sense
in Place, er opnar sýningu í Viðey á
Listahátíð í Reykjavík í maí.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík fékk sömu upphæð til
rekstrar og þróunar. Heimilda- og
stuttmyndahátíð er með samning
og fær á næsta ári hálfa miljón.
Hinsegin bíódagar voru styrktir um
þrjú hundmð þúsund.
Tómstundaklúbbar og stærri
verk
Tónlistarþróunarmiðstöðin
hlaut tólf hundmð þúsund til
rekstrar miðstöðvarinnar er hýsir
TÞM, tónleikasal, aðstöðu fýrir
unga tónlistarmenn til æfinga- og
tónleikahalds og ýmiss konar
menningar- og félagsaðstöðu. Er
það eitt dæmið um styrk til aðstöðu
ungs fólks sem ætti betur heima
undir íþrótta- og tómstundaráði.
Þá hlaut Strengjaleikhúsið 1
m.kr. til uppsemingar ópemnnar
Skugginn, þar sem Karólína Eiríks-
dóttir semur tónlistina, Sjón byggir
textann á. samnefndri sögu H.C.
Andersen og Messíana Tómasdóttir
leikstýrir og annast umgjörð óper-
unnar.
Form ísland hlaut 900 þús.kr. til
uppbyggingar á þjónusm félagsins
og Kling og Bang gallerí 700 þús. til
áframhaldandi gallerísrekstrar að
Laugavegi 23.
Smáir styrkir gera lítið gagn
í úthlumn danska leiklistarráðs-
ins var breytt um stefnu fyrir næsta
ár. Styrkjum var fækkað og þeir
hækkaðir. Um fjölda styrkja sem em
veittir undir hálfri miljón má spyrja:
duga þeir til einhvers? Kynningar-
miðstöð íslenskrar mynd-
listar, leikfélagið Annað
Svið (María Ellingsen), ;
Panic Productions,
Hið íslenska bók-
menntafélag
em góðra
gjalda verð
en til hvers
dugar þetta?
Smærri
styrkupp-
hæðir falla
til margra
ólíkra aó-
ila: Kór
Lang-
holts-
kirkju,
List-
vinafé-
lag
Hallgrímskirkju, Kammerkórinn
Carmina, Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna, Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins, Hljómeyki, Fílharm-
ónía, Blásarasveit Reykjavíkur,
Draumasmiðjan, Leikfélagið Hug-
leikur, Listasafn ASÍ (getur ASÍ ekki
staðið undir því?), og Bókaútgáfan
Hólar vegna ævisögu Tómasar Guð-
mundssonar em þeirra á meðal.
Á að styrkja Cha-Cha-klúbb-
inn?
Enn má spyija hvort velstæð fé-
lög og fyrirtæki eins og Félag is-
lenskra tónlistarmanna og Smekk-
leysa eigi rétt á opinberum styrk. Að
ekki sé talað um aðila eins og
Tangófélagið, Friðarhús Samtaka
herstöðvaandstæðina, Húsfélag al-
þýðu og IBBY á íslandi, Söngfélag
Félags eldri borgara í Reykjavík og
leikfélagið Snúð og Snældu.
Mikilvægt er að reglur séu ljósar
og ákvarðanir gegnsæjar. Styrkir til
listrænnar starfsemi em mikil-
vægir f borgum á borð við
Reykjavík en hér hafa
verið nefndir
styrkþegar sem
em á gráu
svæði.
mmm
i
I