Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Blaðsíða 17
DV Sport MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 79 Langaði að slá Ferguson Paul Ince, leikmaður Wolverhampton Wander- ers, lét hafa eftir sér fyrir leikinn gegn Manchester United um helgina að eitt sinn hefði hann verið svo reiður út í hegðun Alex Ferguson að hann hafi næstum því slegið hann í andlitið. Þetta gerðist eftir að leikmenn United höfðu lagt Uð Norwich með þremur mörkum gegn engu. „Allir voru hlæjandi og glaðir í bragði þegar við komum í búningsklefann en hann byrjaði að öskra á mig fyrir að sýna takta á vellinum þegar sigurinn var í höfn," sagði Ince en bætti þó við að hann væri sáttur með að hafa ekki gert það. Sunderland úrleik Leikmenn Brentford buðu Úrvalsdeildarliði Sunderland í heimsókn á heimavöll sinn Griffin Park á laugardaginn og sigmðu þar með tveimur mörkum gegn einu. Mörk Brentford skoraði framherjinn DJ Campell en efúr leikinn hrósaði Mick Mccarthy, stjóri Sunderland, DJ í hástert. „Ég get einfaldlega ekki lofað hann nóg, bæði mörkin vom hreint út sagt frábær," sagði Mccarthy en bætti þó við að lokum að vömin hefði verið hræðileg. B 1 K A R I N N L - ENGLAND 4. umferö Aston Villa-Port Vale 3-1 1 -0 Baros Í69 ), 2-Q Saros (73.), 2-1 lowndes (84.;. 3-1 Oavis (90.). ðolton-Arsenal 1-0 1 -0 Giannakopoulos (83.;. Brentford-Sunderland 2-1 0-1 Campbeil (56.), 1-1 Arca (65.), 1 2-1 Carnpbeil (88 ). Charlton-Leyton Orient 2-1 1-0 Fortune (6.i, 1-1 Steele(52. 2-1 Sothroyd (90.). Cheltenham-Newcastle 0-2 0-1 Chopra (40.), 0-2 Parker (42 Colchester-Derby 3-1 1 -0 Danns (43,i, 2-0 Danns (5 i. 3-0 García (58.), 3-1 Smith, viti (73) Coventry-Míddiesbrough 1-1 Everton-Chelsea i-i 1-Q McFadden (35.), 1-1 Lampard 1 Leicester-Southampton 0-1 Man. City-Wigan 1-0 Preston-Crystal Palace 1-1 Reading-Sirmingham 1-1 Stoke-VValsaf! 2-1 1-0 Sidibe (44.;, 2-0 Chadwick i (43.), 2-1 James (50.). West Ham-Blackbutn 4-2 1 -ö Sheringham, víti (32.), 2-0 Ehtríngton (36.), 2-1 Bentley (4) 0.), 3-1 Khizanishvili, sjalfsmark ;58 4-1 Zamora (72.). Wolves-Manchester Uníted x-x Portsmouth-Liverpcol X—X Manchester fór nokkuð létt með fyrstudeildarlið Wolver- hampton Wolves á sunnudaginn. Louis Saha og Keiran Rich- ardsson voru á skotskónum þegar vamarmaðurinn Nemjan Vidic spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir United. Liver- pool og Portsmouth áttust síðan við í hörkuleik sem endaði á sigri Liverpool með mörkum frá John Arne Riise og Steven Gerrard. Paul Ince, fyrirliði Wolverhamp- ton Wolves, var langt frá því að kýla gamla stjórann sinn hjá Manchest- er United, Sir Alex Ferguson, þegar lið hans mætti rauðu djöflunum á Moulinex-vellinum um helgina. Heilsuðust þeir félagarnir eins og mestu kumpánar fyrir leikinn og fór vel á með þeim. Ince var þó ekkert vingjarlegur við leikmenn United þegar leikur- inn var flautaður í gang og var greinilega búinn að peppa sína menn vel upp fyrir leikinn. Barátta Wolves-manna kom þó að litlu gagni því að Kieran Rich- ardsson kom United yfir eftir að- eins sex mínútna leik eftir hræðileg mistök í vöm Wolves sem urðu til þess að boltinn datt fyrir fætuma á hinum unga Richardsson sem átti í litlum erfiðleikum með að afgreiða boltann snyrtilega í netið. Kieran með tvö Leikmenn Wolves vom ekki til- búnir að leggja árar í bát og áttu margar góðar sóknir en United varðist vel með Rio Ferdinand í banastuði. Á lokamínútu fýrri hálfleiks átti síðan nýjasti varnarmaður Alex Ferguson háa sendingu inn á Lou- is Saha sem nýtti sér lélega rang- stöðuvöm Wolves til hins ítrasta og hamraði boltann framhjá Stefan Postma, markverði Wolves. Kieran Richardson gerði síðan út um leikinn á 51. mínútu eftir fal- legan samleik við Ruud Van Nistel- rooy og Park Ji-sung. Óheppilegt víti Leikmenn Portsmouth vom til- búnir til að rífa sig upp eftir hræði- legan 5-1 tapleik gegn Birmingham um síðustu helgi. Byrjuðu þeir leik- inn af miklum krafti og áttu strax á fyrstu mínútunum fallega sókn sem endaði með góðu skoú frá Pero Mendes en Pepe Reyna var vel stað- settur og varði skoúð auðveldlega. Var bolúnn mikið á miðjunni al- veg þangað til að á 37. mínútu var dæmt víú á Dejan Stefanovic eftir að boltinn lenú í hendi hans innan vítateigs. Úr vítinu skoraði fyrirlið- inn Steven Gerrard síðan af öryggi. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði John Ame Riise fallegt mark með föstu skoti fýrir utan vítateig. Portsmuth öflugir í seinni Portsmouth-menn komu mun grimmari inn í seinni hálfleik á meðan leit út fyrir að Liverpool- menn héldu að leikurinn væri unninn. Skilaði þetta Portsmouth góðu marki á 55. mínútu. Virtust leikmenn Portsmouth komast mikið betur inn í leikinn eftir markið og átti Liverpool erfitt með að byggja upp góðar sóknir og var það helst Djibril Cisse sem fékk að spreyta sig á hægri kantinum sem náði að valda einhverjum usla. Leikmenn Portsmouth sóttu síðan án afláts lokamínútur leiks- ins en án árangurs. Endaði leikur- inn með 2-1 sigri Liverpool. Toppliðin stóðu sig engan veginn nógu vel í ensku bikarkeppninni Arsenal fær engan bikar í ár Fjórða umferð ensku bikar- keppninnar var leikin um helgina. Spilaði stórlið Chelsea gegn Everton og tók Bolton á móú Arsenal. Chel- sea var um það bil að falla úr ensku bikarkeppninni um helgina þegar Frank Lampart bjargaði málunum. James Beattie kom Everton yfir þeg- ar Nuno Valente átti frábæra fyrir- gjöf beint á Beattie sem skallaði boltann inn af stuttu færi. Með marki Lampards náði Chelsea þó að knýja fram annan leik þrátt fyrir að leika í raun einum færri á lokamínútum leiksins með Carlton Cole draghaltan og ófæran um að leggja sig fram. Eiður Smári átti að sjálfsögðu að vera í liðinu en þurfti að draga sig úr hópnum vegna veik- inda. Lið Arsenal á ekki sjö dagana sæla þessa vikuna en á íaugardag- inn datt liðið úr enska bikarnum, innan við vika er síðan þeir lágu fyr- ir liði Wigan og féllu þá úr enska deildarbikarnum. Arsenal tapaði fyrir varnarsinn- uðu liði Bolton með fallegu marki frá Stelios Giannakopoulos á 84. mínútu. Arsenal var án nokkurra lykilmanna eins og Thierrys Henry, Jens Lehmann, Cesc Fabregas, Gil- bertos Silva og Laurens. Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, var ekki ánægður og sagði að sigurinn hefði verið ósanngjam, leik- menn Bolton hefðu ekld skapað nema eitt færi f öllum leiknum og unnið á því. Sam Allardyce sem margir halda að muni taka við enska landsliðinu eft- ir Sven-Göran Eriksson var hins vegar ánægður með sína menn og sagðist hafa vitað að Wenger myndi fara að væla yfir því hvemig þeir spiluðu. Surt í broti Freddie Ljungberg og aðrir leikmenn Arsenal voru ódnægðir með tap liðsins fyrir Bolton um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.