Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 Sport DV Fyrsti titill Mauresmos Hin franska Amelie Mauresmo fagnaði sigri í einliðaleik kvenna á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Andstæðingur henn- ar í úrslitaleiknum, Justine Henin-Hardenne, neyddist til að hætta í öðru setti vegna lasleika. Mauresmo vann fyrsta settið örugglega, 6-1, og staðan var 2-0 þegar Henin-Hardenne hætti. Mauresmo vann um helgina sinn fyrsta slemmutitil eftir langan feril en á leið sirmi að hon- um vann hún þrjár viðureignir með því að andstæðing- urinn neyddist til að dragasigíhlé. Afturtaphjá Arnari Amar Þór Viðarsson og félagar í hollenska úrvals- deildariliðinu Twente FC töpuðu fyrir Spörtu Rotter- dam um helgina, 1-0. Þetta var annar leikur Amars með liðinu og hafa þeir báðir tap- ast. Á föstudaginn vann AZ Alkmaar góðan 4-1 sigur á Roda JC en Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður í liði AZ er m'u mínútur vom til leiksloka. í Belgíu var Rúnar Kristinsson einn fslendinganna í liði Lokeren sem gerði 1-1 jafntefli við FC Bmssels um helg- ina. Hann var tek- innafvelliá81. mínútu. Garðarekkií hópnum Garðar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Dunfirmline sem gerði 1-1 jafntefli við Motherwell í skosku úrvalsdeildinni um helgina en Dunfermline er í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig. Hjálmar Þórarinsson var sömuleiðis ekki í hópnum hjá Hearts sem malaði lið Hibernian, 4-1. Hearts er fsem fyrr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Celtic sem gerði 3-3 jafn- Vjtefli við Dundee CTUnited. Roy Kea- ne sat á bekknum hjá Celtic allan m ÍM leikinn. Parryvongóður fyrir Fowlers hönd Baghdatis vann fyrstu lotuna af Federer í stöðunni 2-2 (lotu þar sem andstæðingurinn gaf upp) en í stað þess að nýta sér forskotið og koma sér í 4-2 vann Federer lotuna strax aftur. En Kýpverjinn ungi sem var greinilega með áhorfendur langflesta á sínu bandi hélt sínu striki og vann aðra lotu af sviss- nesku stjörnunni í stöðunni 5-5. í þetta sinn hélt hann ró sinni og vann fyrsta settið, 7-5. En Baghdatis lét sér ekki nægja að vinna fy1813 settið með stæ^ heldur byrjaði hann annað settið P*^SL***“ með því að vinna strax lotu af Feder- er. Hann hélt sínu •agfe k,a-v striki og kom sér í 2-0 SMjf og fékk meira að segja tvö gullin tækifæri til að koma sér í 3-0 en Feder- \ er, sem var hreinlega að beijast fyrir lífi sínu, i'JyM tókst þó fyrir rest að bjarga r Æ andlitinu. Það var ljóst að ■ // Baghdatis var að koma ? Federer gjörsamlega í opna skjöldu með þessum frábæra leik. Kýpverjinn barðist fyrir hverjum einasta bolta, hversu ómögulegar sem aðstæðumar virtust. Og stund- um borgaði það sig, sem fór greini- lega í taugarnar á Federer. Baghdatis átti uppgjöf í stöð- unni 2-1 og var nýbúinn að missa af tækifæri til að koma sér í 3-0. Federer lifnaði greinilega við í lot- unni á undan og tókst að jafna leik- inn. Allt var í járnum og þegar Baghdatis var við það að jafna í stöðunni 6-5 - hann komst í 40-0 í lotunni - tókst Federer að vinna fimm bolta í röð og þar með settið. Síðasta stigið var reyndar afar umdeilt þar sem dómari úrskurðaði að boltinn hefði lent utan vallar eftir skot Baghdatis en línuvörðurinn lét hins vegar ekkert í sér heyra. Endursýn- ing í sjónvarpi sýndi hins vegar að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó svo að Kýpverjinn væri allt annað en sáttur. Federer vann strax lotu af Bagh- datis í þriðja setti og kom sér í 3-0. Á þessum tímapunkti var Sviss- lendingurinn búinn að vinna fimm lotur í röð og virtist honum ganga allt í haginn. Baghdatis var greini- lega þreyttur og lét vonbrigðin í öðru setti hafa áhrif á sig. Harm sá aldrei til sólar á meðan Federer sýndi allar sínar bestu hliðar og vann settið, 6-0. Kýpverjinn reyndi hvað hann gat til að halda í við Fedérer en allir vissu að þetta væri búið. Federer vann síðasta settið, 6-2, og þar með sitt sjöunda stór- mót og það þriðja í röð. „Þetta er eins og draumur sem ég er nú að vakna af," sagði Bagh- datis eftir leikinn. „Þetta hafa verið ffábærar tvær vikur. Ég spilaði í úr- slitunum og tapaði. Það er ótrú- legt," sagði Kýpveqinn sem átti erfitt með sig er hann hélt ræðu eft- ir að hafa tekið við verðlaunum sín- um. Það var þó Federer sem átti augnablik kvöldsins. „Ég vil byrja á því að óska Marcos til hamingju. Vel gert," sagði hann og vissi varla hvað hann átti að segja næst. „Ég vona bara að þið gerið ykkur grein fyrir hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig," sagði hann loksins og brast í grát. Honum tókst þó að þakka sínum nánustu og missti svo stjórn á tilfinningum sínum aftur þegar hann þakkaði goðsögninni Rod Laver fyrir að heiðra hann með nærveru sinni og afhenda bikarinn. Rod Laver er goðsögn í lifanda lífi í Ástralíu enda eini maðurinn sem hefur unnið öll fjögur stór- mótin á sama árinu tvívegis. Aðal- leikvangurinn í Melboume heitir eftir honum en Laver er af mörg- um, ekki baraÁströlum, talinn vera besti tennisleikari allra tíma. Það er greinilegt að Federer deilir þeirri skoðun. eirikurst@dv.is Roger Federer Átti erfitt með sig, hafa tekið við sigurlaununum úr hc Laver, eins besta tennisieikara allra Nordic Photos/AFP Einu skemmtilegasta tennismóti allra tíma er lokið en Opna ástralska meist- aramótið árið 2006 verður lengi í minnum haft. í úrslitaleik í einliðaleik karla mættust í gær besti tennisleikari heims í dag og tvítugur Kýpverji sem fyrir mótið var nánast óþekktur. Hann heitir Marcos Baghdatian og vann hug og hjörtu allra sem F 3 % fylgust með á mótinu en að lokum varð hann ^ % að játa sig sigraðan fyrir þeim besta. Ein skærasta tennisstjarna síðari ára kórónaði endurkomu sína í gær Rick Parry, framkvæmda- stjóri Liverpool, sagði í sam- tali við enska fjölmiðla um helgina að hann vonaðist til að endurkoma Robbies Fowler til Liverpool yrði neistinn sem „kveikti" aftur í knattspymuferli Fowlers sem yfirgaf félagið árið 2001. Fowler er einn allra dáðasti leikmaður Liverpool frá upp- hafi og sagði hann að óvænt endurkoma sín til félagsins væri draumi lfkust. „Ég hefviljað koma aftur til Liverpool ffá því ég fór frá félaginu á sínum tíma," sagði Fowler. Martina Hingis vann titil á Opna ástralska Martina Hingis frá Sviss kórón- aði endurkomu sína í tennisheim- inn með því að vinna titil á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Hún vann keppni í tvenndar- leik ásamt Indverjanum Mahesh Bhupathi en þau sigruðu f úrslita- leiknum Daniel Nestor og Elena Likhovtseva, 6-3 og 6-3. Hingis lagði spaðann á hilluna árið 2002 aðeins 22 ára og eftir að hafa unnið sjö slemmutitla í ein- liðaleik kvenna. Þetta var hins vegar fimmtándi titill hennar á slemmu- móti frá upphafi og gefur henni byr undir báða vængi fyrir framhaldið. Hún hætti á sínum tíma vegna meiðsla en hefur nú náð sér og ætlar sér stóra hluti á ný. „Ef einhver spyr mig af hverju ég byrjaði aftur er þetta ástæðan - að vinna stóra titla," sagði Hingis eftir sigurinn. „Ég hafði mjög sterka löngun til að vinna þennan titil. Þetta er fyrsti titillinn minn í tvenndarleik og er sigurinn sætari en ég hafði nokkru sinni búist við.“ Bhupathi er heldur óþekktur f tennisheiriiinum en hann ákvað að skjóta tölvupósti á umboðsmann Hingis um leið og hann heyrði að hún væri farin að spila á nýjan leik. „Sem betur fer fékk ég jákvætt svar og það sem á eftir kom þekkja allir," sagði Bhupathi. eirikurst@dv.is Sigurvegararnir Martina Hingis frá Sviss og Mahesh Bhupathi frá indlandi unnu keppni I tvenndarleik á Opna ástralska. Nordic Photos/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.