Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Page 30
30 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006
Lífið DV
-t
I kvöld kl. 20.30 verður fyrsti þáttur Gillzeneggers og Partí
Hanz, sem eru útvarpsmenn og forsprakkar heimasíðunnar
Kallarnir.is, sýndur á Sirkus. Eftirvæntingin er gríðarleg. Kall-
arnir.is hafa farið sigurför um landið og haft sigur á öllum víg-
stöðvum. Því var þetta óumflýjanlegt og sjálfsagt - Kallarnir.is
eru komnir í sjónvarpið.
Fyrsta fórnarlambíð
Gunnar Jónsson, betur
þekktursem Gussi, dyra■
vörður og fyrrum Fóst-
bróðir, verður tekinn i
fyrsta„meikóverið" sem
kallarnir.is standa fyrir.
„Við gerum þetta allt sjálfir. Við
tökum þetta upp og klippum þetta
sjálfir," segir Egill Einarsson, betur
þekktur sem Gillzenegger eða ein-
faldlega Gillz. Hann segir þá félaga
ekki treysta neinum nema sjálfum
sér til þess að vinna að þættinum.
„Menn sem þykjast vera klárir að
klippa hafa haft samband. En við
treystum þeim bara ekki. Hansi er
tölvunörd og ég er alveg með auga
fyrir þessu. Það er fínt að nota
Hansa í þetta. Hann er illa nör-
daður á því.“ Hann segir þá félaga
líka vera mjög færa á þessu sviði:
„Sko, við erum svo góðir að við
getum tekið mynd af vegg og pung,
klippt það saman og gert 25 mín-
útna skemmtilegan þátt úr því."
En veröur mikið um punga í
þættinum?
„Orðið pungur heyrist væntan-
lega þegar þú lætur Kallana.is hafa
sjónvarpsþátt," segir Gillz.
Allt á hornum sér
Giliz segir að dagskrárgerð sé
ekki erfiðari en han'n hafi haldið.
„Eina sem er böggandi við þetta er
Partí Hanz. Við rífumst mikið.
Reyndar er kvikmyndatökumaður-
inn okkar líka frekar.þroskaheftur.
Hann er aldrei tilbúínn með neitt.
Ég efast um að þú gætir látið
George Clooney hafa einhvem
tökumann sem er bara stundum
tilbúinn."
Gillz segir reyndar að þetta sé
tímafrekt ferli. „Við höfum ekki
mikinn tíma, Hansi er vinnandi
maður og ég er í skóla. Þess vegna
gerðum við bara samning um fjóra
þætti. Við ætlum að Ijúka því af.
Það er svo alltaf hægt að ræða
framhaldið, því fólk á pottþétt eftir
að vilja fleiri þætti. Við sjáum til
hvort við nennum að leggja þetta
fyrir okkur „full-time“ en ég efast
ekki um að við höfum hæfileikana
til þess.“
Fyrsti þátturinn geðveikur
í fýrsta þættinum verður
fyrrverandi Fóstbróðirinn og nú-
verandi dyravörður, Gunnar Jóns-
son betur þekktur sem Gussi, tek-
inn í „meikóver." Gills segir að það
verði svona meginþemað í
þáttunum fjórum. „Við verðum
samt líka með allskonar djók."
Hann segir að „meikóverið" hans
Gussa verði svakalegt: „Ég ætla
ekki að segja hvað við gerum með
hann, en hann verður flottur eftir
þetta. Það er alveg ljóst að hann
getur ekki grennst á einum degi,
en við ætlum að reyna að laga
hegðunina hans."
En hvað með hina þættina á
Sirkus?
„Þetta eru ágætis þættir. Alla
vega skárra en það sem þessir
treflar eru að gera. Mér finnst
gaman af Kolb [Ásgeiri Kol-
beinssyni]. Hann er
huggulegur og
kynæsandi
maður, hef
soldið gaman
af lionum. \
Svo er þátt-
urinn hans \ \ \
Óla Geirs \\
fyndinn, . '
þegar hann \ V\v
er með
svona kúk
Og piss (|||a nörda<
humor. segiraðPart.
Greini- „iila nördaðu
legt að vegna getiþt
Gillz ætlar klippt alla þa
að taka ~
sjónvarpið
með trompi.
kjartan@dv.is
Samkvæmt heimasíðu dleink-
aðri tónleikaferðalagi Rolling
Stones, er möguleiki á því að rokk-
goðin komi hingað til Iands þann 6.
júní næstkomandi. Samkvæmt síð-
unni eru tónleikarnir enn óstaðfest-
ir, eru einungis orðrómur þessa
stundina. Sem dæmi um hversu
skammt á veg skipulagningin er
komin má nefna að ekki hefur enn
verið rætt um staðsetningu tónleik-
anna. Þess ber þó að geta að heima-
síðan er á vegum aðdáenda hljóm-
sveitarinnar.
Rolling Stones eru þessa stund-
ina á tónleikaferðalagi um allan
heim. f næsta mánuði halda þeir til
Suður-Ameríku og leika þar á
mörgum af stærstu íþróttaleikvöng-
um álfunnar. Síðan verður ferðinni
heitið til Evrópu. Forsvarsmenn
heimasíðunnar telja að Stones muni
halda til Skandinavíu í júní og er ís-
landsförin talin líkleg í þeirri ferð.
Rolling Stones eru að fylgja eftir
nýjustu plötu sinni, A Bigger Bang,
sem kom út í september í fyrra. Tón-
leikaferðalagið þeirra hefur gengið
vonum framar og hafa þeir___________
slegið hvert metið á fætur I,
öðru. Tónleikaferðalag þeirra Ston“s
um Norður-Ameríku árið margú
2005 var mest sótta tónleika- xiakar.
ferðalag sögunnar.
Ávallt ungur í
anda MickJagger
eróvalltferskurog
ungur I anda.