Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Side 12
72 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 Fréttir DV Hermenn drepa flugur Frönsk yfirvöld eru að undirbúa flutning á 400 hermönnum til eyjunnar Reunion í Inlandshafl. Her- mennirnir þurfa að grípa til vopna, þrátt fyrir að ekki sé stríð sé á eyjunni. Her- mennirnir þurfa nefnilega að drepa moskítóflugur, en faraldur geisar á eyjunni. Rúmlega 30 þúsund eyjar- skeggjar hafa smitast af Chikungunya-vírusnum síðastliðið ár en moskító- flugur bera vírusinn á milli manna. Ný tilfelli greinast nánast daglega og er þetta því orðið heljarinnar vandamál. Á eyjunni búa um 750 þúsund manns og er hún undir stjórn Frakka. Heimilislaus fann fúlgu Heimilslaus kona frá Zenica í Bosníu-Herzegóv- ínu, fann 25.000 pund þeg- ar hún var að róta í rusla- fötu. Hin 52 ára Fadila Cirhanovic segist ekki hafa trúað lukku sinni þegar hún fann peninginn. Fadila óttaðist að seðlarnir væru falsaðir, svo að hún fór með þá í banka til að láta athuga það. Þeir reyndust vera ekta, en bankinn skil- aði ekki peningunum held- ur sendi þá til lögreglunn- ar. Fadila var miður sín en vonast til þess að hún fái laun fyrir heiðarleikann og hún fái tækifæri til að hefja nýtt líf. vegna sveitarstjórnakosn- inga," segir Björgvin Vaiur Guðmundsson grunnskóla- kennari á Stöðvarfirði. Hann segir að fiest félög séu að halda fundi nú um helgina vegna kosninga, þar á meðal félag Björgvins, Samfylkingin, sem mun ræða fyrirkomulag til framboðs i þremur sveitar- félögum I vor. „Já,já, það er hugur i mönn- Landsíminn erað hluta fyrsta skrefið I undirbún- ingi fyrir alþingiskosningar komandi." Björgvin óttast ekki að menn vilji þakka Framsóknarflokkn- um framkvæmdir eystra og minnir á að Samfylkingin hafi stutt þær á sinum tíma.„Nú er að höndla afleiðingar þessara framkvæmda, félagslega og atvinnulega." Þróstur Juliusson hefur flutt fíkn. Hann segir að góður stöðugri notkun. Kristján1 sigarettu eftir að hann prð HWfpMPPHH ,... , j „Ég er svoleiðis snarlega hættur aðreykja." . ■ Reykti í 53 ár Kristján reyndi allt til að hætta að reykja en ekkert gekk fyrr en hann prófaði tækið. „Tækið tekur burt alla löngun í nikótín," segir Þröstur Júlíusson sem í byrjun árs flutti til landsins merkilegt tæki frá Þýskalandi. Tækið hefur hjálpað fjölda fólks í baráttunni við nikótínið. Þröstur segir að með tækinu sé notast við náttúrulega tíðni líkam- ans. „Tækið vinnur á tíðnum sem heilinn notar við að stjórna hinum ýmsu líkamshlutum. Það mælir við- brögð heilans við ákveðnu efni og endursendir nægilega oft þangað til heilinn áttar sig á að hann hefur ekk- ert við efnið að gera lengur," segir Þröstur um virkni tækisins. Hann segir að um sé að ræða svipaða tækni og nálastungur og tækið hitti alltaf á réttan stað. Mikið notað í þýskalandi Þröstur segir að tækið hafi lengi verið í hávegum haft í Þýskalandi og notað á um fjögur þúsund lækna- stofum. Þröstur flutti tækið hingað til lands í janúar og síðan þá hefur fjöldi fólks nýtt sér það með góðum árangri. „Góð afspurn er besta aug- lýsingin," segir Þröstur sem hefur ekkert auglýst tækið en fær um fimm manns á dag í meðferð. „Er- lendar rannsóknir sýna að fólk sem nýtir sér tækið hættir að reykja í 85% tilfella," segir Þröstur. Meðferðin tekur klukkutíma og í flestum tilvikum þarf viðkomandi bara að mæta einu sinni. Aðspurður um verð fyrir hvert skipti, svarar Þröstur: „Þrjú og hálft karton af sígarettum." Hættur eftir 53 ár „Ég er svoleiðis snarlega hættur að reykja," segir Kristján Garðarsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, sem reykti í 53 ár. Hann þakkar árangur- inn engu öðru en tæki Þrastar. „Ég var búinn að reyna allt. Ég byrjaði á námskeiði hjá Krabba- meinsfélaginu, svo var það nikótín- tyggjó, plástur, nefúði, dáleiðsla og nálastungur en aldrei tókst mér að hætta að reykja. Ekki fyrr en ég próf- aði tækið," segir Kristján sem hefði ekki trúað árangrinum nema reyna sjálfur. „Þetta var svolítið skrítið fyrstu tvo dagana því ég var vanur að reykja flmm sígarettur og drekka jafnmarga kaffibolla áður en ég fór í vinnuna á morgnana. Ég varð svold- ið órólegur og ákvað bara að lesa glæpasögur Arnaldar Indriðasonar og gleymdi mér yfir þeim. Síðan hef- ur mig ekkert langað í sígarettu," segir Kristján sem hefur aðeins orð- ið var við góðar aukaverkanir eftir meðferðina. „Áður svaf ég ekkert á nóttunni fyrir hósta en núna sef ég eins og engill og er alveg hættur að hósta. Ég er svo ekki frá því að exem- ið á fætinum sé að hverfa," segir Kristján Garðarsson, alsæll með ár- angurinn. svavar@dv.is Þröstur Júlíusson Keypti tæki frá Þýskalandi íjanúar. Slðan þá hefur tækið hjálpað fjölda fólks að hætta að reykja. Bylting í reykbindindi Þýska undratækið ernotað I á fjögur þúsund læknastof-1 um I Þýskalandi. Fer núna sigurför um ísland. Karlakór Reykjavíkur selur ofan sér draumahúsið Tilboð komið í tónlistarhúsið Ými Eftir að hafa reist sér hurðarás um öxl með uppbyggingu tónlistar- hússins Ýmis ákvað Karlakór Reykjavíkur að setja það í sölu. Sam- kvæmt heimildum DV hefur borist tilboð í það sem hljómar upp á um 180 til 190 milljónir króna. Ekki fæst uppgefið hver er að baki tilboðinu. „Þetta er allt í vinnslu hjá þeim," segir Ottó V. Guðjónsson, formaður stjórnar Karlakórs Reykjavíkur. „Það er um mánuður síðan tilboðið barst frá þessu eignarhaldsfélagi og ég býst við að mynd verði komin á þetta upp úr mánaðamótunum." Ottó segir að rekstur hússins hafi ekki gengið sem vonir stóðu til. „Það voru stórhuga menn sem lögðu af stað með byggingu hússins í upphafi. Bjartsýni er alltaf góð en það að kór reki tónlistarhús er álíka mikil tímaskekkja og að við mynd- um kaupa okkur rútu til að keyra okkur á milli staða. Ég er samt full- viss um að aðili sem gerði það að atvinnu sinni að reka húsið gæti gert það töluvert betur en við sem gerum þetta í okkar frístundum," segir Ottó. Ottó segir að íslenskir aðilar séu að baki tilboðinu og verið sé að vinna að fjármögnun kaupanna af þeirra hálfu. Það sé þó ekki loku skotið fyrir að kórinn muni leigja af nýjum eigendum hússins, verði því að skipta: „Við eigum eftir að skoða það þegar salan er frágengin." KAKIAKC* RÉYKJAVÍKUR Tónlistarhúslð Ýmlr Ofstór biti fyrir É karlakórinn - nú erkomið að sölu þess. K , -...m Karlakór Reykjavíkur Hefursungið hing- aðtiliYmiogmun kannskigera framvegis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.