Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Blaðsíða 16
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006
Fréttir OV
Samkvæmt nýjum tillög-
um Lene Espersen, dóms-
málaráðherra Danmerkur,
mun þeim sem spjalla í far-
síma án handfrjáls búnaðar
undir stýri verða refsað enn
frekar í framtíðinni. Sekt
upp á rúmar 5.000 krónur
er ekki nóg - hún vill refsa
ökumönnum með punkta-
gjöf sem getur valdið missi
ökuskírteinisins. Þrátt fýrir
að töluvert hafi dregið úr
spjallandi ökumönnum eft-
ir að lögreglan hóf að sekta
fyrir slíkt, hefur enn ekki
náðst viðunandi árangur að
mati Lenu.
Saklaus af
tölvuárás
Það getur kostað sitt að
hafa ekki vírusvörnina í
lagi. Þessu komust hjón á
lótlandi að þegar lögreglan
handtók þau fyrir
skemmstu og grunaði um
að vera slynga tölvuþrjóta
sem brutust inn í tölvukerfi
bandarísks fjármálafyrir-
tækis. Á meðan hjónin sátu
bak við rimla í umsjá lög-
reglunnar kom sannleikur-
inn í ljós. Brotist hafði verið
inn á tölvu þeirra og hún
notuð til að gera árásina á
fyrirtækið.
Kumpánar
kátir
Nýkjörinn forseti
Bólivíu, Evo Morales, hlaut
höfðinglegar
móttökur þegar
hann hitti skoð-
anabróður sinn á
Kúbu, Fidel
Castro, um ára-
mótin. Hinn 79 ára gamli
forseti Kúbu hefur verið
einn helsti þyrnir í augum
Bandaríkjamanna um ára-
tugaskeið. Þessi misserin
fær hann mikinn byr frá
Suður-Ameríku, þar sem
hver leiðtoginn á fætur öðr-
um keppist við að hallmæla
Bush forseta.
Trump
trompar allt
Allt bendir til að Donald
Trump sé að undirbúa
framboð til ríkisstjóra New
York-fylkis, fái hann til þess
heimild repúblíkanaflokks-
ins. Margir telja hann ætla
sér þannig að feta í stór
fótspor Amold Schwarzen-
eggers og komast inn á for-
sendum frægðarinnar. Aðr-
ir hallast á þá skoðun að
reynsla Trumps í skipulags-
málum og velgengni hans í
viðskiptum valdi því að
hann fái góðan hljómgrunn
meðal kjósenda fylkisins.
Justin Berry þénaði milljónir króna aðeins þrettán ára. Hann ætlaði sér í
fyrstu einungis að nota nýju vefmyndavélina í að eignast vini og kunningja
á netinu. Flestir „vinirnir“ hófu að bjóða Berry fúlgur fjár fyrir að bera sig
fyrir framan vélina.
Það er staðreynd að margir þeirra sem nota netið eru í leit
að klámi. Ungur að aldri áttaði Justin Berry, venjulegur
" 4 unglingur í Kaliforníu, sig á því að hann gæti grætt pening
f á að selja myndir af sér á netinu. Með hjálp vinar síns setti
f ’ hann upp vefsíðu þar sem um 1500 menn á öllum aldri
* borguðu honum milljónir fyrir myndir af honum nöktum.
Þetta byrjaði sakleysislega hjá
hinum þrettán ára gamla Justin
Berry frá Bakarsfield f Kaliforníu.
HÉ| Hann ætlaði bara að nota vef-
pH myndavélina í að eignast vini,
enda afskaplega einmana og af-
skiptur. Hann fór fljótt að fá skila-
« boð frá spjallvinum. Justin tók
nýjum vinum sínum fagnandi.
Nýju vinirnir hlóðu hann lofi
fyrir hversu fallegur og flottur
hann væri. Justin varð himinlif-
andi og þótti þar af leiðandi sjálf-
sagt að sitja í þrjár mínútur, ber
að ofan, fyrir framan myndavél-
ina. Vinurinn fróaði sér á meðan,
horfandi á nakinn líkama Just-
ins. Nokkru síðar var Justin
kominn með mjög vinsæla klám-
síðu og myndskeiðin urðu fleiri
og grófari.
Myndahóran Justin
Lyktin af peningum og spenn-
unni keyrði Justin áfram. Hann
tók fljótíega að kalla sig mynda-
hóru [e. camwhore] því hann
gerði allt sem kúnnarnir vildu.
Það gerðist þó ekki á einni nóttu,
heldur með litlum skrefum í átt
að mjög klámfengnum atriðum
þar sem Justin stundaði sjálfsfró-
un fyrir framan myndavélina.
Fjótlega eftir það fóru óskir við-
skiptavinanna að verða grófari
og þeir vildu sjá hann í rúminu
með ungum stúlkum. Það fengu
þeir á endanum.
Hitti föður sinn í Mexíkó
í byrjun árs 2003 tók gamall
skólafélagi Justins að prenta út
klámmyndir af honum og hengja
upp á veggi skólans og þá fór að
halla undan fæti hjá honum.
Hann varð fym barsmíðum og
einelti í skólanum. Hvorki móður
hans né stjúpföður hafði nokkum
tíma grunað athæfi drengsins.
Stuttu síðar reið annað áfall
yfir Justin. Faðir hans var ákærð-
ur fyrir tryggingasvindl í tengsl-
um við nuddstofur sem hann rak
og flúði réttvfsina til Mexíkó. Son-
urinn tók á það ráð að heimsækja
hann þangað. Þar gafst honum
tækifæri á að eyða hluta af þeim
fúlgum íjár sem hann hafði aflað
sér. Justin játaði fljótlega fyrir
föðurnum hvemig í pottinn væri
búið og hvaðan hann hafði fengið
alla þennan pening. Föðurnum - Í
þótti þetta ekld verri hugmynd en
svo að hann hóf samstarf við son-
inn um vefsíðuna og bauð meðal
annars upp á kynmök Justins við
hómr.
Nóg komið
Þegar blaðamaður New York *
Times komst á slóð Justins var
hann farinn að þrá að komast út
úr vítahring klámsins. Hann var
orðinn þunglyndur, notaði kóka-
ín og hafði íhugað sjálfsvíg.
Blaðamaðurinn hvatti Justin
Rannsókn bandarísks háskóla vekur athygli
iPod hættulegur heyrninni
iPod og fleíri mp3-spilarar vom
í mörgum pökkum víða um heim
um síðustu jól. Sá galli er á gjöf
Njarðar að notkun heyrnartólanna
sem fylgja með tækjunum getur
valdið varanlegum heyrnarskaða
hjá notendum. Samkvæmt niður-
stöðum rannsókna í Northwestern-
háskólanum í Bandaríkjunum get-
ur langlíf rafhlaða, gífurlegt
geymsluminni og kraftur tækjanna
stuðlað að mikilli notkun þeirra.
Mikil notkun veldur hins vegar
skaða á heyrn.
„Það er sambland af miklum
krafti og löngum líftíma rafhlöð-
unnar sem skapa þetta einstaka
vandamál við iPod,“ segir prófess-
orinn Dean Garstecki sem leiddi
rannsóknina. „Allt þetta veldur því
að fólk notar tækin meira."
Niðurstöðurnar eru ekkert nýj-
ar, því síðan á níunda áratuginum
hafa heyrnarfræðingar varað við
langvarandi notkun slíkra tækja.
Ólíkt gömlu tækjunum hafa helstu
kostir mp3-spilara einnig orðið
þeirra helsti galli. Garstecki og
hópur hans hvetja fólk því til að
takmarka notkun slíkra tækja við
30 mínútur á dag og ekki hafa meiri
hljóðstyrk en sem nemur um helm-
ingi kraftsins - hálfa leið milli OFF
og MAX.
Það eru aðrar leiðir mögulegar
til handa þeim sem vilja rokka um
borg og bí. Til dæmis benda menn
á stærri heyrnartól sem fara ekki
inn í eyrað og eins heyrnartól sem
eyða utanaðkomandi hljóði. Þessi
tól eru töluvert dýrari en þau sem
fylgja með tækjunum
sjálfum, en geta borgað
sig fljótt upp ef mögu-
legt heyrnartap er tekið
með í mvndina.