Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Qupperneq 10
10 MÁNUDACUR 30. JANÚAR 2006 Fréttir DV Jón er góður vinur og dugleg- ur náungi, sérstaklega í öllum keppnisgreinum. Jón er hins vegar svefn- purka, hrikalega þrjóskur og verður gríðarlega tapsár efhann tapar. „Hann er traustur vinur vina sinna og einstaklega duglegur til vinnu. Mikill húmoristi og prakkari. Hann sagði t.d. að sprungið hafi verið á bíln- um hjá sér einhvern tíma í aprílgabbi. Það mættu síðan allir félagarnir og hann grenjandi úr hlátri. Einstaklega mikill keppn- ismaður og þegar maður vinnur hann er hann tapsár í langan tíma. Hann er samt mesta svefnpurka í heimi og þú finnur ekki þrjósk- ari mann í veröldinni." Kristinn Björgólfsson, handboltakappi. „Hann er alltaftil staðar fyrir vini sína. Maður veit hvar mað- ur hefur hann. Það er rosaleg stemning með honum og hann er hrókur alls fagnaðar. Hann er rosalegur keppnismaður sem er þannig séð bæði kostur og galli. Hann get- ur rifið mann upp á rass- gatinu með því og drífur mann með sér. En hann getur farið út í öfgar með það. Það er galli hvað hann er þrjóskur og hávaxinn." Brynjar Ingólfsson, fasteignasali. „Hann Jón er traustasti maður sem hægt er að finna, hann er svo mikill vinur vina sinna að það er fáranlegt. Hann er besti bróðir í heimi. Hann er rosalega duglegur og mikill keppnismaður sem getur komið honum í bobba. Ofsalega góður strákur og mikill húmoristi. Hann komst reyndar að því einn daginn að hann var orðinn sterkari en ég og þá fór ég að finna fyrirþví. Hann er samt ein- staklega þrjóskur og tapsár með afbrigðum." Rakei Viggósdóttir, systir og félagi. Jón Gunnlaugur er fæddur 8. nóvember 1982 í Reykjavík og býr meö kærustu sinni, Natascha Behrens. ForeldrarJóns eru Viggó Sigurðsson handboltaþjálfari og Eva Har- aldsdóttir. Hann stundar nám viö Háskóla fslands og vinnureinnig í fjölskyldufyrir- tækinu. Hann tók þátt í keppninni Herra ís- land og lenti I öðru sæti. Titillinn Herra ís- land var þó veittur honum eftir að Ólafur Geirmissti titilinn. Keppt um hótelnafn Efnt hefur verið til sam- keppni um nafrt á hóteli sem nú rís við veitingastað- inn Áslák á Mosfellsbæ. Að þvi er segir á vefsetri Mos- fellsbæjar eru vegleg verð- laun í boði. Hugmyndir á að senda á netfangið aslak- ur@islandia.is fyrir 1. mars. Áætlað er að hótelið muni opna í maí. Þar verða 24 herbergi þar af 9 íbúðir. „Aðstaða verður fyrir fundi, ráðstefnur og hópa. Lögð er sérstök áhersla á að aðgengi fýrir fatlaða sé sem best í byggingunni," segir á mosfellsbaer.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.