Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 38
38 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 Síðast en ekki síst DV HANDBOLTI.IS Vefurinn er til sölu! Hafið samband í síma 894-0477 , Það er alltaf hægt að bæta við sig einum vef. íslenskar mosapillur gera kraftaverk Hægt er að nálgast hinar ýmsu vörur á netinu og er nú kominn ný síða sem heitir svensson.is þar sem nálgast má ótrúlegustu meðul eins og hámæring sem getur endurheimt hárlit fólks sem er orðið gráhært. Það er þó tekið fram að undrameðalið virki eingöngu á dökkhært fólk. Á bak við síðuna standa Óskar Harrý Jónsson geðhjúkrunarfræðing- ur og Margrét Jónsdóttir sem titluð er rrpci sem stjómarformaður. LlUai Sveinsson er póstsölukeðja sem hefur höfuðstöðvar sínar í Belgíu og em Óskar og Margrét með einka- leyfi á íslandi, Færeyjum og Græn- landi. Á heimasíðu þeirra má meðal HH^nds Lily B. Hasstánægð með nýja barminn. Mosapillur Bætir meltingu. annars finna mosa í pilluformi sem hefúr undraverðan lækningamátt gangvart meltingu. Segir á síðunni að það sé ekki undarlegt að íslendingar noti mosann mik-ið í hinar ýmsu teg- undir hóstasafta. Ekkert er Svensson óviðkomandi því einnig em á boðstólum krem sem getur viðhaldið upprunalegri stærð og lögun bijósta þó svo konur fari í megrun. « „Ótrúlegt en satt. Ummái barmsins hefur aukist umtals- vert á aðeins nokkrum vikum!" Segir Lily B.----------- frá Baan á heimasíðu Óskars og Margrétar. Hvað veist þú um KB-banka 1. Hvaða tvö félög em sam- einuð í KB banka? 2. Hvað heitir stjórnarfor- maður KB banka? 3. Hvað heitir forstjóri KB banka á íslandi? 4. Hver var hagnaður bank- ans á síðasta ári? 5. Hvað heitir enski bank- inn sem KB banki á? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Hann hefur alltafverið músíkaiskur," segir Ingveldur Róbertsdóttir, móðir Arnljóts Sigurðssonar nema og tón- iistarmanns. „Hann er alltafaðæfa sig;það er alltaf tónlist náiægt hon- um. Hann hefur gaman afalls konar tón- list.Hann eralinn upp við„Gufuna" og við tvö hlustum mikið saman á tónlist. Við erum búin að fara ígegnum King Crim- son, Pink Floyd, reggltónlist, óperur, Bitl- ana og Elvis. Hann er búinn aö vera f tón- iistarnámi síðan hann var krakki. Hann var læs þriggja ára gamall. Við eigum myndband afhonum þegar hann er fjög- urra ára að hlusta á Blús og lesa textana með. Hann á fjögur alsystkini sem hafa öll verið í tónlist. Þau hafa mikið spilað sam- an. Svo er hann llka Iýmsum hljómsveit- um. Það sem mér fannst best þegar hann kom fram i Hemma Gunn þegar hann var fimm ára, var þegar hann sagði að eigin- handaráritanirnar yrðu verðmætar ein- hvern daginn. Þá hugsaði ég með mér: Jæja, hann verður þá rlkur. Því er nefnilega svo oft haldið fram að iistamenn séu alltaf fátækir." Ingveldur Róbertsdóttir er móðir Arnljóts Sigurðssonar. Arnljótur var þekktur á sínum tíma þegar hann kom fram i Hemma Gunn, aðeins fimm ára gamall og söng óperur. Óhætt er að segja að hann hafi heill- að gjörvalla þjóðina upp úr skónum. Arnljótur er nú átján ára gamall og er nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann er hættur að syngja en spilar á bassa. I GOTT hjá Halldóri Ásgrimssyni forsætis- ráðherra að styðja við bakið á samtökum homma og lesbía með fjárstyrk úrrfkis- sjóði. 1. Það eru Kaupþing og Búnaðarbanki. 2. Hann heitir Sigurður Einarsson. 3. Hann heitir ingólfur Helgason. 4. Hann var 49,3 milljarðar. 5. Hann heitir Singer & Fried- lander. Idolstjörnurnar áfram Reynslan skipti máli „Idolreynslan skipti máli," segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir sem söng lagið Eldur nýr eftir örlyg Smára, Niclas King og Danielu Vecchia. Ardís Ólöf ásamt þremur öðrum komust áfram í úrslit söngvakeppni sjónvarpstöðvanna sem haldin var á laugardaginn síðasta. Keppnin var hörkuspennandi og jöfn og segir Ardís að miklu máli hafi skipt að hún hafi verið í Idolinu á undan því hún hafi kunnað að syngja fyrir framan myndavélarnar vegna þess. Ardís segir að það mætti hafa jafnvægi á sms-kosningu annars vegar og dóm- nefnd hins vegar. „Þetta var rosalega skemmtilegt kvöld," segir Ardís og er þakklát íyrir stuðning þjóðarinnar. Hún játar að hún hafi hugsanlega forskot vegna þess að hún er þjóðþekkt eftir Idolið en áréttar samt að lagið sem slíkt hafi staðið fyrir sínu og í raun unnið þennan sigur. Hún segir að sam- keppnin hafi verið mjög hörð og að öll lögin hefðu í raun getað komist áfram. Aðalheiður Ólafsdóttir, sem einnig er þjóðþekkt eftir þátttöku sína í Idol komst líka áfram á laugar- dagskvöld. Ekki náðist tal af henni í gær. „Ég er orðin svolítið stressuð núna," segir GuðrúnÁmý Karlsdótt- ir sem söng lagið Andvaka eftir Trausta Bjarnason. Trausti á einnig annað lag í keppninni sem komst áfram eftir fyrsta þáttinn. Guðrún segir að hún sé fyrst núna að átta sig á því að hún gæti hugsanlega farið til Grikklands í Eurovision. Kjóll hennar vakti tals- verða athygli enda mjög glæsilegur og sagði hún að stílistinn hafi sett hann saman og reynt að hafa hann dramatískan líkt og lagið. „Maður er rosalega ánægður með að komast í gegn," segir Sigur- jón Brink sem söng lagið Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdótt- ur. Lagið var í léttri salsastemningu og hristi vel upp í keppninni. Sigurjón segir að hann hafi verið stressaður þegar hann fór á svið en það hafi horfið fljótíega eftir að hann byrjaði að syngja. Tvær gullfallegar stúlkur döns- uðu með Sigurjóni og vöktu mikla athygli. Sjálfur telur hann að karlar hafi hugsanlega hringt inn vegna stúlknanna. „Maður átti eiginlega erfitt með að halda einbeitning- unni," segir hann hlæjandi. valur@dv.is aH mr 2 1 ■ * 4 Sigurjón Brink Sló í gegn með salsasveiflu. J Ardís Ólöf V.kingsdóttir [ 1 Vokti athygli íleðurbuxunum. L Guðrún Árný 1 Er orðin stressuð fyrir aðalkeppnina. Égfóransi oft og erennað „Það hefur örugglega verið rosa- lega gaman," segir Brynja Nordquist flugfreyja sem er á gömlu myndinni ásamt Lindu Pé í nóvember 1993 að halda upp á þriggja ára afmæli ömmu Lú. Brynja segir reyndar að það sé örugglega einhver annar sem muni þetta betur en hún. „Það var örugglega kaka, alla vega eitthvað gott í munn, hvað sem það var," segir Brynja og hlær. Hún segir að þessi tfrni hafi verið mjög skemmtilegur og að mikið fjör hafi verið á staðnum. „Ég fór ansi oft og er enn að,“ segir Brynja skellihlæjandi og bætír við í gríni að blaðamaður eigi örugg- lega eftir að hringja í hana aftur þeg- ar hún sé orðin sjötug. Að sögn Brynju var Amma Lú mjög flottur staður. Það hafi verið Ingibjörg Pálmadóttir sem hannaði hann að innan. Staðurinn var í heimsborg- aralegum stfl en þó dálítið gamal- dags. Tómas Tómasson eða Tommi sem rekur Hamborgarabúlluna áttí staðinn og skýrði hann í höfuð á ömmu sinni. Brynja segir Tomma hafa verið góðan gestgjafa. „Glætan að ég sakni staðarins," segir Brynja og skellir aftur upp úr. Krossgátan Lárétt: 1 áflog, 4 sverð, 7 deyfð,8 hestur, 10 bátagálgi, 12 gagnleg, 13 sigta, 14 auðveld, 15 andvara, 16 bregðast, 18 hetju,21 erfið,22 mæt- ur, 23 pár. Lóðrétt: 1 kvendýr, 2 óvirða,3 hvítvoðungur, 4 óvilhallur, 5 nöldur, 6 sefa, 9hæð, 11 horfir, 16 kinnung, 17 reglur, 19 bleyta, 20 ágjöf. Lausn á krossgátu Veðrið W snd OZ'fiv 61'6q\ n '6öq 91 'jnjji 11 'U|S| 6 'boj 9 '6ef s 'jn6æpn|q y 'ujeqeujo>| £'?ws z '>|!l L ■ssu tz 'u6a6 zz '6ngjo u 'dje6 81 'epq 91 'æiq S L 'W?l Þ L 'egiW e t 'láu z t 'e|6n 01 'J?|>| 8 'e||0w l 'Jpíq y 6|sn} t dag , p&é P4 jgMÍ ■ ■ Q“ B *t «0 J£b _ Г Q.nfö .. □ o o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.