Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 19 Keppni í B-riðli lauk í gær rétt eins og í öðrum riðlum og er óhætt að segja að „dauðariðillinn“ hafi staðið undir nafni. Á endanum voru það heimsmeistarar Spánverja sem komu best út úr riðlinum, með þrjú stig, Frakkar fengu tvö en Evrópumeistararnir aðeins eitt. Þjóðverjar eiga því lítinn mögu- leika á að verja titilinn. Það voru Frakkar sem fóru með sigur af hólmi í þýðingarmikl- um leik gegn Þjóðverjum um hvort liðið færi með meira en eitt stig upp í milliriðilinn. Frakkar hefðu reyndar ekki farið með neitt stig hefðu þeir tapað leiknum í gær og var því allt lagt í sölurnar. í stuttu máli tókst Frökkum full- komlega að stöðva Evrópumeistar- ana. Þjóðverjar voru reyndar með forystuna lengi vel í fyrri hálfleik en undir lokin tókst Frökkum að síga fram úr og í hálfleik voru þeir með tveggja marka forystu, 11-13. En þá tók við hræðilegur leikkafli Þjóðverj - anna. Michael Kraus minnkaði reyndar muninn strax í upphafi síðari hálf- leiks en á næstu 20 mínútum skor- uðu Þjóðveijar ekki nema fjögur mörk. Á meðan Frakkar keyrðu ein- faldlega fram úr og skoruðu tíu mörk. Mestur var munurinn í stöð- unni 24-16 en markvörður Frakka, Thierry Omeyer, fór á kostum á þessum leikkafla og varði oft stór- glæsilega. Eftir það gáfu Frakkarnir eftir og Þjóðverjar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og skoruðu m'u mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Svo fór að Frakkar fögnuðu tveggja marka sigri, 27-25, og fara í milliriðlakeppnina með tvö stig. Þjóðveijar fara með stigið sem þeir náðu úr jafriteflisleiknum gegn Spáni í fyrstu umferð. Spánverjar fara hins vegar með þrjú stig áfram eftir ævintýralegan sigur á Frökkum á laugardag. Þeir Enterrios (2) og Romero (5) sáu um að koma sínum mönnum í 7—1 eftir að Narcisse hafði komið Frökkum yfir. Eftir 25 mínútur var staðan 15-5 Spánverjum í vil og greinilegt að Frakkar voru hreinlega ekki með á nótunum. Þeir vöknuðu ekki til lífsins fyrr en í stöðunni 24-14, er 20 mínútur voru tíl leiksloka. Á næstu tíu mínútum skoruðu Frakkar níu mörk gegn tveimur frá Spáni og- minnkuðu muninn í fjögur mörk. En mikið nær komust þeir ekki og lauk leiknum með þriggja marka sigri Spánverja, 29-26. Þessi þrjú lið eru öll gífurlega sterk og geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi. En það er einnig ljóst að þau geta öll átt slæma daga og hefur frammistaða þeirra í riðla- Oílum brögSum beitt Bertrand Gille reynir að koma skoti að marki Þjóðverja en Mich- aei Hegemann beitir öllum brögðum til að varnaÞvn KordK PhotosAf MILLIRIÐILL 1 | Slóvenía 4 stig >■ Spánn 3stig | Frakkland 2 stig j Pólland 2 stig 1 ; Þýskaland Istig ; Úkraína Ostig keppninni verið allt annað en stöðug. Það má þó búast við að Spánveijar eigi sæti í undanúrslit- um víst og ekki ólfldegt að leikur Slóvena og Frakka verði hreinn úr- slitaleikur um hvort liðið komist áfram í undanúrslitin með Spán- verjum. En það skyldi þó aldrei af- skrifa óvænt úrslit sem virðast alltaf fylgja stórmótum í handbolta og Þjóðverjamir sætta sig örugglega ekki við annað en verðlaunasætí. Úrslitaleikur D-riðils á EM í Sviss Rússar með fullt hús stiga Það verða Rússar sem koma inn í milliriðlakeppnina með fullt hús stiga, fjögur stig, og verða því efstir í riðlinum þegar keppni héfst á þriðjudaginn. Rússar unnu í gær eins marks sigur á ólympíumeistur- um Króata sem fara með tvö stig í milliriðilinn en þessi lið verða með íslandi í milliriðli. Sigur Rússa í gær byggðist fyrst og fremst á þvf að liðið náði afar góðum, stuttum leikköflum þrisvar í leiknum þar sem leikmenn liðsins skomðu 4-5 mörk í röð á innan við fimm mínútum. Eftir fjömtíu mín- útna leik var staðan orðin 24-16 Rússum í vil og skomðu Króatar þrettán mörk á síðustu sautján mín- útum leiksins. Þegar fimm mínútur vom til leiksloka vom Rússar með fimm marka forskot og en þar sem Rússar náðu að skora aðeins fjögur mörk á síðustu mfnútum leiksins stóðu Rússar uppi sem sigurvegarar. Alexey Rastvortsev var marka- tui Rússa með tíu mörk en hjá kiuótum skoraði Ivano Balic níu. Heimamenn úr leik Heimamenn í svissneska lands- liðinu urðu að játa sig sigraða fyrir því úkraínska í botnslag A-riðils á Evrópumeistaramótinu í gær. Sviss þurfti einungis jafntefli úr leiknum til að tryggja áframhaldandi þátt- töku á mótinu en liðið sá aldrei til sólar. Svo fór að Úkraínumenn unnu sjö marka sigur og fögnuðu eins og þeir hefðu orðið heims- meistarar í leikslok. Svisslendingar voru hins vegar niðurbrotnir, eins og sést á meðfylgjandi mynd. , uonunum í,nwu MATUR MúiSi ognicimmul'i Skírn Kristjáns Danaprins Konukvöld Létt Heimalagað múslí Öflugasta sjónvarpsdagskráin birlo H f*11 kyi 11 gwifiT Ymnrr mwTr? 1 m* Kl 1 ■ iHkfij MB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.