Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Side 14
14 MÁNUDACUR 30. JANÚAR 2006 Fréttir DV Óskar Þorvaldsson • Sjálfstæðismenn gráta örugglega ekki sigur Bjöms Inga Hrafnssonar í próf- • kjöri framsóknar- manna í Reykjavík á laugardaginn. Ef Sjálfstæðisflokkur- inn nær ekki hreinum meirihluta í borginni í kosningnum í vor geta þeir væntanlega treyst á að hægri hönd Halldórs Ásgrímssonar standi við sitt, svo framarlega sem Fram- sóknarflokkurinn komi einum manni inn í borgarstjóm... • Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fékk góð ráð frá öss- uri Skarphéðinssyni á frambjóðenda- kynningu Samfylk- ingarinnar um helg- ina. Oddný Sturlu- dóttir, eiginkonaHallgríms, býður sig fram í fjórða sætið á lista Sam- fylkingarinnar og gaf Össur Hallgrími góð ráð um hvemig hann ætti aðfata að því að fá sem flesta til að kjósa sína heittelskuðu.... • össur sýndi Hallgrími hvernig hann ætti að bera sig að við smölun og það gekk svo vel að þegar össur yfirgaf svæðið „...var Hallgrímur far- inn að suða um salinn einsog hun- angsfluga í leit að sætum safa og ég sá að þessum manni gæti ég ekki kennt neitt meira. Hann hafði greini- lega lagt Reykjavík 101 að fótum sínum - öðm sinni." eins og össur lýsir svo snilldarlega á heima- síðu sinni. • Landsbankinnskii- aði tæplega 25 millj- arða krónahagnaði á síðasta ári. Það þætti hinn þokkaiegasti ár- angur undir öllum venjulegum kringumstæðum en gár- ungarnir höfðu á orði að það væri ekki merkilegt í ljósi þess að KB banki hafði nokkmm dögum áður tilkynnt tæplega 50 —_-------- milljarða króna hagnað á árinu 2005. Betur má ef duga skal hjá Sigurjóni Þ. Ámasyni, banka- e stjóra Landsbankans, og félögum... • Eiður Smári Guðjohnsen, stór- stjarna hjá Chelsea, keypti á dögun- um gítar, sem áritaður er af öllum meðlimum Rolling Stones. Gítarinn keypti hann á góðgerðarsamkomu sem Frank Lampard stóð fyrir og borgaði Eiður Smári rúmar 11 millj- ónir króna fyrir gripinn. Athygli vek- ur hins vegar að Eiður Smári hefur ekki enn fengið gripinn góða, jafn- vel þótt tæpir tveir mánuðir séu frá því að samkoman var haldin. Eiður Smári ku heldur ekki vera neitt sér- staklega góður á gítar... Rannsókn bresku lögreglunnar á dauða Díönu prinsessu hefur vakið upp spurningar. Svo virðist sem niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á blóðsýni úr Henri Paul, bílstjóra Díönu, hafi ekki verið réttar. Sögur eru á kreiki um að starfsmenn bresku leyniþjónustunnar hafi skipt á blóð- sýnum áður en þau voru rannsökuð. Ýmislegt misjafnt hefur komið í ljós við rannsókn bresku lögreglunnar á dauðsfalli Díönu prins- essu og hinna sem fórust H| í slysinu. Svo virðist sem blóð úr bflstjóra Díönu, I Henri Paul, hafi ekki verið :i greint á réttan hátt þegar íf franska lögreglan rann- I sakaði málið. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að um slys hefði verið að ' ’ ræða. Henri Paul átti að hafa verið undir áhrif- um eiturlyfja og áfeng- is. Breska rannsókn- v arnefndin hefur aft- * 1, ur á móti ekki fundið vísbend- ingar um að Paul jhafi verið undir áhrifum -v •• áfengis eða V” !, lyf]a> þar stendur , hnífurinn í kúnni. Um slys að ræða Stevens lávarður, fyrrverandi yfirmaður ^ lögreglunnar í Lundúnum, hefur yfirumsjón J' með rannsókninni. Að sögn heimildar- manna sem þekkja til er Stevens enn á því að i um slys hafi verið að ræða. Það mun þó ekki hindra hann í að kanna allar kringumstæður & og þá sérstaklega hvernig blóðsýnin voru J' tekin og rannsökuð. „Við erum að kanna allt í sambandi við töku blóðsýnanna. Stevens er virklega ákveðinn í því að komast til botns í . •. þessu," sagði heimildarmaður vikublaðsins s *. Sunday Times í samtali við blaðið. >T Starfsmenn leyniþjónustunar kallaðir í viðtal ~ Stevens lávarður hefur kallað að minnsta • kosti tvo starfsmenn bresku leyniþjónust- unnar MI6, sem voru staddir í París þegar ,, upphaflega rannsóknin átti sér stað, í viðtal. * Stevens mun vera að kanna sannleiksgildi >. ásakana þess efnis að einhver innan leyni- ' þjónustunnar hafi komist inn í líkhúsið þar • sem líkin voru geymd og skipt á blóðsýnum. ., Sögusagnir eru á kreiki um að blóðsýni úr . Henri Paul hafi verið skipt út fyrir blóð úr | manni sem framdi sjálfsmorð sama dag og | slysið varð. Sá maður var undir áhrifum eiturlyfja og áfengis. . Dýrkuð og dáð Dlana prins- essaaf Wales er enn dýrkuð ogdáðumheim allan. SlilSP Nýtt innöndunarlyf er talið geti komið í stað insúlínsprautna Sykursjúkir geta losnað við sprauturnar Lyfjaeftirlit Evrópu hefur sam- þykkt nýtt lyf sem heitir Exubera og er markaðssett af lyfjafyrirtækinu Pfizer. Exubera er insúlín í innöndun- arformi og gæti komið í stað insúl- ínsprautna sig hjá hluta þeirra sem þjást af sykursýki. Lyfið er skamm- virkur insúlínskammtur og er tek- inn rétt fyrir máltíðir. Ekki er búist við að lyfið komi í stað hefðbundnu meðferðarinnar hjá fólki með með- fædda sykursýki, þar sem innsúlín- inu er sprautað í líkamann. Exubera er aðallega hugsað fyrir fólk með áunna sykursýki, en til- fellum hennar fjölgar ár frá ári og er hún orðið eitt helsta heilbrigðis- vandamál vestrænna þjóða. Um 3.500 sykursýkissjúklingar, með báðar gerðir sykursýki, tóku þátt í að prófa lyfið. Niðurstöður hafa sýnt að innöndunar- lyfið stjórnar blóðsykur- ntagninu jafn vel og insúl- ín sem er sprautað. Því betri stjórn sém næst á blóðsykrin- um því minni líkur eru á að fólk verði fyrir skaða eins og á sióntaug- um. Ferli er hafið í Bandaríkjunum um að fylgja fordæmi lyfjaeftirlits Evrópu og.leyfalyfið þar. Áætlað er komist í fullan Insúlínpúst gæti komið í stað sprauta hjá sum- um sykursýkisjúklingum. að þegar sala lyfsin? r Tj.rijj.ri imölö IITí gane veroi velta ai : gang verði velta at sólu' þéss fæp- lega 82 milljarðar íslenskra króna. Dr. Kate Lloyd, yfirmaður heil- brigðismála hjá Pfizer, sagði nýlega í viðtali að læknar sfæðu, frammi fyrir mörgum vandamálúm varð- andi insúlínmeðferð: „Stór partur er treginn til að láta sprauta sig, sem var þar til núna eina leiðin til þess að tcika inn insúlín."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.