Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 Menning DV Tveir strákar f litlum herstöðvarbæ vilja spila popp. Bítlabærinn Það verður seint hægt að segja um Keflavflc að þar sé fallegt. Minnir helst á rússneskt útnára- þorp sem hefur verið hertekið af Bandaríkjamönnum. Há glæpa- tíðni, hnefaleikar og körfubolti. Hljómar ekkert alltof vel. En fátt er svo með öllu illt. Keflavík býður líka upp á Guðjón Þórðarson, Kaffitár og sjálfan konunginn, Rúna Júl. Hann minnir okkur svo á glæsta fortíð Keflavíkur sem Bítla- bæjarins mikla hér á árum áður. Heimildarmyndin Bítlabærinn Keflavík fer með okkur í gegn um bítlatímabilið og afdrif þeirra tón- listarmanna sem ólust upp í þess- um einstaka bæ. Hljómar, Trúbrot, Júdas, Magnús og Jóhann, Change, Óðmenn, allt kom þetta frá Kefla- Bitlabærinn Keflavík (fyrri hluti) Leikstjóri: Þorgeir Guð- mundsson Aðalhlutverk: Rúnar Júlíusson, Engibert Jensen, Magnús og Jóhann ofl. Ríkisútvarp 28.jan. 2006 ★ ★★ Sjónvarp vík. Við erum leidd í gegnum sög- una með viðtölum og ber þar hæst téður Rúnar Júlíusson. Einnig eru þama óborganleg viðtöl við Engil- bert Jensen og svo Magnús og Jó- hann, sem fara á kostum. Ótrúleg- ar margar sögurnar af því hvernig þeir meikuðu það „næstum því", samanber sagan um Jaggedí jagg. Það er athyglisvert að sjá þær myndir sem hafa verið gerðar að undanförnu um fslenska dægur- tónlist; Blindsker, pönkið og Fræbblarnir og nú Bítlabærinn Keflavík, þar sem fram fer nokkurs konar samtal milli pönkkynslóðar- innar og bítlakynslóðarinnar. Sér- staklega er þarna fókuserað á Bubba Morthens, sem baunaði á gömlu Keflvfldngana þegar hann kom fram á sjónarsviðið 1980. í þessari mynd fá gömlu bítlarnir tækifæri til að svara fyrir sig. Þar fer fremstur í flokki Magnús Kjartans- son. Þorgeir Guðmundsson og fé- lagar hafa þarna úr miklu myndefni að moða. Sérstaklega er athyglisvert að sjá klippur úr sjón- varpsþætti þar sem fylgst er með hljómsveitinni Júdas í kringum 1975. Þar má meðal annars sjá þá félaga í stúdíói með Megasi að taka upp Millilendingu. Myndin súmmerar vei upp þá stemmingu sem var í kringum þessar hljómsveitir, allt frá bítla- tímanum til okkar daga. Það er helst að hún sé langdregin á köfl- um en það orsakast kannski að því að þarna er um tvo sjónvarpsþætti að ræða, sem skeytt er saman í eina mynd fyrir bíó. Siguijón Kjartansson Áður birt 27.apr0 2005 Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson obbjwdv.is Alþjóðlegur blær á skáldspírum Annað Skáldaspirukvöldið á þessu árí verður annað kvöld á Iðu, /arðhæð, kl. 20. og verður með alþjóðlegum svip. Snæfriður Ingadóttir mun lesa upp úr nýrrí jólabók sinni: Opið hús menning á íslandi nútimans. Þar fjallar húnum nýbúa frá þrettán löndum, menningu þeirra og annað og birtir tvo mat seðla frá hverju landi. Bókin dregur fram menningu annarra landa og hvernig hún blómstrar á íslandi. Snæfríður mun riða á vaðið og svara fyrirspurnum um bókina og býður sú umfjöllun upp á liflegar umræður. Eftir hlé les Björk Þorgrlmsdóttir upp úr óbirtum Ijoðum sinum, sem hún orti iArmeniu, þar sem hún fékkst við hjálparstörfá liðnu ári. Björk segir okk ur betur frá kynnum sínum við landið og kveikj unm að nýjustu Ijóðum sinum. Sem sagt allir sem eru opnir fyrir nyjum stefnum og straumum og kunna að meta góðan mat i bland við andlega næringu eru hvattir til að mæta. Gestir mega taka með ser hressmgu eða veitingar niður i upp lestrarrými. Snæfríður Ingadóttir blaðakona Kynnirbók sina um matarmenningu I nýbúa. 1 Eurovision og Idolið með tilheyrandi kálfum settu sterkan svip á stóru stöðv- arnar um helgina. Hér er fjallað um fyrsta keppnisþátt í lokahluta Idolsins þar sem tólf manna sveit keppti á sviði Smáralindar. Krakkarnir stóðu sig misjafn- lega en hópurinn er spennandi. í Eurovision-útslætti RÚV voru tveir keppendur Idolsins í fyrra mest áberandi. Að tala skemmtun í drep Það em mikil söngvakvöld sem hellast yfir þjóðina þessi dægrin: á föstudag rann af stað lest Idolsins sem verður mikið tilstand sem varir alla vega í tólf vikur og í tengslum við hana margskonar önnur þáttagerð. Á RÚV var undankeppni Eurovision og ofan í kaupið Það var lagið. Þetta er þriðja árið sem hæfileikakeppnin stendur áskrifendum til boða. Reyndist hún þegar til kom vera það efni sem flestir gátu sameinast um og er nú að draga Stöð 2 upp fyrir þau mörk sem sett vom fyrir daga Skjásins. Enda vandað til og mikið í lagt. Nýtt útlit - nýir menn Framleiðendur þáttanna vom við upphaf þriðju raðar orðnir þess vissir að þörf var á breytingum: strax við val keppenda -var Þorvaldur Bjami hættur og þeir Einar Bárðar- son athafnamaður og Páll Hjálmtýs- son sestir að dómaraborðinu þar sem eftir sátu Ásbjöm Kristinsson hljómlistarmaður og Sigríður Bein- teinsdóttir söngkona. Á kynningar- palli vom sem fyrr Simmi og Jói. Tólf keppendur gengu til leiks á föstudag og til að breyta útliti leik- myndar hafði hún verið hulin glæm plasti - ísþemað var komið aftur. Minnti reyndar svolítið á kynninguna Fahrenheit- rakspíranum á sínum tíma á Broadway. á Þessari betmmbót á settinu er tjald- að til vetrarins. Hún verður orðin svo leiðinleg í vor að allir verða fégn- ir þegar henni verður slátrað. Kuld- inn í litum er enda ekki aðlaðandi, heldur ekki vel um túlkun á gleði og tilfinningum. Hárgreiðsla og húðlitur Krakkamir vom glæsilega upp- færð, hár klippt, andlit förðuð og tennur hvíttaðar. Nær öll stóðu þau á fyrsta kvöldinu á mörkum eftir- hermu og völdu allt of mörg lög sem vom þeim hreinlega ofviða. Þetta sérkennilega bil meðlíðun- ar, vonar og ótta sem glæsilegt útlit og reynsluleysi kalla fram í áhorf- enda heima í stofu reis hér upp á ný: auðvitað em bútamir of stuttir í upphafi svo hægt sé að fá hugmynd um raunvemlega getu þeirra. Þó sáust hér merki: tvær söng- kvennanna kusu að hefja söng sinn í stiga og ganga syngjandi niður, einn pilturinn söng á móti tökuvél sem snerist í hring um hann. Það þarf hug og djörfung til að ráðast í svo- leiðis hjá byijendum. Palladómar Ef framleiðendur vilja brydda upp á einhverju óvæntu í lok raðar- innar ættu þeir að leyfa þjóðinni að kjósa dómara út af sviðinu. Þau Idol - Stjörnuleit Framleiðandi: Þór Freysson Saga-film Stöð 2 - 27. febrúar ★ ★ Sjónvarp Snorri Snorrason Fékk að heyra frá dómurunum að lagið værijeiðin- legt“hvað sem það þýðir í munni fag- manns. Tók snún- ingámóti vél sem er feikierfitt fyrir byrjanda. s f1 \ I fóm langt með það að gera þáttinn óbærilegan á föstudag. Reyndar vai sagt upp í opið geð- ið á þeim að þau væm bara orðin of gömul. Þau em ómarkviss, endur- tekningasöm, leyfa sér sólóstæla sem em hlægilegir: hvar er plástur- inn sem var fyrir munninum á Bubba á fyrstu auglýsingunum - er ekkert eftir af rúllunni? Blaðrið í kall- inum - talandi um að fólk verði að þekkja takmörk sín. Sigríður hefur helst til málanna að leggja að greina fölsku línumar - hvomgt þeirra kann að búa til umsögn í huganum. Það kann Páll Óskar þó hann leyfi sér að stökkva yfir í hlutverk litla hommastráksins á köflum. Einar er sá eini þeirra sem virðist taka þetta af fúllri alvöm en er alltaf fyndinn á persónulegan hátt án þess að meiða. Talað í drep Þennan fýrsta þátt drápu dómar- amir og kynnar næstum með kjaftæði. Vom þau öll jms. svona glöð að komast loksins að? Þessi þáttur er ekki um þau? Þegar stjónandi var búinn að hvísla í eyra þeirra fyrir síðustu kynningu að þau töluðu of mikið - ömgglega eldd í fýrsta og síðasta sinn - var eins og bráði af þeim: athugasemdir um Nönu urðu knappar - þarf ekki líka að útskýra hvað er gott í frammi- stöðu? Það er ágætt að vera með tjekklista um kosti og galla og fara yfir hann í umsögnum - það getur reynst vel. Finna má að hljóði: undirleikur tók oft yfir söng sem er aðalatriðið. Myndbygging er orðin föst og furðu- legt að ekki skuli beint markvissar innskotum með andlitum áhorf- enda. Hæfileikakeppni Stöðvar 2 er skemmtilegt fyrirbæri og dregur fram fullt af hæfileikafólki - þó enn séu menn að amast út í hana. Það er því ekki ástæða tii að spUla skemmt- un sem af henni má hafa með þreyttum dómurum. Páll Baldvin Baldvinsson \ r t ■ m Dómarar í Idol- Stjörnuleit Gleymasér 1 f /1 ígaspri, fella ómarkvissa dóma og draga þáttinn k / á langinn. ngs*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.