Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 39
UV Síðast en ekki síst MÁNUDAQUR 30. JANÚAR 2006 39 Spurning dagsir'- Hefur þú fylgst með forkeppni Eurovision? Kominn með uppáhaldslag „Já,það hefég gert. Maður hefur gaman afþessu, ég er kominn með uppáhaldslag en það verður að koma i Ijós hvað það kemst langt. Ég er handviss um hvað ég vil sjá í keppninni sjálfri." Séra Gunnar Rúnar Matthíasson. Já, ég hefgert það.Mér finnstgaman að þessu en eftir að hafa horft á fyrsta þáttinn þá er ég með tvo sig- urvegara í hug- anum." Mjöll Hólm söngkona. d32!00805_spur dags____31.jpg „Með öðru auganu, ég sá ekki allan þáttinn. Þetta er ágætis skemmt- un." Björg Sig- tryggsdóttir blómaskreytir. „Já, ég hef nú fylgst með henni. Ég hefhaft gaman af, ég neita því ekki. Það voru sumirsem héngu í tóninum en þetta verður vonandi allt í lagi." Þorgeir Andrés- son verkfræð- ingur og söngv- ari. „Nei, ég hefekki gert það, ég missi oft afsvona." Sólveig Hólmarsdóttir leirlistarkona. Forkeppni Eurovision í Sjónvarpinu er að slá í gegn meðal þjóðarinnar. Kombakkið hjá Gulla Þ. „Um nokkurt skeið hefur það verið sér- stakt áhugamál mitt að fylgjast með ræð um Guðlaugs Þ. Þórð- arssonar þingmanns Sjálfstæðis- flokksins og borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir sama flokk í þinginu. Ástæðan er sú að hann er einstaklega laginn við að snúa ræð- um um hin ýmsu mál upp í ræðu um Reykjavíkurborg og Reyk j avíkurlistann. Hann er með rólegan aðdraganda að þvi en bamm áður en þú veist af þá er ræðan hans farin að snúast um stjórnvöld í Reykja- vík. Þá er gaman að því hvernig ræður hans geta tekið U-beygju ' hann bara sér Ingibjörgu Sól- ■Unu ganga í þingsal þegar hann er í miðri ræðu.“ dagsin björgu Sólrúnu Gísladóttur. Með meistarlegum töktum sneri hann ræðu sinni frá frumvarpi um Ríkisútvarpið hf. og fór að ræða stjórnunarhætti innan Reykjavikurborg- ar. Ég verð að viður- kenna að það heyrðist lítið „Yesss“ úr sætinu minu yfir þessu frábæra kombakki Gulla, borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík í ræðustól alþingis. Hann hélt síðan uppi uppteknum hætti í gær í umræðum um skipan starfshóps um starfsnám á vegum mennta- málaráðherra. Þið sjáið kannski ekki tenginguna en það gerir Gulli. HÆTTUR... FARINN Það hefúr þó farið lítið fyrir þessu hjá Guðlaugi nú í haust. Það er sos- em ekkert óeðlilegt að hann hætti að tala um stjórnvöld í Reykjavíkurborg í þinginu nú þegar Guð- laugur hefur ákveðið að hætta í borgarstjórn. Þvi var ég farin að halda að hann hefði látið af þessu fyrir fúllt og allt - mér til mikilla vonbrigða auðvitað þvi þetta getur verið ævintýralega skemmtilegt. INGIBJÖRG GENGUR í SALINN Því verð ég að viðurkenna að ég gladdist mjög - flissaði og skríkti í sæti mínu - í þingsaln- um á mánudagskvöldið í miðj- um þungum umræðum um Rík- isútvarpið hf. þegar Guðlaugur tók til máls í andsvari við for- mann Samfylkingarinnar Ingi- DÉJÁVU Guðlaugur komið sterkur inn i vikunni með kunn- uglega takta sem eru að verða allt að þvi vinalegir bara. Manni þykir orðið vænt um þetta tuð hans og biturð útí stjórnvöld í Reykjavík. Og svo virðist sem Gulla þyki gott að blása dáldið út kergju og reiði sinni í ræðustól alþingis og þvi á hann bara að gera það. Við hin getum alveg beðið með umræðuna hverju sinni á meðan. Katrín Júlíusdóttir alþingismaður ritar á http://katrinjul.blogspot.com Dr. Gunni skrifar um þá gleði sem útlönd geta veitt þegar lífið á ís- landi er orðið of þrúgandi Um: Ötlönd Hamingjunni sé lof fyrir útlönd. ímyndiði ykkur hel- vítið ef maður kæmist aldrei af þessu guðsvolaða skeri. Lukkunni sé lof fyrir Vaigerði og álverin hennar sem gefa okkur góðærið og fylla alla vasa af gjaldeyri og farseðl- um. Þegar maður paufast í myrkrinu á morgnana, gegn- blautur af slagveðri, eða frostbitinn og kengboginn af þunglyndu myrkrinu, hversu oft hefur maður þá ekki fyllt lungun og æpt út í tómið: HVERN FJANDANN ER MAÐUR EIGINLEGA AÐ GERA HÉRNA? En þráin eftir útlöndum er ekki bara veður- fræðileg. Einu sinni fór ég eitthvert í miðju fjöl- miðlafárinu hina mikla. Þá hafði maður varla hugsað um annað dögum saman. FM hnakkar voru farnir í mótmælasvelti og Heimdellingar virtust sem róttækustu ríkiskommar. Mjög skrítnir tímar. En þeim í miðjum fór ég og feginleikinn og léttirinn sem helltist yfir mig þegar ég var laus við þetta kjaftæði úr hausnum er ólýsanlegur. Maður tékkaði á erlendum fréttum og það var ekki stafur um fjölmiðla- frumvarpið og Davíð. Ég gleymdi þessu al veg og fór að lifa lífinu. íslenskt þjóðlíf hverniáður sm- aupum ser að ijMað- ur þarf sífellt S?ðspyrja sjálfan al áteir.er ^úinn svo þrúgandi 1 tálca min ‘ að það er nauðsynlegt að hreinsa á sér hausinn annað slagið. Það er þrúg- andi í tíð- indaleysi sínu (prófkjör Framsóknar- flokksins, endalaust handboltakjaftæði...) og þrúgandi í flogakenndri fréttahitasóttinni sem gýs upp annað slagið (ijölmiðlafrumvarp, Baugs- málið, Auðunn fréttastjóri, DV-málið...) Þrúgandi í endalausum fréttum um það hver sé nú búinn að kaupa hvað og hvað hinn og þessi séu nú búnir að græða ógeðslega mikið. Þrúgandi í endalausum fréttum um nauðsynlegar grunnstéttir þjóðfélagsins sem fá skít og kanil fyrir sinn snúð. I ofanálagt virðist hér svo aUt á hendi tveggja „blokka" sem maður þarf að taka afstöðu til. Maður þarf sífellt að spyrja sjálfan sig: Hver er búinn að taka mig minnst í rassgatið? og síðan haga viðskiptum sínum og innkaupum eftir því. Það sér hver maður að þetta er frekar glatað. Og þegar það rennur upp fyrir manni er kominn tími á að láta sig hverfa. Það er svo segin saga að útlönd eru ekki lengi sá sælureitur sem ætla mætti í fyrstu. í steikjandi hita fer maður að þrá skítakulda og í mannmergðinni s mannlausar víðáttur og auð stræti. Hlutskipti utan- veltu ferðamannsins er ekki eftirsóknarvert til k lengdar. Maður er því fullur tilhlökkunar I \ . á leiðinni heim, hamstrar dagblöðin í flugvélinni og sekkur sér ofan í þrúgandi - en krúttlegt - tíðind- aleysið. Og þegar Reykjanesið birtist loksins út um gluggann hugsar maður á útlensku: Ahhh, here we go again... j a.lla.ri ~ Dr. Gunni FRtTIASlMlOV SEFUR ALDREI Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrirbesta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Síminn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.