Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Blaðsíða 28
u nva l' - 28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 Lífiö DV mwwvw'" Sjónvarpsstöðin Sirkus hefur undanfarid auglýst ný andlit sem eiga að standa í forsvari fyrir anda stöðvarinnar árið 2006. íslensk dagskrár- gerð er í höndum heitasta og ferskasta fólksins, þeirra Ásgeirs Kolbeinssonar, Gillzeneggers og Party-Hanz, Óla Geirs herra íslands 2005 og Jóa bróður hans og Brynju Bjarkar. Ný andlit sjónvarpsstöðvarinnar Sirkus eru alls staðar þessa dagana og virðist sem stöðin ætli að taka árið 2006 með trompi.Tinna Jóhannsdóttir sem sér um nýju innlendu þættina á stöðinni seg- ir krakkana heitasta og ferskasta dagskrárgerðarfólkið á landinu þessa dagana. Nefnilega þau Brynju Björk, Ásgeirs Kolbeinsson, Gillzenegger og Party-Hanz og Óla Geir og Jóa bróður hans. á Sirkus Rvk :|| Ásgeir Kolbeinsson I 11 Hjartaknúsarinn Ásgeir Kolbeinsson hefur veriö með þáttinn sinn Sirkus Rvk í þónokkurn tima en kemur ferskur inn á nýju ári. Þátturinn helst eins i meginatriðum þrátt fyrir nokkrar smávægi- legar breytingar. Rauði turninn fer um bæinn með myndavélina að vopni og skoðar heitustu lista- og menningarviöburði llðandi stundar. Ásgeir kynnir einnig nýjustu biómyndirnar i hverri viku ásamt tónlistarumfjöllun. Ásgeir hlakkar til aö takast á við þáttinn á nýju ári. Þetta er I meginatriöum eins þó að maður reyni auðvitað a/ltafað gera betur. Það er bara frábært að vera hluti afþessari Sirkusfjölskyldu, viðerum öll frábærir vinir" segir Ásgeir brosandi. Sirkus Rvk. verður sýndur S.janúar. 9 Kallarnir Egill Einarsson & Jóhann Ólafur Schröder Þeir féiagarnir Gillzenegger og Party-Hanz munu stjórna þætti I ætt við Queer Eye for the Straight Guyení stað samkynhneigðra manna munu hnakkarnir ráða rikjum. Munu þeir piltar taka svokallaða „trefia" og fara með þeim i Ijósatima, llkamsrækt og hárgreiðslu ásamt þvi sem þessir ósiipuðu demantar munufá kennstu i kurteisi og rómantik hjá kvennagullinu Geir Ólafs. „Það er eitthvað verið aðtala um þetta og ég hefði baraflaman afþvi að hjáipa strákunum," segir Geirsprækur. „Við hlökkum bara til að halda áfram að hnakkavæða islendinga. Við höfum jtáð iangt en beturmá efduga skatog við kallarnir.is höfum hafið her- Jerðina Treflalaust Island 2006,“segir Party-Hanz spurður um nýja k þáttinn. Þeir strákarnir verða með sinn fyrsta þátt þann 30.janúar. Jóhann Ólafur Schröder Alltaf sætur. SPLASH Óli Geir Jónsson & Jóhann Þór Jónsson Herra Island 2005, Óli Geir Jónsson, og Jóhann bróðir hans eru með afþreyingarþátt sem hefur verið lýst sem blöndu afJackass og Punk'd. Þeir bræður bralla margt skemmtilegt milli þess sem þeir fara á djammið I Keflavík og gera allt vitlaust. Iþættiþessum fara stelpur Isleik og nýjustu hjáipartæki ástariifsins eru kynnt.,, Við kikjum á djammiö og erum að kynna skemmtileg hjálpartæki og sýna undirföt frá Adam og Evu. Svo erum við félag- _ arnir bara meö almennan fiflagang. Við kynnum piparjónku og piparsvein vikunnar I hverri viku og svo eru þetta aðallega við að hrekkja hvor annan."Fyrstiþátturinn afSptash veröur sýndur 12.janúar. Óli Geir og Jói Spiash-strákarnir með dömunum. ’ PartvlOI Brynja Björl Garðarsdóttir Brynja Björk Kennir islendingum að djamma i janúar. Drottning næturinnar, Brynja Björk, mætir með hirðina á heitustu skemmtistaði Reykjavíkur á limmó- sínu og sýnir áhorfendum hvemig á að skemmta sér. Heitustu partíin, skemmtileg- asta fólkið og bestu drykklrnir. Farið verður um víðan völl og jafnvel út fyrir borgarmörkin en lokamarkmiðið er að kenna íslendingum hvernig á að halda almennilegt partí og skemmta sér í heitustu borg Evrópu. „Reykjavík er náttúrulega djammhöfuð- borg heimsins að mínu mati og hvergi annars staðar hægt að finna jafn mikla geðveiki á laugardagskvöldi. Þátturinn verður fyrst og fremst Ieiðarvísir um frumskóginn sem er skemmtanalífíð í Reykjavík," segir Brynja Björk kát. Fyrsti þátturinn af Party 101 fer í loftið þann 18. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.