Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 Fréttir DV Kjósa ekki um sicipulag Almenningur í Árborg mun ekki kjósa um breytt skipulag miðbæjar Selfoss eins og fulltrúar minni- hlutans lögðu til. „Þar sem um mjög viðamikla breytingu er að ræða á skipulagi byggðar á Selfossi verður íbúum sveitarfélagsins gert kleift að segja skoðun sína á henni. Það er best tryggt með einfaldri kosningu sem má framkvæma sam- hliða næstu sveitarstjórnar- kosningum. Þar verður kjósendum gefinn kostur á að segja sitt álit á hæð húsa og þróun byggðar í miðbæ Selfoss," sagði í tillögunni sem felld var. Um klukkan 7.30 á nýárs- dag barst lögreglunni á Sel- fossi tilkynning um að drengir væru að brjóta rúður í gróðurhúsi við Heiðmörk í Hveragerði. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn en fundu hvorki drengi né gróðurhúsið sem þeir áttu að hafa verið að brjóta rúður í að því er ff am kemur á fréttavefnum Sunnlenska.is. Ekki liggur fyrir hvort þama var um gabb eða raunveru- leika að ræða. Má byggja við bakka Einar Örn Jónsson má byggja sér hús í landi Skálabrekku við Þingvallavatn sem standa mun aðeins 50 metra frá vatnsbakkanum þrátt fyrir að það verði of nálægt bakkanum að mati Umhverfisstofnunar sem vildi húsið minnst 50 metra frá bakkanum. Ástæðan er sú að á lóð Einars er gamalt bæjarstæði og Fornleifa- vernd ríkisins mótmælti því að húsið yrði nær bæjar- hólnum en sem nemur því að húsið yrði þá aðeins 50 metra frá vatnsbakkanum. Landsíminn „Viö erum bara kátir hér í sveitinni," segirÁgúst ingi Óiafsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, Hvolsvelli. „Áramótin heppnuðust bara vel hér. Það var rífandi stemn- ing hér og blíð- skapar- veður. Vel var mætt á innan- sveitarball sem haldið var á Hvoli. Hljómsveitrn'Eins og hinir lék fyrir dansién hún samanstendur afmeðlimum hljómsveitarinnar Land og synirog vinum þeirra. En þeir eru náttúruiega héðan úr sveitinni eins og menn vita." Þjófar í paradís Þjófar ganga um með gripdeitdum á Kanaríeyjum og hrella ferðamenn. Þeir hika ekki við að fara inn í herbergi fólks meðan það sefur. ekki," sagði Iris í samtali við DV eftir þessa ákvörðun sína. Móðir hennar, Aldís Búadóttir, var eflaust manna fegnust þessari ákvörðun dóttur sinnar. „Eg held að það hafi ekki verið hugmynd hans að finna hina einu réttu," sagði Aldís eftir að þátttöku írisar Eddu lauk. johann@dv.is Islendingar í fríi á Kanaríeyjum verða æ oftar fyrir barðinu á bíræfnum þjófum. Sögur um þjófnaði virðast frekar vera orðnar regla en undantekning þegar stórir hópar lands- manna skella sér út. Um jólin dvaldi Iris Edda Heimisdóttir, sundkona og þátttakandi í Bachelor-þáttunum, á Kanarí. Hún fór ekki varhluta af þjófnuðum. Ránsferðir vöktu óhug meðal íslendinga. „Þetta olli miklu óöryggi hjá öll- um hér, engum þótti hann óhult- ur,“ segir fris Edda Heimisdóttir, Bachelor-stelpa. íris hefur dvalið yfir jólin og áramótin á Kanaríeyj- um ásamt fjölskyldu sinni. Þjófn- aður hefur hins vegar skyggt á gleðina. Slapp með skrekkinn „Ég var nú ekki rænd persónu- lega," sagði íris Edda í samtali við DV, en hún dvelur enn á Kanarí- eyjum. Þó er óhætt að segja að hurð hafi skollið nærri hælum hjá henni. Hún gisti í íbúð með systur sinni og kærasta hennar og voru þau bæði rænd. „Svo var vinafólk mömmu og pabba rænt líka," bæt- ir íris við. „Svo var vinafólk mömmu og pabba rænt líka. Þaö var frekar mikið tekið. Hafnaði rós Eins og fyrr segir var íris Edda ein af þátt- i takendum í Bachel- J or-þáttunum. Þar 1 vakti hún mikla at-1 hygli, ekki síst þegar 1 hún ákvað að hafna I rós frá Steingrími. Randveri Eyj- ólfssyni. „Hann kom bara, ekki hreint fram við mig og það var eitthvað sem ég vildi „Já, það var frekar mikið tekið," segir íris Edda um gripdeildir þjóf- anna. Öðruvísi jól Þrátt fyrir þetta leiðindaatvik fannst írisi Eddu gaman að eyða jólum og áramótum á Kanaríeyj- um. Hún viðurkenndi þó að það væri óneitanlega öðruvísi en að vera á íslandi: „Jú, þetta er mjög spes að eyða jólunum hér, en mjög gaman. Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt í lífinu, eins og ég hef sagt svo oft áður," en íris lét einmitt sömu orð falla um þátt- töku sína í Bachelor-þáttunum. „Það er svolítið öðruvísi að vera svona í hitanum, það er ekki þessi sami jóla- og áramótafílingur." Rétt slapp Iris Edda slapp naumlega fráþjófum á Kanari. Hún segir þjófnaöina hafa vakið miki óöryggi hjá Islendingunum. Nei takk! Iris Edda vakti athygli þegar hún afþakk- aði rós frá Steina bacheloi Fjöldi Islendinga eyddi jólum og áramótum á Kanaríeyjum. Þjófnaður varp- aði skugga á annars notalega ferð. íris Edda Heimisdóttir, sem tók þátt í Bachelor-þáttunum, segir að engum hafi þótt hann óhultur vegna grip- deilda. Brotist var inn í íbúðina sem hún sefur í, en ekkert var þó tekið frá henni. Systir hennar og fleiri sluppu þó ekki eins vel. Björn Grétar Sigurðsson situr í gæsluvarðhaldi vegna fikiefnasölu Vistin eins og í einangrun lögfræðingur Björns Grétars Sig- urðssonar. Á gamlársdag gerði lög- reglan í Vestmannaeyjum húsleit á heimili Björns og fann þar um hundrað grömm af hassi og tæpa milljón króna í peningum. Síðar um kvöldið var Björn úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Eiginkona Björns, Margrét Hjálmarsdóttir, vildi heldur ekki tjá sig um málið. „Það þarf ekki eitt einasta orð ítá mér," var það eina sem hún sagði. Björn hefur hins vegar játað að hafa átt fíkniefnin sem fundust á heimili hans. Hann neitar þó að hafa ætlað þau til sölu. Hundrað grömm af hassi telst hins vegar nokkuð mikið magn af fíkniefnum sé tekið mið af stærð markaðarins í Vest- mannaeyjum. Frekari upplýsing- ar um rannsókn málsins hafa ekki fengist frá lögreglu. Aðeins er vitað að málið er enn í rannsókn en hún beinist að því að upplýsa ætlaða sölu á fíkniefnum í Eyjum undanfarna mánuði. Fangaklefarnir í Vestmannaeyj- um, en Björn situr nú einmitt í ein- um þeirra, eru ekki auðveldur staður til að dvelja á. Þar getur hann ekki haft samskipti við neina aðra, er í raun í algjörri einangrun. Að sögn kunnugra er skárra að eyða heilum mánuði í venjulegu fangelsi en viku í gæsluvarðhaldi í Eyjum. Lögregl an viðurkennir að staðurinn sé ekki upþlagður fyrir gæsluvarðhald. Engu að síður mun Björn dvelja þar í fjóra daga til viðbót- ar. Fari svo að gæslu- varðhaldið verði fram- lengt verður hann þó fluttur ann- að. Björn Grétar Dvelurlgæslu varðhaldi i Eyjum i algjörri einangrun. Lögreglan viður- kennir að fangakiefar þarséu ekki hentugir til að geyma menn í qæsluvarðhaldi „Ég vil ekki ræða um mál sem ég er að vinna í,“ segir Helgi Bragason,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.